Sérstakt pokagjald hefur dregið gríðarlega úr plastpokanotkun Breta Atli Ísleifsson skrifar 30. júlí 2016 17:00 Betur má ef duga skal, segir breski umhverfisráðherrann. Vísir/Getty Verulega hefur dregið úr plastpokanotkun Breta eftir að yfirvöld komu á sérstöku plastpokagjaldi, sem samsvarar um sex krónum á hvern plastpoka, hjá stóru verslunarkeðjunum síðastliðið haust. Samkvæmt upplýsingum frá breskum stjórnvöldum hefur kaup á plastpokum dregist saman um 85 prósent á tímabilinu frá því að gjaldinu var komið á í október. Breskir neytendur fóru heim með rúmlega 500 milljónum plastpoka úr verslunum sjö stærstu verslunarkeðja landsins á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við um sjö milljarða poka á árinu 2014. Umhverfisráðuneyti landsins gerir ráð fyrir að allt stefni í að hægt sé að spara um sex milljarða plastpoka í landinu í á árinu vegna aðgerðarinnar. Umhverfisráðherrann Therese Coffey segir að þetta sýni að með því sem virðast vera smávægilegar aðgerðir sé hægt að gera miklar breytingar. Hún leggur þó áherslu á að ekki megi sofna á verðinum. „Við verðum alltaf að gera meira til að draga úr losun úrgangs og endurvinna það sem við nýtum,“ segir Coffey í samtali við Guardian. Gjaldið var sett á alla þá poka sem neytendur fá í fyrirtækjum sem eru með að minnsta kosti 250 starfsmenn og á því ekki við smærri verslanir. Markmiðið með átakinu var að draga úr plastnotkun og vernda dýralíf, sér í lagi fiska, þar sem mikið magn plasts endar í hafinu. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Verulega hefur dregið úr plastpokanotkun Breta eftir að yfirvöld komu á sérstöku plastpokagjaldi, sem samsvarar um sex krónum á hvern plastpoka, hjá stóru verslunarkeðjunum síðastliðið haust. Samkvæmt upplýsingum frá breskum stjórnvöldum hefur kaup á plastpokum dregist saman um 85 prósent á tímabilinu frá því að gjaldinu var komið á í október. Breskir neytendur fóru heim með rúmlega 500 milljónum plastpoka úr verslunum sjö stærstu verslunarkeðja landsins á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við um sjö milljarða poka á árinu 2014. Umhverfisráðuneyti landsins gerir ráð fyrir að allt stefni í að hægt sé að spara um sex milljarða plastpoka í landinu í á árinu vegna aðgerðarinnar. Umhverfisráðherrann Therese Coffey segir að þetta sýni að með því sem virðast vera smávægilegar aðgerðir sé hægt að gera miklar breytingar. Hún leggur þó áherslu á að ekki megi sofna á verðinum. „Við verðum alltaf að gera meira til að draga úr losun úrgangs og endurvinna það sem við nýtum,“ segir Coffey í samtali við Guardian. Gjaldið var sett á alla þá poka sem neytendur fá í fyrirtækjum sem eru með að minnsta kosti 250 starfsmenn og á því ekki við smærri verslanir. Markmiðið með átakinu var að draga úr plastnotkun og vernda dýralíf, sér í lagi fiska, þar sem mikið magn plasts endar í hafinu.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira