Engar „óþarfa hetjudáðir“ í Sveinsgili Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Göt voru sprengd í íshelluna í Sveinsgili. Hér má sjá gilið og íshelluna sem liggur yfir jökulvatninu. Mynd/Landhelgisgæslan Björgunarmenn á vettvangi í Sveinsgili náðu að staðsetja manninn sem leitað hefur verið að í ánni undir skaflinum. Í gærkvöldi var unnið að því að ná honum upp. Björgunarsveitarmenn gengu frá á vettvangi, bæði við ána og í Landmannalaugum þar sem vettvangsstjórnstöð hefur verið starfrækt. Aðstæður á leitarsvæðinu voru mjög hættulegar og erfiðar því fólki sem kom að leitinni. Í tilkynningu frá Landsbjörg í gær kom fram að björgunarsveitarmenn þörfnuðust hvíldar eftir að hafa brotið, sagað og mokað snjó og klaka í allan gærdag. Við leitina aðstoðaði séraðgerða- og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar. Sveitin er skipuð köfurum og sérfræðingum í sprengiefnum en íshellan sem liggur yfir gilinu er afar þykk og var erfið viðureignar. Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða- og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar, segir sveitina hafa notast við alla sína sérþekkingu. „Þarna var ekkert símasamband, en við vorum með gervihnattasamband, þá er í gilinu harður klaki sem náðist ekkert að marka í. Björgunarsveitin boraði með kjarnaborum í ísinn og við settum sprengiefni í hann,“ segir Sigurður en meðlimir sveitarinnar voru búnir sprengiefnum til að vinna á gegnharðri klakahellunni til að reyna að auðvelda leitina. Undir klakahellunni er straumþungt jökulvatn. „Það fóru menn frá okkur undir ísinn til leitar. Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur. Kafararnir fóru niður með aðflutt loft frá yfirborðinu til öryggis. Þeir voru með myndavélar á grímunum svo að þeir sem eru uppi gátu séð allt sem kafarinn sér og rúmlega það,“ segir Sigurður. „Við lögðum mikla áherslu á að enginn leggði sig í hættu. Það máttu ekki vera neinar óþarfa hetjudáðir í þessu verkefni,“ segir Sigurður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Björgunarmenn á vettvangi í Sveinsgili náðu að staðsetja manninn sem leitað hefur verið að í ánni undir skaflinum. Í gærkvöldi var unnið að því að ná honum upp. Björgunarsveitarmenn gengu frá á vettvangi, bæði við ána og í Landmannalaugum þar sem vettvangsstjórnstöð hefur verið starfrækt. Aðstæður á leitarsvæðinu voru mjög hættulegar og erfiðar því fólki sem kom að leitinni. Í tilkynningu frá Landsbjörg í gær kom fram að björgunarsveitarmenn þörfnuðust hvíldar eftir að hafa brotið, sagað og mokað snjó og klaka í allan gærdag. Við leitina aðstoðaði séraðgerða- og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar. Sveitin er skipuð köfurum og sérfræðingum í sprengiefnum en íshellan sem liggur yfir gilinu er afar þykk og var erfið viðureignar. Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða- og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar, segir sveitina hafa notast við alla sína sérþekkingu. „Þarna var ekkert símasamband, en við vorum með gervihnattasamband, þá er í gilinu harður klaki sem náðist ekkert að marka í. Björgunarsveitin boraði með kjarnaborum í ísinn og við settum sprengiefni í hann,“ segir Sigurður en meðlimir sveitarinnar voru búnir sprengiefnum til að vinna á gegnharðri klakahellunni til að reyna að auðvelda leitina. Undir klakahellunni er straumþungt jökulvatn. „Það fóru menn frá okkur undir ísinn til leitar. Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur. Kafararnir fóru niður með aðflutt loft frá yfirborðinu til öryggis. Þeir voru með myndavélar á grímunum svo að þeir sem eru uppi gátu séð allt sem kafarinn sér og rúmlega það,“ segir Sigurður. „Við lögðum mikla áherslu á að enginn leggði sig í hættu. Það máttu ekki vera neinar óþarfa hetjudáðir í þessu verkefni,“ segir Sigurður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51