Guðmundur grillaði heilan vísund ofan í danska landsliðið Tómas þór Þórðarson skrifar 28. júlí 2016 11:30 Gummi Gumm með allt á hreinu og Niklas Landin, markvörður Dana, fylgist svangur með. mynd/skjáskot Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, grillaði heilan vísund ofan í leikmenn sína í gær og fjölskyldur þeirra er allir sem koma að liðinu áttu saman góða stund í Árósum fyrir átökin á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Guðmundur er mikill grillsérfræðingur og virðist fara létt með að grilla þessar risasteikur ofan í sína menn sem voru mættir í veisluna hjá þjálfaranum ásamt konum sínum og börnum. „Frábær vísundur frá Kanada grillaður af landsliðsþjálfaranum og étinn í stórum skömmtum. Nú erum við klárir fyrir Ríó 2016,“ segir Guðmundur á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir stutt myndband af sér að grilla vísundarsteikurnar. Það þurfti væntanlega ekkert minna en vísund til að fæða beljaka á borð við Henrik Toft-Hansen, Jesper Nöddesbo, Mikkel Hansen og félaga í danska landsliðinu sem ætla sér stóra hluti á Ólympíuleikunum. Smá pressa er á Guðmundi eftir úrslitin á síðustu tveimur stórmótum sem voru hans fyrstu sem þjálfari danska liðsins. Hann tapaði fyrir Spáni í átta liða úrslitum HM 2015 í Katar og hafnaði þar í fimmta sæti. Á EM í Póllandi í byrjun árs spilaði Danmörk svo um fimmta sætið og tapaði fyrir Frökkum en vonbrigði voru fyrir danska liðið að komast ekki í undanúrslit á hvorugu mótinu. Dönsku strákarnir eru með Frökkum, Króötum, Túnis, Katar og Argentínu í riðli á Ólympíuleikunum. Guðmundur fór á síðustu þrenna Ólympíuleika sem þjálfari Íslands og náði best öðru sæti í Peking 2008 eins og frægt er orðið hér heima. Fyrsti leikur Dana verður gegn Argentínu 7. ágúst. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, grillaði heilan vísund ofan í leikmenn sína í gær og fjölskyldur þeirra er allir sem koma að liðinu áttu saman góða stund í Árósum fyrir átökin á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Guðmundur er mikill grillsérfræðingur og virðist fara létt með að grilla þessar risasteikur ofan í sína menn sem voru mættir í veisluna hjá þjálfaranum ásamt konum sínum og börnum. „Frábær vísundur frá Kanada grillaður af landsliðsþjálfaranum og étinn í stórum skömmtum. Nú erum við klárir fyrir Ríó 2016,“ segir Guðmundur á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir stutt myndband af sér að grilla vísundarsteikurnar. Það þurfti væntanlega ekkert minna en vísund til að fæða beljaka á borð við Henrik Toft-Hansen, Jesper Nöddesbo, Mikkel Hansen og félaga í danska landsliðinu sem ætla sér stóra hluti á Ólympíuleikunum. Smá pressa er á Guðmundi eftir úrslitin á síðustu tveimur stórmótum sem voru hans fyrstu sem þjálfari danska liðsins. Hann tapaði fyrir Spáni í átta liða úrslitum HM 2015 í Katar og hafnaði þar í fimmta sæti. Á EM í Póllandi í byrjun árs spilaði Danmörk svo um fimmta sætið og tapaði fyrir Frökkum en vonbrigði voru fyrir danska liðið að komast ekki í undanúrslit á hvorugu mótinu. Dönsku strákarnir eru með Frökkum, Króötum, Túnis, Katar og Argentínu í riðli á Ólympíuleikunum. Guðmundur fór á síðustu þrenna Ólympíuleika sem þjálfari Íslands og náði best öðru sæti í Peking 2008 eins og frægt er orðið hér heima. Fyrsti leikur Dana verður gegn Argentínu 7. ágúst.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti