Franska handboltalandsliðið sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Katar í dag.
Frakkar leiddu í hálfleik, 16-13, en þeir settu fótinn á bensínið í seinni hálfleik. Gjörsamlegu keyrðu yfir Katarana og unnu ótrúlegan stórsigur, 35-20.
Frakkar því búnir að vinna báða leiki sína á mótinu en Katarar fengu skell eftir frábæran sigur á Króatíu í fyrsta leik.
Luc Abalo var markahæstur í franska liðinu með sjö mörk. Nikola Karabatic skoraði fimm sem og Mathieu Grebille.
Marko Bagaric og Rafael Capote skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Katar.
Frakkarnir gengu yfir Katara í síðari hálfleik
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn