Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. júlí 2016 07:27 Erlendi ferðamaðurinn sem féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi er enn ófundinn. Aðstæður eru erfiðar og hættulegar og vatnavextir miklir. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni, og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið fengin til þess að aðstoða við að ferja leitarfólk á svæðið. Þá voru fengin öflugri björgunartæki í nótt, til dæmis sérstakur vatnabíll. Að sögn björgunarsveitarmanna er farið að grynnast aftur í ám og eru vonir því bundnar við að leit fari að ganga betur nú í morgunsárið.Björgunarsveitarmenn að störfum.vísir/landsbjörgSnjóþyngsli eru töluverð og hefur björgunarsveitarfólki ekki tekist að moka sig í gegnum þykka snjóbrú. Snjórinn er um tuttugu metra þykkur en um sextíu manns vinna að því að moka snjóinn, sem er nánast klaki, ofan af og upp úr ánni. Notast var við keðjusagir til að losa um ísinn og allan þann mannskap sem gat mokað og komið klaka og snjó frá slysstað. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að sprengja íshelluna og þannig auðvelda björgunarsveitarmönnum verkið. Þórunn Inga Austmar, hjá svæðisstjórn á svæði 16 á Hellu, segir vinnuna við að komast í gegnum ísbreiðuna ganga vel. „Það eru komnar tvær holur og þeir eru nýlega byrjaðir á þeirri þriðju," segir hún. Þyrla kom á vettvang í nótt og það styttir tímann sem tekur að flytja björgunarmenn á vettvang.Vísir/Landsbjörg„Það er búið að vera að leita í alla nótt. Nú er búið að vera að skipta út mannskap en aðstæður eru frekar erfiðar og krefjandi. Þetta er mikill klaki sem þeir eru að reyna að moka þarna í burtu," bætir Þórunn við. Um er að ræða eina umfangsmestu björgunaraðgerð sem gerð hefur verið á þessum slóðum. Nú í morgunsárið eru 53 óþreyttir björgunarsveitarmenn að byrja leit á slysstað. Maðurinn var á ferð með öðrum manni og féllu þeir niður um mikla snjóbrú sem nær yfir ána. Náðir annar þeirra að komast upp af sjálfsdáðum . Mennirnir eru báðir franskir ríkisborgarar.Aðstæður eru afar erfiðar og hættulegar.vísir/landsbjörg. .. Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Erlendi ferðamaðurinn sem féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi er enn ófundinn. Aðstæður eru erfiðar og hættulegar og vatnavextir miklir. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni, og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið fengin til þess að aðstoða við að ferja leitarfólk á svæðið. Þá voru fengin öflugri björgunartæki í nótt, til dæmis sérstakur vatnabíll. Að sögn björgunarsveitarmanna er farið að grynnast aftur í ám og eru vonir því bundnar við að leit fari að ganga betur nú í morgunsárið.Björgunarsveitarmenn að störfum.vísir/landsbjörgSnjóþyngsli eru töluverð og hefur björgunarsveitarfólki ekki tekist að moka sig í gegnum þykka snjóbrú. Snjórinn er um tuttugu metra þykkur en um sextíu manns vinna að því að moka snjóinn, sem er nánast klaki, ofan af og upp úr ánni. Notast var við keðjusagir til að losa um ísinn og allan þann mannskap sem gat mokað og komið klaka og snjó frá slysstað. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að sprengja íshelluna og þannig auðvelda björgunarsveitarmönnum verkið. Þórunn Inga Austmar, hjá svæðisstjórn á svæði 16 á Hellu, segir vinnuna við að komast í gegnum ísbreiðuna ganga vel. „Það eru komnar tvær holur og þeir eru nýlega byrjaðir á þeirri þriðju," segir hún. Þyrla kom á vettvang í nótt og það styttir tímann sem tekur að flytja björgunarmenn á vettvang.Vísir/Landsbjörg„Það er búið að vera að leita í alla nótt. Nú er búið að vera að skipta út mannskap en aðstæður eru frekar erfiðar og krefjandi. Þetta er mikill klaki sem þeir eru að reyna að moka þarna í burtu," bætir Þórunn við. Um er að ræða eina umfangsmestu björgunaraðgerð sem gerð hefur verið á þessum slóðum. Nú í morgunsárið eru 53 óþreyttir björgunarsveitarmenn að byrja leit á slysstað. Maðurinn var á ferð með öðrum manni og féllu þeir niður um mikla snjóbrú sem nær yfir ána. Náðir annar þeirra að komast upp af sjálfsdáðum . Mennirnir eru báðir franskir ríkisborgarar.Aðstæður eru afar erfiðar og hættulegar.vísir/landsbjörg. ..
Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42
Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11