Stefna á að koma til Íslands í janúar Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2016 14:10 Frá tökunum hér á landi árið 2011. Vísir/Vilhelm Framleiðendur Game of Thrones stefna á að koma hingað til lands í janúar og taka upp atriði fyrir sjöundu þáttaröð. Vísir hefur heimildir fyrir því að í morgun hafi starfsmenn HBO fundað með íslensku fyrirtæki um upptökur hér á landi. Sjöundu þáttaröð Game of Thrones verður frestað, en þættirnir munu ekki fara í sýningu á svipuðum tíma og áður. Yfirleitt hafa þáttaraðir byrjað um mánaðamót mars og apríl, en svo verður ekki á næsta ári. Ástæða þess er að framleiðendur þáttanna vantar snjó þar sem veturinn er nú skollinn á í Westeros. Ekki liggur fyrir hvenær fyrsti þátturinn í þáttaröðinni verður frumsýndur. Nútíminn sagðist fyrr í vikunni hafa heimildir fyrir því að atriðin sem til stendur að taka upp hér á landi innihaldi sex stórar persónur úr Game of Thrones. Þá er spurningin hvaða sex persónur það gætu verið? Þegar sjöttu þáttaröðinni lauk voru nokkrar mikilvægar persónur í Winterfell, þar sem snjórinn var farinn af himnum. Það voru þau Jon Snow, Sansa Stark, Ser Davos, Tormund og Littlefinger. Auk þeirra er Brienne á leiðinni frá Riverrun til Winterfell. Kannski er um að ræða einhver af þeim, en Bran og Meera eru enn fyrir norðan Vegginn. Mögulega gætu þau komið til Íslands. Meðal annars hafa tökur fyrir þættina hér á landi farið fram við Skaftafell og á Þingvöllum. Þá var landslag frá Íslandi notað í bakgrunna í sjöttu þáttaröð. Meðal annars frá Grundarfirði og Hvalfirði. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Framleiðendur Game of Thrones stefna á að koma hingað til lands í janúar og taka upp atriði fyrir sjöundu þáttaröð. Vísir hefur heimildir fyrir því að í morgun hafi starfsmenn HBO fundað með íslensku fyrirtæki um upptökur hér á landi. Sjöundu þáttaröð Game of Thrones verður frestað, en þættirnir munu ekki fara í sýningu á svipuðum tíma og áður. Yfirleitt hafa þáttaraðir byrjað um mánaðamót mars og apríl, en svo verður ekki á næsta ári. Ástæða þess er að framleiðendur þáttanna vantar snjó þar sem veturinn er nú skollinn á í Westeros. Ekki liggur fyrir hvenær fyrsti þátturinn í þáttaröðinni verður frumsýndur. Nútíminn sagðist fyrr í vikunni hafa heimildir fyrir því að atriðin sem til stendur að taka upp hér á landi innihaldi sex stórar persónur úr Game of Thrones. Þá er spurningin hvaða sex persónur það gætu verið? Þegar sjöttu þáttaröðinni lauk voru nokkrar mikilvægar persónur í Winterfell, þar sem snjórinn var farinn af himnum. Það voru þau Jon Snow, Sansa Stark, Ser Davos, Tormund og Littlefinger. Auk þeirra er Brienne á leiðinni frá Riverrun til Winterfell. Kannski er um að ræða einhver af þeim, en Bran og Meera eru enn fyrir norðan Vegginn. Mögulega gætu þau komið til Íslands. Meðal annars hafa tökur fyrir þættina hér á landi farið fram við Skaftafell og á Þingvöllum. Þá var landslag frá Íslandi notað í bakgrunna í sjöttu þáttaröð. Meðal annars frá Grundarfirði og Hvalfirði.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira