Viðskipti innlent

B5 malar gull: Eigendurnir fá 57 milljónir í arð

ingvar haraldsson skrifar
B5 við Bankstræti 5 er einn vinsælasti skemmtistaður landsins.
B5 við Bankstræti 5 er einn vinsælasti skemmtistaður landsins. vísir/pjetur
Bankastræti 5 ehf., sem rekur skemmtistaðinn B5, greiddi eiganda sínum 57 milljónir í arð á síðasta ári. Félagið hagnaðist um 11,38 milljónir króna sem er talsvert minna en fyrir ári þegar hagnaðurinn var 27,45 milljónir króna.

Rekstrarhagnaður á síðasta ári nam 15,3 milljónum króna samanborið við 36 milljónir fyrir ári.

Eftir arðgreiðsluna nema eignir félagsins, að stærstum hluta viðskiptakröfur, 26,7 milljónum króna, eigið fé 12,3 milljónum og skuldir 14,5 milljónum króna.

Bankastræti 5 er í eigu Krárfélagsins sem er til helminga í eigu Spiss ehf. og Ljósheima ehf. Spiss er í eigu Anna Kathrine Angvik Jacobsen, eiginkonu Andra Sigþórssonar, fyrrverandi landsliðsmannsins í knattspyrnu sem er jafnframt stjórnarformaður Bankastrætis 5 og Krárfélagsins. Ljósheimar eru í eigu Þórðar Ágústssonar sem er framkvæmdastjóri beggja félaga.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×