„Jú, ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Vandamálið er að það hefði mátt vera meiri þátttaka en þetta eru vísbendingar sem maður getur verið þakklátur fyrir,“ segir Ásmundur.
Stuðningsmenn Ásmundar gengust fyrir könnuninni og Vísi er ekki kunnugt um helstu niðurstöður, en Ásmundur segir að nú sé verið að fara yfir stöðuna.
En, eru þetta ekki vísbendingar þess efnis að þú munir sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi?
„Það eru tækifæri í því örugglega, fyrir mig, ég ætla að skoða mína stöðu. Ég er úti í Vestmannaeyjum með fjölskyldunni. Höfum ekkert farið yfir þetta, hittumst á þriðjudagsmorgun og þá fer að skýrast hvernig maður tekur á þessu.“

„Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ segir Ásmundur.