„Hálendið getur ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júlí 2016 19:30 „Hálendi Íslands getur ekki tekið á meiri fjölda eins og staðan er í dag,“ segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands sem kallar eftir meiri uppbyggingu á innviðum í ferðaþjónustu á hálendinu. Sjötíu prósent þeirra gesta sem ganga Laugaveginn á milli Landmannalauga og Þórmerkur nú í sumar eru erlendir ferðamenn en mikil aukning hefur orðið í ferðum þeirra á hálendinu. „Við erum með hátt í tíu þúsund sem eru að ganga Laugaveginn. Það eru að koma um hundrað þúsund ferðamenn inn í Landmannalaugar. Það eru sextíu þúsund ferðamenn í Þórsmörk. Þannig að þetta er gríðarlega mikill fjöldi og mikil umferð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.En hvernig er markaðssetningu á hálendi Íslands háttað?„Ég held að það sé því miður og mikið þannig að allir séu bara velkomnir til Íslands og hér megi nánast gera hvað sem er og að hér ríki fullkomið frelsi. Við ættum að vera með skýrari skilaboð um að það sé einhver regla á hlutunum hjá okkur,“ segir Páll. Páll telur að ferðaiðnaðurinn og náttúran á hálendinu ráði ekki við meiri fjölda en nú er og telur að stýra þurfi umferðinni á svæðinu. „Það væri best með því að til dæmis að því að við erum að tala um Laugaveginn. Komnir tíu þúsund ferðamenn á Laugaveginn að stýra þeim fjölda sem fer inn á leiðina í hverjum degi. Við þurfum fyrst og fremst að taka ákvörðun um einhverja eina leið og hejast handa,“ segir Páll.Er þörf á framkvæmdum á svæðinu?„Nú er komin þörf á stórtækari framkvæmdum á svæðinu og á stærri svæðum þar sem verða jarðvegsskipti eða göngustígurinn er styrktur með afgerandi hætti. Það þarf klárlega að bæta eftirlitið og fjölga landvörðum og setja meiri peninga í það verkefni allt saman. En fjöldinn er bara orðinn það mikill að við verðum að bregðast hraðar við,“ segir Páll.Hversu mikinn ágang þolir hálendi Íslands? „Miðað við eins og við erum að gera þetta í dag þá erum við komin að þeim hámörkum í þeim fjölda sem við ráðum við í dag. En ef við myndum taka í taumana og stýra þessu meira og betur þá ráðum við betur við meiri fjölda.“ segir Pétur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
„Hálendi Íslands getur ekki tekið á meiri fjölda eins og staðan er í dag,“ segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands sem kallar eftir meiri uppbyggingu á innviðum í ferðaþjónustu á hálendinu. Sjötíu prósent þeirra gesta sem ganga Laugaveginn á milli Landmannalauga og Þórmerkur nú í sumar eru erlendir ferðamenn en mikil aukning hefur orðið í ferðum þeirra á hálendinu. „Við erum með hátt í tíu þúsund sem eru að ganga Laugaveginn. Það eru að koma um hundrað þúsund ferðamenn inn í Landmannalaugar. Það eru sextíu þúsund ferðamenn í Þórsmörk. Þannig að þetta er gríðarlega mikill fjöldi og mikil umferð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.En hvernig er markaðssetningu á hálendi Íslands háttað?„Ég held að það sé því miður og mikið þannig að allir séu bara velkomnir til Íslands og hér megi nánast gera hvað sem er og að hér ríki fullkomið frelsi. Við ættum að vera með skýrari skilaboð um að það sé einhver regla á hlutunum hjá okkur,“ segir Páll. Páll telur að ferðaiðnaðurinn og náttúran á hálendinu ráði ekki við meiri fjölda en nú er og telur að stýra þurfi umferðinni á svæðinu. „Það væri best með því að til dæmis að því að við erum að tala um Laugaveginn. Komnir tíu þúsund ferðamenn á Laugaveginn að stýra þeim fjölda sem fer inn á leiðina í hverjum degi. Við þurfum fyrst og fremst að taka ákvörðun um einhverja eina leið og hejast handa,“ segir Páll.Er þörf á framkvæmdum á svæðinu?„Nú er komin þörf á stórtækari framkvæmdum á svæðinu og á stærri svæðum þar sem verða jarðvegsskipti eða göngustígurinn er styrktur með afgerandi hætti. Það þarf klárlega að bæta eftirlitið og fjölga landvörðum og setja meiri peninga í það verkefni allt saman. En fjöldinn er bara orðinn það mikill að við verðum að bregðast hraðar við,“ segir Páll.Hversu mikinn ágang þolir hálendi Íslands? „Miðað við eins og við erum að gera þetta í dag þá erum við komin að þeim hámörkum í þeim fjölda sem við ráðum við í dag. En ef við myndum taka í taumana og stýra þessu meira og betur þá ráðum við betur við meiri fjölda.“ segir Pétur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“