Ronaldo verðlaunar sig með Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 10:02 "Dýrið er mætt", segir Ronaldo í Instagram færslu sinni. Er til betri leið til að verðlauna sig sem nýbakaðan Evrópumeistara en með nýjum Bugatti Veyron bíl? Líklega ekki og sérstaklega ef viðkomandi hefur vel efni á slíkum grip. Bugatti Veyron bíllinn sem nú stendur í bílskúrnum hjá Ronaldo er af 16.4 Grand Sport Vitesse gerð og kostar 235 milljónir króna. Hann er 1.200 hestöfl sem koma frá 8,0 lítra W16 vél. Þessi bíll fer sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og er með hámarkshraðann 410 km/klst. Bugatti eðalkerra Ronaldo er ekki sú fyrsta sem hann festir sér, en hann á einnig Ferrari, Lamborghini og Bentley bíla. Ronaldo valdi að segja heimsbyggðinni frá þessum nýju kaupum sínum á Instagram og eru vafalaust margir sem fylgjast með kappanum sparkvissa þar. Héðan í frá er víst að Ronaldo verður snöggur á æfingar og mætir á þær með nokkrum stæl. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Er til betri leið til að verðlauna sig sem nýbakaðan Evrópumeistara en með nýjum Bugatti Veyron bíl? Líklega ekki og sérstaklega ef viðkomandi hefur vel efni á slíkum grip. Bugatti Veyron bíllinn sem nú stendur í bílskúrnum hjá Ronaldo er af 16.4 Grand Sport Vitesse gerð og kostar 235 milljónir króna. Hann er 1.200 hestöfl sem koma frá 8,0 lítra W16 vél. Þessi bíll fer sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og er með hámarkshraðann 410 km/klst. Bugatti eðalkerra Ronaldo er ekki sú fyrsta sem hann festir sér, en hann á einnig Ferrari, Lamborghini og Bentley bíla. Ronaldo valdi að segja heimsbyggðinni frá þessum nýju kaupum sínum á Instagram og eru vafalaust margir sem fylgjast með kappanum sparkvissa þar. Héðan í frá er víst að Ronaldo verður snöggur á æfingar og mætir á þær með nokkrum stæl.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent