Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2016 19:15 Í dag er slétt vika þar til nýr forseti tekur við embætti forseta Íslands. Verkefnahópur vinnur hörðum höndum við að undirbúa innsetningarathöfnina sem fer fram á frídegi verslunarmanna. Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. Verkefnahópur undir forystu forsætisráðuneytisins fundar stíft þessa dagana og í dag var verið að fara yfir öll helstu atriði er varða athöfnina í dómkirkjunni og svo í alþingishúsinu síðar sama dag. „Hann gengur mjög vel. Þetta hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda og það verður ekki mikið frí og ekkert um verslunarmannahelgina. Engin brekkusöngur hjá þessum hópi vegna þess að þessu sinni ber innsetninguna upp á mánudag, frídegi verslunarmanna, 1. ágúst,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.Tæplega 250 gestir Innsetningarathöfn forseta Íslands hefst í Dómkirkjunni klukkan 15:30 næstkomandi mánudag. Guðni Th. Jóhannesson tekur svo við embætti forseta Íslands í alþinginshúsinu rétt uppúr klukkan fjögur. „Þetta eru tæplega 250 gestir. Flestir eru íslendingar samkvæmt hefðbundnum lista. Síðan eru fulltrúar 15 erlendra ríkja, það er að segja sendiherrar“ Embættistaka forseta Íslands hefur frá upphafi verið nokkuð hefðbundin og formföst en í ár eru gerðar nokkar breytingar. „Það er ekki lengur gerð sú krafa að allir karlmenn sem boðið er til athafnarinnar klæðist kjólfötum og jafnframt er ekki óskað eftir því að borin séu heiðursmerki og orður.“Nýr forseti setur mark sitt á athöfnina „Við fórum meðal annars yfir hluti eins og lagaval. Hann velur sem sagt bæði tónlist í kirkjunni og í þinghúsinu.“ Lögin sem tilvonandi forseti hefur valið eru Lífsbókin sem verður í flutningi Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur og „Þótt þú langförull legðir“ sem verður í flutningi Bergþórs Pálssonar. Nýr forseti og fjölskylda hans koma til með að setjast að á Bessastöðum og vegna fjölskylduhaga þarf að gera breytingar þar. „Það er teymi sem hefur verið að vinna að því. Meðal annars höfum við leitað til verkfræðistofu og svo framvegis þannig að það er líka heilmikið verkefni og við viljum tryggja að nýr forseti getið búið vel á Bessastöðum.“Er Guðni tilbúinn? „Já hann er tilbúinn.“ segir Ragnhildur að lokum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Í dag er slétt vika þar til nýr forseti tekur við embætti forseta Íslands. Verkefnahópur vinnur hörðum höndum við að undirbúa innsetningarathöfnina sem fer fram á frídegi verslunarmanna. Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. Verkefnahópur undir forystu forsætisráðuneytisins fundar stíft þessa dagana og í dag var verið að fara yfir öll helstu atriði er varða athöfnina í dómkirkjunni og svo í alþingishúsinu síðar sama dag. „Hann gengur mjög vel. Þetta hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda og það verður ekki mikið frí og ekkert um verslunarmannahelgina. Engin brekkusöngur hjá þessum hópi vegna þess að þessu sinni ber innsetninguna upp á mánudag, frídegi verslunarmanna, 1. ágúst,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.Tæplega 250 gestir Innsetningarathöfn forseta Íslands hefst í Dómkirkjunni klukkan 15:30 næstkomandi mánudag. Guðni Th. Jóhannesson tekur svo við embætti forseta Íslands í alþinginshúsinu rétt uppúr klukkan fjögur. „Þetta eru tæplega 250 gestir. Flestir eru íslendingar samkvæmt hefðbundnum lista. Síðan eru fulltrúar 15 erlendra ríkja, það er að segja sendiherrar“ Embættistaka forseta Íslands hefur frá upphafi verið nokkuð hefðbundin og formföst en í ár eru gerðar nokkar breytingar. „Það er ekki lengur gerð sú krafa að allir karlmenn sem boðið er til athafnarinnar klæðist kjólfötum og jafnframt er ekki óskað eftir því að borin séu heiðursmerki og orður.“Nýr forseti setur mark sitt á athöfnina „Við fórum meðal annars yfir hluti eins og lagaval. Hann velur sem sagt bæði tónlist í kirkjunni og í þinghúsinu.“ Lögin sem tilvonandi forseti hefur valið eru Lífsbókin sem verður í flutningi Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur og „Þótt þú langförull legðir“ sem verður í flutningi Bergþórs Pálssonar. Nýr forseti og fjölskylda hans koma til með að setjast að á Bessastöðum og vegna fjölskylduhaga þarf að gera breytingar þar. „Það er teymi sem hefur verið að vinna að því. Meðal annars höfum við leitað til verkfræðistofu og svo framvegis þannig að það er líka heilmikið verkefni og við viljum tryggja að nýr forseti getið búið vel á Bessastöðum.“Er Guðni tilbúinn? „Já hann er tilbúinn.“ segir Ragnhildur að lokum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira