Mikill vöxtur hjá Renault Group á fyrri árshelmingi Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2016 10:10 Renault Talisman er einn nýrra og fallegra bíla Renault. Þessi bíll verður kynntur hér á landi í haust. Á fyrri árshelmingi þessa árs jókst sala nýrra bíla á alþjóðamarkaði um 2,5% miðað við fyrra ár. Renault Group jók söluna 13,4% sem skilaði samstæðunni aukinni markaðshlutdeild um 0,3 prósentustig og nemur hlutdeild hennar nú 3,5% á heimsvísu. Alls seldust tæplega 1,6 milljónir bíla frá Renault Group fyrstu sex mánuði ársins. Mest varð söluaukning Renault Group í Evrópu en einnig varð mikill vöxtur á öðrum markaðssvæðum, svo sem á helstu mörkuðum Afríku, Mið-Austurlanda og Indlands. Sala á Renault óx um 16% á heimsvísu, hjá Renault Samsung Motors óx sala um 25,9% í Asíu og sala á Dacia hélt áfram að aukast eins og undanfarin ár og hafa aldrei selst jafnmargir bílar frá rúmenska framleiðandanum og raunin varð þessa fyrstu sex mánuði ársins í ár þar sem 9% aukning varð að sögn Thierry Koskas, framkvæmdastjóra hjá Renault Group. Í Evrópu voru nýskráningar bíla frá Renault Group fleiri en sem nam vexti markaðarins. Þannig voru nýskráningar á bílum frá samstæðunni 14% fleiri fyrstu sex mánuðina en á sama tíma 2015 á meðan Evrópumarkaðurinn í heild stækkaði um 9,6%. Alls voru 968.603 bílar frá Renault Group nýskráðir á tímabilinu og er markaðshlutdeild samstæðunnar nú 10,6% í Evrópu. Sé aðeins litið til Renault jókst salan um 15,6% sem einkum er þökkuð velgengni nýrra bíla á borð við Kadjar, Espace, Talisman og Megane. Þá er Clio 4 orðinn næst söluhæsti bíllinn í Evrópu ásamt því sem sportjeppinn Captur leiðir söluna í sínum flokki í álfunni. Á rafbílamarkaði er Renault nú kominn með 27% hlutdeild í Evrópu sem einkum er rakin til mikilla vinsælda ZOE sem jók söluna um 40% fyrstu sex mánuði ársins. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Á fyrri árshelmingi þessa árs jókst sala nýrra bíla á alþjóðamarkaði um 2,5% miðað við fyrra ár. Renault Group jók söluna 13,4% sem skilaði samstæðunni aukinni markaðshlutdeild um 0,3 prósentustig og nemur hlutdeild hennar nú 3,5% á heimsvísu. Alls seldust tæplega 1,6 milljónir bíla frá Renault Group fyrstu sex mánuði ársins. Mest varð söluaukning Renault Group í Evrópu en einnig varð mikill vöxtur á öðrum markaðssvæðum, svo sem á helstu mörkuðum Afríku, Mið-Austurlanda og Indlands. Sala á Renault óx um 16% á heimsvísu, hjá Renault Samsung Motors óx sala um 25,9% í Asíu og sala á Dacia hélt áfram að aukast eins og undanfarin ár og hafa aldrei selst jafnmargir bílar frá rúmenska framleiðandanum og raunin varð þessa fyrstu sex mánuði ársins í ár þar sem 9% aukning varð að sögn Thierry Koskas, framkvæmdastjóra hjá Renault Group. Í Evrópu voru nýskráningar bíla frá Renault Group fleiri en sem nam vexti markaðarins. Þannig voru nýskráningar á bílum frá samstæðunni 14% fleiri fyrstu sex mánuðina en á sama tíma 2015 á meðan Evrópumarkaðurinn í heild stækkaði um 9,6%. Alls voru 968.603 bílar frá Renault Group nýskráðir á tímabilinu og er markaðshlutdeild samstæðunnar nú 10,6% í Evrópu. Sé aðeins litið til Renault jókst salan um 15,6% sem einkum er þökkuð velgengni nýrra bíla á borð við Kadjar, Espace, Talisman og Megane. Þá er Clio 4 orðinn næst söluhæsti bíllinn í Evrópu ásamt því sem sportjeppinn Captur leiðir söluna í sínum flokki í álfunni. Á rafbílamarkaði er Renault nú kominn með 27% hlutdeild í Evrópu sem einkum er rakin til mikilla vinsælda ZOE sem jók söluna um 40% fyrstu sex mánuði ársins.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent