Lífið

Svona verður stemningin á Þjóðhátíð á sunnudaginn: Rifjaðu upp brekkusönginn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta er ávallt hápunktur Þjóðhátíðar.
Þetta er ávallt hápunktur Þjóðhátíðar.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefst formlega annað kvöld en Húkkaraballið fer fram í eyjunni í kvöld.

Mörg þúsund Íslendingar eru á leiðinni til Vestmannaeyja og er veðurspáin ekkert að skemma neitt fyrir. Hápunktur Þjóðhátíðar er alltaf brekkusöngurinn á sunnudagskvöldinu. Undanfarin ár hefur Ingólfur Þórarinsson stýrt honum og gert mjög vel.

Enginn breyting verður á í ár og mun Ingólfur mæta í dalinn og gera allt vitlaust. Hér að neðan má aftur á móti rifja upp brekkusönginn frá því í fyrra þegar Ingó steig á sviðið.

Talið er að tæplega fimmtán þúsund manns hafi verið komin saman í Herjólfsdal til að skemmta sér fyrir ári síðan. Er hann hafði lokið sér af birtist maðurinn sem fann upp brekkusönginn, Árni Johnsen, og fór fyrir þjóðsöngnum. Að endingu söng Sverrir Bergmann Þjóðhátíðarlagið frá árinu 2012 en það heitir Þar sem hjartað slær. Um leið var kveikt á blysunum.

Brekkusöngurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni, FM957 og hér á Vísi og það verður upp á teninginum í ár, næstkomandi sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×