Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2016 07:00 Kvartanir berast vegna yfirfullra sorptunna í Reykjavík. vísir/Anton brink Sorpmagn hefur aukist milli ára. Aukningin er um það bil tíu prósent á blönduðum úrgangi og um tuttugu prósent á framkvæmdaúrgangi frá því á sama tímabili í fyrra. „Júlí er oft annasamur mánuður en þær tölur sem við erum með sýna aukningu,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Tölurnar eiga við sorp á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Sorphirðu Reykjavíkur hafa þó nokkrar kvartanir borist undanfarið vegna yfirfullra ruslatunna í borginni. „Meira fólki fylgir auðvitað meira rusl og ég hef það á tilfinningunni að aukningin sé meðal annars vegna heimagistingar ferðamanna,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkurborgar. Sigríður bætir við að eðlilegt sé að sorpmagn aukist í borginni miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem gista í heimahúsum þessa dagana. „Við getum auðvitað ekki staðhæft að þetta sé vegna þeirra en við höfum það á tilfinningunni og heyrum það á íbúum,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar gefur auga leið að ef fólk er að leigja út til ferðamanna þá þurfi það að fá sér fleiri ruslatunnur. „Leiðin til að bregðast við er að fá sér fleiri ílát eftir þörfum. Einnig þurfa íbúðareigendur að fræða og upplýsa gesti sína um það hvaða flokkun sé til staðar og hvað megi setja í ílátin,“ segir Sigríður. Guðmundur Tryggvi tekur undir þetta og segir að klárlega hafi fleiri íbúðir í útleigu áhrif á úrgangsmagn meðal annarra þátta. „Þegar það er mikil aukning á skömmum tíma verður maður að spyrja sig hvað sé í gangi,“ segir Guðmundur Tryggvi en varðandi flokkun á rusli þætti honum langeðlilegast að þeir sem leigja út íbúðir sínar ættu að upplýsa og fræða ferðamenn um flokkunina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Sorpmagn hefur aukist milli ára. Aukningin er um það bil tíu prósent á blönduðum úrgangi og um tuttugu prósent á framkvæmdaúrgangi frá því á sama tímabili í fyrra. „Júlí er oft annasamur mánuður en þær tölur sem við erum með sýna aukningu,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Tölurnar eiga við sorp á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Sorphirðu Reykjavíkur hafa þó nokkrar kvartanir borist undanfarið vegna yfirfullra ruslatunna í borginni. „Meira fólki fylgir auðvitað meira rusl og ég hef það á tilfinningunni að aukningin sé meðal annars vegna heimagistingar ferðamanna,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkurborgar. Sigríður bætir við að eðlilegt sé að sorpmagn aukist í borginni miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem gista í heimahúsum þessa dagana. „Við getum auðvitað ekki staðhæft að þetta sé vegna þeirra en við höfum það á tilfinningunni og heyrum það á íbúum,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar gefur auga leið að ef fólk er að leigja út til ferðamanna þá þurfi það að fá sér fleiri ruslatunnur. „Leiðin til að bregðast við er að fá sér fleiri ílát eftir þörfum. Einnig þurfa íbúðareigendur að fræða og upplýsa gesti sína um það hvaða flokkun sé til staðar og hvað megi setja í ílátin,“ segir Sigríður. Guðmundur Tryggvi tekur undir þetta og segir að klárlega hafi fleiri íbúðir í útleigu áhrif á úrgangsmagn meðal annarra þátta. „Þegar það er mikil aukning á skömmum tíma verður maður að spyrja sig hvað sé í gangi,“ segir Guðmundur Tryggvi en varðandi flokkun á rusli þætti honum langeðlilegast að þeir sem leigja út íbúðir sínar ættu að upplýsa og fræða ferðamenn um flokkunina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira