Þotan í Hallgrímskirkju Jónas Sen skrifar 13. júlí 2016 12:00 Tónlist Orgeltónleikar Kári Þormar lék verk eftir Boëllmann, Alain, Hakim, Franck, Langlais og Widor. Hallgrímskirkja Sunnudaginn 10. júlí Einu sinni lék Jerry Seinfeld flugmann risaþotu sem var nýsestur í flugstjórnarklefann. Hann var að fara að fljúga með þrjú hundruð manns. Þá kom í ljós að hann hafði gleymt lyklinum að þotunni heima og gat ekki sett hana í gang. Slíkt gæti auðvitað ekki gerst í raunveruleikanum! Þó hélt ég að ég væri að upplifa einmitt þannig augnablik á tónleikum Kára Þormars organista í Hallgrímskirkju á sunnudaginn. Hann og flettarinn, Björn Steinar Sólbergsson organisti, komu ekki tryllitækinu í gang. Þeir notuðu einhvern lykil, en hann virkaði ekki. Hljómborð orgelsins var steindautt, það heyrðist ekkert í því. Hafði Kári gleymt rétta lyklinum heima? Það endaði á því að Björn Steinar hljóp út og gerði eitthvað sem ekki sást; þá kviknaði á orgelinu. Þotan fór í gang! Fyrst á dagskránni var Suite Gothique op. 25 eftir franska tónskáldið Léon Boëllmann sem var uppi á síðari hluta nítjándu aldarinnar. Þetta er svíta í fjórum köflum sem spanna vítt svið tjáningarinnar. Þar er allt frá ofurveikri en innilegri bænastund upp í yfirgengilegar hljómasprengjur. Leikur Kára var frábær. Allt fingra- og fótaspil var hárnákvæmt, skiptingar á milli radda pottþéttar og styrkleikabrigðin markviss. Túlkunin var full af trúarhita, það var í henni ótrúlega smitandi ákefð. Maður fékk gæsahúð í öflugustu köflunum. Eitt af því sem er svo áhugavert á orgeltónleikum í Hallgrímskirkju, er að þar heyrir maður tónlist eftir allt önnur tónskáld en venjulega. Oft eru þetta tónsmiðir sem hafa sérhæft sig í orgeltónlist, hafa gjarnan verið organistar sjálfir. Naji Hakim er eitt af þessum tónskáldum. Hann var organisti við Sacré Coeur kirkjuna í París, en varð svo eftirmaður sjálfs Messiaens við Trinité-kirkjuna í sömu borg. Kári spilaði eftir hann Pange Lingua sem er í sex samhangandi köflum. Það er hugleiðing um sálm eftir Tómas Aquinas. Tónlistin hafði á sér talsvert nýstárlegra yfirbragð en fyrrgreinda verkið, en lét samt vel í eyru. Það var skemmtilegur ferskleiki í henni, hún sýndi prýðilega margar mismunandi hliðar orgelsins. Tónmálið var leitandi, hljómarnir notalega framandi. Einnig hér var leikur Kára vandaður og hnitmiðaður, líflegur og þrunginn tilfinningum. Tilbrigði eftir Jehan Alain við stef eftir Jannequin og Chant de Paix eftir Jehan Langlais voru innhverfari tónsmíðar, sem Kári flutti af smekkvísi og innileika. Prelúdía, fúga og tilbrigði í h-moll eftir Cesar Franck voru líka ljúf áheyrnar. En Toccata úr Orgelsinfóníu op. 42 nr. 1 eftir Widor var mögnuð. Þar var hraðinn mikill; síendurteknar nótur leiddu upp í brjálæðislegan hápunkt. Leikur Kára var fumlaus, fjörlegur og akkúrat, krafturinn í orgelinu var svo ægilegur að það jafnaðist á við þotu í flugtaki. Í rauninni vantaði bara flugfreyju til að segja manni að spenna beltin og hafa sætisbökin í uppréttri stellingu!Niðurstaða: Gríðarlega kraftmiklir tónleikar sem einkenndust af fagmennsku og smekkvísi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Orgeltónleikar Kári Þormar lék verk eftir Boëllmann, Alain, Hakim, Franck, Langlais og Widor. Hallgrímskirkja Sunnudaginn 10. júlí Einu sinni lék Jerry Seinfeld flugmann risaþotu sem var nýsestur í flugstjórnarklefann. Hann var að fara að fljúga með þrjú hundruð manns. Þá kom í ljós að hann hafði gleymt lyklinum að þotunni heima og gat ekki sett hana í gang. Slíkt gæti auðvitað ekki gerst í raunveruleikanum! Þó hélt ég að ég væri að upplifa einmitt þannig augnablik á tónleikum Kára Þormars organista í Hallgrímskirkju á sunnudaginn. Hann og flettarinn, Björn Steinar Sólbergsson organisti, komu ekki tryllitækinu í gang. Þeir notuðu einhvern lykil, en hann virkaði ekki. Hljómborð orgelsins var steindautt, það heyrðist ekkert í því. Hafði Kári gleymt rétta lyklinum heima? Það endaði á því að Björn Steinar hljóp út og gerði eitthvað sem ekki sást; þá kviknaði á orgelinu. Þotan fór í gang! Fyrst á dagskránni var Suite Gothique op. 25 eftir franska tónskáldið Léon Boëllmann sem var uppi á síðari hluta nítjándu aldarinnar. Þetta er svíta í fjórum köflum sem spanna vítt svið tjáningarinnar. Þar er allt frá ofurveikri en innilegri bænastund upp í yfirgengilegar hljómasprengjur. Leikur Kára var frábær. Allt fingra- og fótaspil var hárnákvæmt, skiptingar á milli radda pottþéttar og styrkleikabrigðin markviss. Túlkunin var full af trúarhita, það var í henni ótrúlega smitandi ákefð. Maður fékk gæsahúð í öflugustu köflunum. Eitt af því sem er svo áhugavert á orgeltónleikum í Hallgrímskirkju, er að þar heyrir maður tónlist eftir allt önnur tónskáld en venjulega. Oft eru þetta tónsmiðir sem hafa sérhæft sig í orgeltónlist, hafa gjarnan verið organistar sjálfir. Naji Hakim er eitt af þessum tónskáldum. Hann var organisti við Sacré Coeur kirkjuna í París, en varð svo eftirmaður sjálfs Messiaens við Trinité-kirkjuna í sömu borg. Kári spilaði eftir hann Pange Lingua sem er í sex samhangandi köflum. Það er hugleiðing um sálm eftir Tómas Aquinas. Tónlistin hafði á sér talsvert nýstárlegra yfirbragð en fyrrgreinda verkið, en lét samt vel í eyru. Það var skemmtilegur ferskleiki í henni, hún sýndi prýðilega margar mismunandi hliðar orgelsins. Tónmálið var leitandi, hljómarnir notalega framandi. Einnig hér var leikur Kára vandaður og hnitmiðaður, líflegur og þrunginn tilfinningum. Tilbrigði eftir Jehan Alain við stef eftir Jannequin og Chant de Paix eftir Jehan Langlais voru innhverfari tónsmíðar, sem Kári flutti af smekkvísi og innileika. Prelúdía, fúga og tilbrigði í h-moll eftir Cesar Franck voru líka ljúf áheyrnar. En Toccata úr Orgelsinfóníu op. 42 nr. 1 eftir Widor var mögnuð. Þar var hraðinn mikill; síendurteknar nótur leiddu upp í brjálæðislegan hápunkt. Leikur Kára var fumlaus, fjörlegur og akkúrat, krafturinn í orgelinu var svo ægilegur að það jafnaðist á við þotu í flugtaki. Í rauninni vantaði bara flugfreyju til að segja manni að spenna beltin og hafa sætisbökin í uppréttri stellingu!Niðurstaða: Gríðarlega kraftmiklir tónleikar sem einkenndust af fagmennsku og smekkvísi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira