Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 22:35 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í æfingu á jafnvægisslá í kvöld. Vísir/Anton Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. Hún keppir fyrir Holland þar sem hún hefur búið alla sína ævi en hún á íslenska foreldra sem fluttu á sinum tíma út til Hollands. Eyþóra er í áttunda sæti nú þegar aðeins einn hópur á eftir að keppa í undankeppninni í fjölþraut kvenna. Það eru ekki nógu margar sem eiga eftir að keppa til að ýta henni niður fyrir 24. sæti. Sætið hennar er því öruggt. Þetta var frábært kvöld hjá Eyþóru í úrslitum í fjölþraut kvenna en hún fékk samtals 57.566 stig fyrir æfingar sínar. Allt gekk nánast upp hjá henni fyrir utan lítið fall í lok gólfæfinganna. Eyþóra Elísabet, sem talar fína íslensku var líka ánægð í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. „Þetta var alveg yndislegt kvöld. Auðvitað kom þetta litla fall á gólfinu en maður gleymir því ég er kominn í úrslit í fjölþraut og geta því bætt fyrir þetta þar. Þetta var mjög gaman," sagði Eyþóra eftir keppnina í kvöld. En hvað þýddi fallið á gólfinu, fór þar kannski möguleikinn á að komast í úrslitin á gólfinu. „Ég átti kannski möguleika þar en það hefði ekki komið í ljós fyrr en eftir að öll keppnin klárast. Þá kæmi í ljós hvort að einkunn mín með einum heilum meira hefði verið nóg til að koma mér í úrslitin þar eða ekki," sagði Eyþóra. Eyþór fékk 13.633 í einkunn fyrir gólfið en það var dreginn einn heill frá þeirri einkunn af því að hún datt. „Vonandi ekki því þá líður mér aðeins betur. Ég er komin í ein úrslit og kannski kemst hollenska liðið í úrslit líka þannig að þetta er alveg yndislegt," sagði Eyþóra. „Það verður núna að spennandi að sjá hvort við komust líka í úrslitin í liðakeppninni," sagði Eyþóra. Holland er eins og er í sjöunda sæti en átta efstu liðin komast áfram. Þetta verður því tæpt. Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþrautinni en Eyþóra Elísabet keppir til úrslita í fjölþrautinni á fimmtudagskvöldið. Komist hollenska liðið í úrslit verða þau á þriðjudagskvöldið. Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. Hún keppir fyrir Holland þar sem hún hefur búið alla sína ævi en hún á íslenska foreldra sem fluttu á sinum tíma út til Hollands. Eyþóra er í áttunda sæti nú þegar aðeins einn hópur á eftir að keppa í undankeppninni í fjölþraut kvenna. Það eru ekki nógu margar sem eiga eftir að keppa til að ýta henni niður fyrir 24. sæti. Sætið hennar er því öruggt. Þetta var frábært kvöld hjá Eyþóru í úrslitum í fjölþraut kvenna en hún fékk samtals 57.566 stig fyrir æfingar sínar. Allt gekk nánast upp hjá henni fyrir utan lítið fall í lok gólfæfinganna. Eyþóra Elísabet, sem talar fína íslensku var líka ánægð í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. „Þetta var alveg yndislegt kvöld. Auðvitað kom þetta litla fall á gólfinu en maður gleymir því ég er kominn í úrslit í fjölþraut og geta því bætt fyrir þetta þar. Þetta var mjög gaman," sagði Eyþóra eftir keppnina í kvöld. En hvað þýddi fallið á gólfinu, fór þar kannski möguleikinn á að komast í úrslitin á gólfinu. „Ég átti kannski möguleika þar en það hefði ekki komið í ljós fyrr en eftir að öll keppnin klárast. Þá kæmi í ljós hvort að einkunn mín með einum heilum meira hefði verið nóg til að koma mér í úrslitin þar eða ekki," sagði Eyþóra. Eyþór fékk 13.633 í einkunn fyrir gólfið en það var dreginn einn heill frá þeirri einkunn af því að hún datt. „Vonandi ekki því þá líður mér aðeins betur. Ég er komin í ein úrslit og kannski kemst hollenska liðið í úrslit líka þannig að þetta er alveg yndislegt," sagði Eyþóra. „Það verður núna að spennandi að sjá hvort við komust líka í úrslitin í liðakeppninni," sagði Eyþóra. Holland er eins og er í sjöunda sæti en átta efstu liðin komast áfram. Þetta verður því tæpt. Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþrautinni en Eyþóra Elísabet keppir til úrslita í fjölþrautinni á fimmtudagskvöldið. Komist hollenska liðið í úrslit verða þau á þriðjudagskvöldið.
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01
Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00