Heimir: Þurfum að taka frumkvæðið í leiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2016 12:30 Heimir vill sjá sína menn leysa pressu Dundalk betur. vísir/pjetur FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Kaplakrika í kvöld.Staðan eftir fyrri leikinn ytra er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: FH ætlar að styrkja sig í glugganum „Við þurfum að spila vel og vera agaðir í varnarleik okkar. Við erum með frumkvæðið í einvíginu eftir útivallarmarkið hjá Lennon og við þurfum að taka frumkvæðið í leiknum í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi í gær. „Við réðum ekki alveg nógu vel við pressuna sem þeir settu á okkur fyrri leiknum á köflum og þurfum að leysa hana betur og halda boltanum betur innan liðsins.“ FH-ingar eru þrautreyndir í Evrópukeppnum en þeir hafa verið samfleytt í Evrópukeppni frá árinu 2004. En hvaða hafa þeir lært af þátttökunni undanfarin ár? „Við höfum lært margt og sýnt að þegar það er vandað til verksins og undirbúningurinn góður, þá er hægt að ná góðum árangri. Og við þurfum að gera það á morgun [í dag] því við viljum að sjálfsögðu fara áfram,“ sagði Heimir.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Komist FH áfram spilar liðið a.m.k. fjóra Evrópuleiki til viðbótar. Í næstu umferð Meistaradeildarinnar bíða gamlir kunningjar, BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, sem FH hefur tvisvar sinnum mætt áður. „Ég hef þrisvar sinnum farið þarna. Við fórum þangað fyrst 2007 og svo 2010 og svo fór ég einu sinni og njósnaði um þá,“ sagði Heimir um Íslandsvinina í BATE. „Þá voru þeir með frábært lið sem var reglulega í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. En þeir eru, án þess að ég sé búinn að kynna mér það neitt sérstaklega, ekki eins sterkir í dag. Ef við klárum Dundalk held ég að við eigum góða möguleika á móti BATE. Ef þeir sem stjórna klúbbnum setja saman þokkalegt ferðalag er ég bjartsýnn,“ bætti þjálfarinn við.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Kaplakrika í kvöld.Staðan eftir fyrri leikinn ytra er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: FH ætlar að styrkja sig í glugganum „Við þurfum að spila vel og vera agaðir í varnarleik okkar. Við erum með frumkvæðið í einvíginu eftir útivallarmarkið hjá Lennon og við þurfum að taka frumkvæðið í leiknum í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi í gær. „Við réðum ekki alveg nógu vel við pressuna sem þeir settu á okkur fyrri leiknum á köflum og þurfum að leysa hana betur og halda boltanum betur innan liðsins.“ FH-ingar eru þrautreyndir í Evrópukeppnum en þeir hafa verið samfleytt í Evrópukeppni frá árinu 2004. En hvaða hafa þeir lært af þátttökunni undanfarin ár? „Við höfum lært margt og sýnt að þegar það er vandað til verksins og undirbúningurinn góður, þá er hægt að ná góðum árangri. Og við þurfum að gera það á morgun [í dag] því við viljum að sjálfsögðu fara áfram,“ sagði Heimir.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Komist FH áfram spilar liðið a.m.k. fjóra Evrópuleiki til viðbótar. Í næstu umferð Meistaradeildarinnar bíða gamlir kunningjar, BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, sem FH hefur tvisvar sinnum mætt áður. „Ég hef þrisvar sinnum farið þarna. Við fórum þangað fyrst 2007 og svo 2010 og svo fór ég einu sinni og njósnaði um þá,“ sagði Heimir um Íslandsvinina í BATE. „Þá voru þeir með frábært lið sem var reglulega í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. En þeir eru, án þess að ég sé búinn að kynna mér það neitt sérstaklega, ekki eins sterkir í dag. Ef við klárum Dundalk held ég að við eigum góða möguleika á móti BATE. Ef þeir sem stjórna klúbbnum setja saman þokkalegt ferðalag er ég bjartsýnn,“ bætti þjálfarinn við.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn