Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Jakob Bjarnar skrifar 28. júlí 2016 13:23 Allt bendir til þess að Ásmundur stefni á að leiða lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Niðurstaða nýrrar könnunar sem MMR lét gera, þar sem meðal annars er spurt um stuðning við Ásmund Friðriksson gefur þingmanninum byr undir báða vængi. „Jú, ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Vandamálið er að það hefði mátt vera meiri þátttaka en þetta eru vísbendingar sem maður getur verið þakklátur fyrir,“ segir Ásmundur. Stuðningsmenn Ásmundar gengust fyrir könnuninni og Vísi er ekki kunnugt um helstu niðurstöður, en Ásmundur segir að nú sé verið að fara yfir stöðuna. En, eru þetta ekki vísbendingar þess efnis að þú munir sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi? „Það eru tækifæri í því örugglega, fyrir mig, ég ætla að skoða mína stöðu. Ég er úti í Vestmannaeyjum með fjölskyldunni. Höfum ekkert farið yfir þetta, hittumst á þriðjudagsmorgun og þá fer að skýrast hvernig maður tekur á þessu.“Ragnheiður Elín. Hart er nú sótt að ráðherranum og ekki sjálfgefið að hún leiði flokkinn í Suðurkjördæmi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra var í efsta sæti lista í síðustu kosningum, en Ásmundur í því þriðja. Elliði Vignisson gaf það út nú fyrir hádegi að hann ætli ekki að fara í prófkjör. Ásmundur vill ekkert gefa út á það hvort óánægja sé með Ragnheiði Elínu sem leiðtoga í Suðurkjördæmi. En, eitt er víst að Ásmundur hefur verið ákaflega duglegur að ræða við kjósendur kjördæmisins. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ segir Ásmundur. X16 Suður Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Niðurstaða nýrrar könnunar sem MMR lét gera, þar sem meðal annars er spurt um stuðning við Ásmund Friðriksson gefur þingmanninum byr undir báða vængi. „Jú, ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Vandamálið er að það hefði mátt vera meiri þátttaka en þetta eru vísbendingar sem maður getur verið þakklátur fyrir,“ segir Ásmundur. Stuðningsmenn Ásmundar gengust fyrir könnuninni og Vísi er ekki kunnugt um helstu niðurstöður, en Ásmundur segir að nú sé verið að fara yfir stöðuna. En, eru þetta ekki vísbendingar þess efnis að þú munir sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi? „Það eru tækifæri í því örugglega, fyrir mig, ég ætla að skoða mína stöðu. Ég er úti í Vestmannaeyjum með fjölskyldunni. Höfum ekkert farið yfir þetta, hittumst á þriðjudagsmorgun og þá fer að skýrast hvernig maður tekur á þessu.“Ragnheiður Elín. Hart er nú sótt að ráðherranum og ekki sjálfgefið að hún leiði flokkinn í Suðurkjördæmi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra var í efsta sæti lista í síðustu kosningum, en Ásmundur í því þriðja. Elliði Vignisson gaf það út nú fyrir hádegi að hann ætli ekki að fara í prófkjör. Ásmundur vill ekkert gefa út á það hvort óánægja sé með Ragnheiði Elínu sem leiðtoga í Suðurkjördæmi. En, eitt er víst að Ásmundur hefur verið ákaflega duglegur að ræða við kjósendur kjördæmisins. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ segir Ásmundur.
X16 Suður Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira