Mál á hendur Birni Steinbekk hrannast upp Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2016 14:02 Björn Steinbekk miðasölumaður hefur nú verið kærður til lögreglu. visir/samsett Miðasölumaðurinn alræmdi, Björn Steinbekk, hefur nú verið kærður til lögreglu. Á Facebook hefur verið stofnaður sérstakur hópur þeirra sem telja sig illa svikin af Birni. Þar hefur verið sett upp skilmerkilegt excel-skjal þar sem þegar hafa 17 verið skráðir á lista.Hér er farið ítarlega yfir málið. RÚV greindi frá því nú fyrr í dag að Björn hafi verið kærður til lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Bryndís Björk Guðjónsdóttir sendi inn kæru – hún er ein þeirra sem hafði keypt miða sem hún svo aldrei fékk. Bryndís millifærði peningana á bankareikning Sónar Reykjavík, hvar Björn var framkvæmdastjóri en hann sagði af sér sem slíkur í síðustu viku.Ýmsir bera ábyrgð Excel-skjalið áðurnefnt ber yfirskriftina Málsókn gegn Birni Steinbekk. Skjalið er sundurliðað, einnig er um að ræða mál sem hugsanlega eru í farvatninu gegn Netmiða og þá Kristjáni Atla Baldurssyni. Þá er þriðji flokkurinn sem snýr að „Bryndís/Elíza“ og sá fjórði er „óskilgreint“.Nú er í vinnslu Exelskjal á Facebook sem er undir yfirskriftinni Málsókn á hendur Birni Steinbekk.Málið er ekki einfalt, því vandamálin sem við er að eiga eru af ýmsum toga auk þess sem þeir sem bera ábyrgð eru nokkrir. Vísir ræddi við Vilhjálm H. Vilhjálmsson, lögmann hóps sem keypti pakka hjá Netmiða, fyrir helgi og hann sagði að sá hópur hefði keypt miða á leikinn, flugfar auk miða á leikinn. Vilhjálmur sagði að Kristján Atli Baldursson hafi reynst allur af vilja gerður til að leysa málin og greiða til baka það sem út af stendur. Ferðin hafi óvænt styst um þriðjung, einhverjir fengu ekki tilkynningu um það og þurftu að koma sér heim fyrir eigin reikning, og svo fékk hópurinn miðana seint og illa.Málin 45 alls Netmiði er ábyrgur gagnvart því hvernig gengur með efndir gagnvart þessum tiltekna hópi en það er svo að einhverju leyti háð því hvernig Kristjáni Atla gengur að ná samningum við annars vegar flugfélagið sem stytti ferðina og svo Björn Steinbekk sem sagðist ætla að útvega miðana. Vilhjálmur sagði að nú væri unnið að lausn málsins. Málin sem hins vegar eru tíunduð í excelskjalinu áðurnefnda eru samtals 45, þegar þetta er skrifað. Níu af þessum málum eru merkt sem svo að fengist hafi endurgreitt og snúa þau öll að Netmiða/Kristján, en á hann eru 14 mál skráð. Vísir sendi Birni skilaboð nú fyrr í dag, og bauð honum að tjá sig um málið en Björn hefur ekki enn þekkst slíkt boð – en Vísir hefur nú reynt að ná tali af Birni í marga daga án árangurs. Tengdar fréttir Miðafár, grátandi menn og misheppnuð flug Eftirspurn eftir ferðum til Frakklands og miða á leiki Íslands var mikil. Margir reyndu að anna eftirspurninni með misgóðum árangri. 7. júlí 2016 14:45 Móðurfélag Sónar sver af sér tengsl við viðskiptahætti Björns Steinbekk Áfram stefnt að því að halda Sónar Reykjavík á næsta ári. 7. júlí 2016 13:17 Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Björn Steinbekk hættur sem framkvæmdastjóri Sónar Björn birtir yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni. 5. júlí 2016 21:22 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Miðasölumaðurinn alræmdi, Björn Steinbekk, hefur nú verið kærður til lögreglu. Á Facebook hefur verið stofnaður sérstakur hópur þeirra sem telja sig illa svikin af Birni. Þar hefur verið sett upp skilmerkilegt excel-skjal þar sem þegar hafa 17 verið skráðir á lista.Hér er farið ítarlega yfir málið. RÚV greindi frá því nú fyrr í dag að Björn hafi verið kærður til lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Bryndís Björk Guðjónsdóttir sendi inn kæru – hún er ein þeirra sem hafði keypt miða sem hún svo aldrei fékk. Bryndís millifærði peningana á bankareikning Sónar Reykjavík, hvar Björn var framkvæmdastjóri en hann sagði af sér sem slíkur í síðustu viku.Ýmsir bera ábyrgð Excel-skjalið áðurnefnt ber yfirskriftina Málsókn gegn Birni Steinbekk. Skjalið er sundurliðað, einnig er um að ræða mál sem hugsanlega eru í farvatninu gegn Netmiða og þá Kristjáni Atla Baldurssyni. Þá er þriðji flokkurinn sem snýr að „Bryndís/Elíza“ og sá fjórði er „óskilgreint“.Nú er í vinnslu Exelskjal á Facebook sem er undir yfirskriftinni Málsókn á hendur Birni Steinbekk.Málið er ekki einfalt, því vandamálin sem við er að eiga eru af ýmsum toga auk þess sem þeir sem bera ábyrgð eru nokkrir. Vísir ræddi við Vilhjálm H. Vilhjálmsson, lögmann hóps sem keypti pakka hjá Netmiða, fyrir helgi og hann sagði að sá hópur hefði keypt miða á leikinn, flugfar auk miða á leikinn. Vilhjálmur sagði að Kristján Atli Baldursson hafi reynst allur af vilja gerður til að leysa málin og greiða til baka það sem út af stendur. Ferðin hafi óvænt styst um þriðjung, einhverjir fengu ekki tilkynningu um það og þurftu að koma sér heim fyrir eigin reikning, og svo fékk hópurinn miðana seint og illa.Málin 45 alls Netmiði er ábyrgur gagnvart því hvernig gengur með efndir gagnvart þessum tiltekna hópi en það er svo að einhverju leyti háð því hvernig Kristjáni Atla gengur að ná samningum við annars vegar flugfélagið sem stytti ferðina og svo Björn Steinbekk sem sagðist ætla að útvega miðana. Vilhjálmur sagði að nú væri unnið að lausn málsins. Málin sem hins vegar eru tíunduð í excelskjalinu áðurnefnda eru samtals 45, þegar þetta er skrifað. Níu af þessum málum eru merkt sem svo að fengist hafi endurgreitt og snúa þau öll að Netmiða/Kristján, en á hann eru 14 mál skráð. Vísir sendi Birni skilaboð nú fyrr í dag, og bauð honum að tjá sig um málið en Björn hefur ekki enn þekkst slíkt boð – en Vísir hefur nú reynt að ná tali af Birni í marga daga án árangurs.
Tengdar fréttir Miðafár, grátandi menn og misheppnuð flug Eftirspurn eftir ferðum til Frakklands og miða á leiki Íslands var mikil. Margir reyndu að anna eftirspurninni með misgóðum árangri. 7. júlí 2016 14:45 Móðurfélag Sónar sver af sér tengsl við viðskiptahætti Björns Steinbekk Áfram stefnt að því að halda Sónar Reykjavík á næsta ári. 7. júlí 2016 13:17 Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Björn Steinbekk hættur sem framkvæmdastjóri Sónar Björn birtir yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni. 5. júlí 2016 21:22 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Miðafár, grátandi menn og misheppnuð flug Eftirspurn eftir ferðum til Frakklands og miða á leiki Íslands var mikil. Margir reyndu að anna eftirspurninni með misgóðum árangri. 7. júlí 2016 14:45
Móðurfélag Sónar sver af sér tengsl við viðskiptahætti Björns Steinbekk Áfram stefnt að því að halda Sónar Reykjavík á næsta ári. 7. júlí 2016 13:17
Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02
Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00
Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38
Björn Steinbekk hættur sem framkvæmdastjóri Sónar Björn birtir yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni. 5. júlí 2016 21:22