Marc Wilmots er hættur sem þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta eftir fjögurra ára starf.
Fá lið í heiminum eru jafn vel mönnuð og það belgíska en það situr í 2. sæti heimslista FIFA.
Þrátt fyrir þennan sterka mannskap töpuðu Belgar 3-1 fyrir Wales í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi. Belgía féll einnig úr leik í 8-liða úrslitum á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum.
Wilmots fékk nokkuð harða gagnrýni á meðan á EM stóð en hann þótti aldrei ná því besta út úr belgíska liðinu.
Þrátt fyrir gagnrýnina á störf Wilmots fóru Belgar úr 54. sæti heimslistans og á topp hans og unnu 34 af 51 leikjum undir stjórn hans.
Wilmots lék á sínum tíma 70 landsleiki fyrir Belgíu og skoraði 28 mörk. Hann sat einnig á belgíska þinginu í tvö ár.
Liðið í 2. sæti heimslistans rekur þjálfarann
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn



Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
