Cantona við Zlatan: Það er bara einn kóngur í Manchester, þú mátt vera prinsinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2016 16:15 vísir/getty Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United, heldur áfram að slá í gegn í hlutverki sínu sem „Yfirmaður fótboltans“ hjá Eurosport. Í nýjasta myndbandsbloggi sínu fer Cantona yfir sigur Frakklands á Þýskalandi í undanúrslitum EM 2016 og hrósar Antoine Griezmann fyrir hans þátt í sigrinum. „Það voru margir dásamlegir bardagamenn þetta kvöld í Marseille en aðeins ein hetja: Antoine Griezmann. Fullkomin blanda af æskuljóma, hæfileikum og hreðjum,“ segir Cantona á sinn einstaka hátt. Cantona segir einnig að Bastian Schweinsteiger, sem fékk á sig vítaspyrnu í leiknum gegn Frökkum fyrir hendi, hefði átt að hlusta ráðleggingar þjálfara síns, Joachims Löw, og halda höndunum í buxunum. Cantona fer einnig yfir árangur Portúgals og Wales og í lokin beinir hann orðum sínum að Zlatan Ibrahimovic, sem gekk nýverið í raðir Manchester United. „Ég er með skilaboð til Zlatans. Þú ákvaðst að klæðast rauðu treyjunni sem er besta ákvörðun sem þú hefur tekið,“ segir Cantona. „Þegar þú gengur inn í „Leikhús draumanna“. Þegar þú finnur fyrir anda goðsagnanna sem komu á undan þér. Þegar þú skorar þitt fyrsta mark fyrir framan Stretford End. Þegar þú heyrir stuðningsmennina kyrja nafn þitt. Þegar hjartað hamast í brjóstinu á þér. Þegar þú finnur að ástin er endurgoldin. Þá veistu, vinur minn, að þú ert loksins kominn heim.“ Cantona tekur þó af allan vafa með að hann sé ennþá kóngurinn á Old Trafford. „Eitt að lokum, það getur bara verið einn kóngur í Manchester. Þú getur verið prinsinn ef þú vilt. Og sjöan er þín ef þú vilt. Kóngurinn er farinn! Lengi lifi prinsinn!“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. 1. júlí 2016 15:32 Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United, heldur áfram að slá í gegn í hlutverki sínu sem „Yfirmaður fótboltans“ hjá Eurosport. Í nýjasta myndbandsbloggi sínu fer Cantona yfir sigur Frakklands á Þýskalandi í undanúrslitum EM 2016 og hrósar Antoine Griezmann fyrir hans þátt í sigrinum. „Það voru margir dásamlegir bardagamenn þetta kvöld í Marseille en aðeins ein hetja: Antoine Griezmann. Fullkomin blanda af æskuljóma, hæfileikum og hreðjum,“ segir Cantona á sinn einstaka hátt. Cantona segir einnig að Bastian Schweinsteiger, sem fékk á sig vítaspyrnu í leiknum gegn Frökkum fyrir hendi, hefði átt að hlusta ráðleggingar þjálfara síns, Joachims Löw, og halda höndunum í buxunum. Cantona fer einnig yfir árangur Portúgals og Wales og í lokin beinir hann orðum sínum að Zlatan Ibrahimovic, sem gekk nýverið í raðir Manchester United. „Ég er með skilaboð til Zlatans. Þú ákvaðst að klæðast rauðu treyjunni sem er besta ákvörðun sem þú hefur tekið,“ segir Cantona. „Þegar þú gengur inn í „Leikhús draumanna“. Þegar þú finnur fyrir anda goðsagnanna sem komu á undan þér. Þegar þú skorar þitt fyrsta mark fyrir framan Stretford End. Þegar þú heyrir stuðningsmennina kyrja nafn þitt. Þegar hjartað hamast í brjóstinu á þér. Þegar þú finnur að ástin er endurgoldin. Þá veistu, vinur minn, að þú ert loksins kominn heim.“ Cantona tekur þó af allan vafa með að hann sé ennþá kóngurinn á Old Trafford. „Eitt að lokum, það getur bara verið einn kóngur í Manchester. Þú getur verið prinsinn ef þú vilt. Og sjöan er þín ef þú vilt. Kóngurinn er farinn! Lengi lifi prinsinn!“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. 1. júlí 2016 15:32 Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. 1. júlí 2016 15:32
Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30