Öryggismál í ólestri þegar minna en vika er í leikana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. júlí 2016 19:56 Minna en vika er í að Ólympíuleikarnir verði settir. vísir/nordic photos Brasilíska dómsmálaráðuneytið hefur rift samkomulagi við öryggisfyrirtæki sem sjá um átti öll öryggismál fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Minna en vika er þar til leikarnir hefjast. AFP segir frá. Það er nokkuð auðséð hví ráðuneytið greip til þessa. Fyrirtækinu hafði verið falið að ráða 3.400 öryggisverði en hefur sem stendur aðeins fimmhundruð á sínum snærum. Öryggisverðirnir áttu til að mynda að vakta alla innganga á keppnissvæði leikanna og manna málmleitarhlið. Stefnt er að því að sömu gegnumlýsingartæki og málmleitarhlið verði mönnum af lögreglumönnum. Þar er um að ræða sömu lögreglumenn og hafa staðið í kjarabaráttu undanfarna daga. Þeir hafa meðal annars kvartað undan bágum kjörum og að fjársýslunni gangi illa að greiða út laun á tilsettum tíma. Þetta er nýjasta vandamálið af fjölmörgum sem hafa komið upp á síðustu dögum og vikum. Fyrir skemmstu þurfti að taka hluta ólympíuþorpsins í gegn eftir að kvartað var undan aðstæðum þar. Talið er að óánægðir verkamenn hafi þar valdið skemmdarverkum til að láta óánægju sína í ljós. Átta íslenskir keppendur munu taka þátt á Ólympíuleikunum. Það eru kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir, júdókappinn Þormóður Jónsson og fimleikakonan Irina Sazonova. Þá munu Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn McKee öll stinga sér til sunds á leikunum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. 28. júlí 2016 12:30 Engir pokémonar í Ríó Tölvuleikurinn Pokémon Go hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikurnar en þar reynir fólk að fanga pokémona og þjálfa þá. 1. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Sjá meira
Brasilíska dómsmálaráðuneytið hefur rift samkomulagi við öryggisfyrirtæki sem sjá um átti öll öryggismál fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Minna en vika er þar til leikarnir hefjast. AFP segir frá. Það er nokkuð auðséð hví ráðuneytið greip til þessa. Fyrirtækinu hafði verið falið að ráða 3.400 öryggisverði en hefur sem stendur aðeins fimmhundruð á sínum snærum. Öryggisverðirnir áttu til að mynda að vakta alla innganga á keppnissvæði leikanna og manna málmleitarhlið. Stefnt er að því að sömu gegnumlýsingartæki og málmleitarhlið verði mönnum af lögreglumönnum. Þar er um að ræða sömu lögreglumenn og hafa staðið í kjarabaráttu undanfarna daga. Þeir hafa meðal annars kvartað undan bágum kjörum og að fjársýslunni gangi illa að greiða út laun á tilsettum tíma. Þetta er nýjasta vandamálið af fjölmörgum sem hafa komið upp á síðustu dögum og vikum. Fyrir skemmstu þurfti að taka hluta ólympíuþorpsins í gegn eftir að kvartað var undan aðstæðum þar. Talið er að óánægðir verkamenn hafi þar valdið skemmdarverkum til að láta óánægju sína í ljós. Átta íslenskir keppendur munu taka þátt á Ólympíuleikunum. Það eru kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir, júdókappinn Þormóður Jónsson og fimleikakonan Irina Sazonova. Þá munu Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn McKee öll stinga sér til sunds á leikunum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. 28. júlí 2016 12:30 Engir pokémonar í Ríó Tölvuleikurinn Pokémon Go hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikurnar en þar reynir fólk að fanga pokémona og þjálfa þá. 1. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Sjá meira
Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. 28. júlí 2016 12:30
Engir pokémonar í Ríó Tölvuleikurinn Pokémon Go hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikurnar en þar reynir fólk að fanga pokémona og þjálfa þá. 1. ágúst 2016 06:00