Hér fæ ég að vera skaparinn og ráða lífi og dauða Magnús Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2016 10:30 Unnur Birna Karlsdóttir, höfundur skáldsögunnar Ævintýri um dauðann og saga af venjulegu fólki sem kom út í vikunni. Visir/GVA Ævintýri um dauðann og saga af venjulegu fólki er ný skáldsaga eftir Unni Birnu Karlsdóttur. Þetta er önnur skáldsaga Unnar Birnu en fyrri bók hennar, Það kemur alltaf nýr dagur, kom út árið 2012 og naut umtalsverðra vinsælda. Í nýrri skáldsögu Unnar Birnu segir frá dauðsfalli ungs manns af slysförum og þeim missi og þeirri sorg sem eftirlifandi eiginkona og sonur takast á við í kjölfarið. Það sem er sérstakt við söguna er sjónarhornið en sögumaður er hinn látni fjölskyldufaðir og um það segir Unnur Birna: „Að segja söguna með þessum hætti er eitthvað sem bara kom í huga mér. Þetta er einfaldlega hin hliðin á lífinu. Þessi sem við vitum ekkert um, sem betur fer kannski, en er alltaf þarna hinumegin við hornið. En aðallega er þetta nú skáldsaga um lífið, mannleg samskipti og verðmæti lífsins, mikilvægi vináttunnar og afl ástarinnar og hvernig okkar nánustu, vinir og fjölskylda móta veruleikann sem við lifum í, og okkur sjálf sem einstaklinga, hugmyndir okkar og sjálfsmynd. Þetta er líka saga um hvað lífið er dýrmætt og hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fara vel með það því það getur tekið okkur aðeins eitt augnablik að missa það.Tölum lítið um dauðann En eins og kemur fram í titli skáldsögunnar þá er þetta ævintýri, ímyndaður heimur, og framsetningin er þannig að mér fannst rétt að leggja áherslu á þennan þátt, þ.e. að hér er ímyndunaraflið það eina sem við höfum við að styðjast þegar við reynum að sjá fyrir hvað tekur við eftir dauðann, ef þá eitthvað tekur yfirleitt við, sem er svo annað mál og mjög umdeilt eins og við þekkjum. En maðurinn vill samt margur hver sjá fyrir sér að það sé eins konar framhald eftir jarðlífið. Við höfum kennisetningar trúarbragðanna um líf og dauða en erum engu að síður litlu nær í rauninni og þess vegna er pæling skáldsögunnar að spyrja þeirrar spurningar hvort ímyndunaraflið sé ekki jafn réttmæt leið til að hugsa og tala um hvað við sjáum fyrir okkur varðandi dauðann og kennisetningarnar enda eins og þessi skáldsaga bendir á þá er venjulegt fólk ekkert með kennisetningar trúarinnar á hreinu og ekki endilega sammála þeim í öllu, eða þá efast í ýmsu, auk þess sem við erum svo upptekin af lífinu, og tökum því jafnvel sem svo sjálfsögðum hlut að við veltum svona hlutum lítið fyrir okkur dagsdaglega. Eðlilega, dauðanum fylgir sorg og hún særir djúpt þá sem eftir lifa. Og það sem ég hafði líka að leiðarljósi við ritun sögunnar er að reyndin er sú að við hugsum aldrei um dauðann og tölum mjög lítið um hann þannig að hugmyndir okkar eru svo óljósar og ómótaðar. Sjálf les ég alls konar bókmenntir, bæði fagurbókmenntir og ævintýri, og svo reyndar líka fræðirit þar sem ég er starfandi sem fræðimaður og allt hefur þetta eflaust áhrif á mann með einum eða öðrum hætti.“Ræturnar alltaf með okkur Unnur Birna er með doktorspróf í sagnfræði og starfar að rannsóknum á sögu hreindýra á Íslandi. Hún er búsett í Fellabæ á Fljótsdalshéraði og hún þvertekur nú ekki fyrir það að nálægðin við náttúruna og áhuginn á henni hafi talsverð áhrif á hana sem höfund. „Ég held að í þessari sögu sem um ræðir hafi náttúran haft mikil áhrif. Það er til að mynda ákveðin tenging persónanna við heimahagana og hvernig við tökum þá alltaf með okkur hvert sem við förum. Hvernig við tökum með okkur ræturnar og erum mótuð af landinu bæði meðvitað og ómeðvitað. Íslenskt landslag er svo mikið og magnað og með allri þeirri lífsbaráttu sem fylgir slíku landi þá er það auðvitað eitthvað sem mótar okkur alla ævi. En sagan gerist líka hérna í Reykjavík og það er borg þar sem fólk tekur með sér alls kyns svona. Við borgarbúar komum mörg hver víða að og það setur líka svip sinn á samfélagið.“Fæ að vera skaparinn Unnur Birna segir að það sé óneitanlega talsverður munur á því að fást við fræðistörfin og skáldskapinn. „Já, maður er bundinn af aðferðafræðinni í sagnfræðinni sem maður vinnur eftir en engu að síður er ég mikið að skrifa sem fræðimaður og með því venst maður að forma þá hugsun sem maður er að takast á við hverju sinni. En það er auðvitað miklu meira frelsi í skáldskapnum og þar er ég ekki bundin af heimildunum. Í skáldskapnum er ég að nota sköpunargáfuna, stýra og stjórna þeirri sögu sem ég er að skapa hverju sinni. Fæ að vera skaparinn mikli og ráða lífi og dauða sögupersónanna. Ég vildi að maður gæti tekið eitt og annað sem gerst hefur í mannkynssögunni og fengið að breyta því til betri vegar í stórum stíl. Fengið að vera með svona inngrip hér og þar. Það væri nú dásamlegt,“ segir Unnur Birna og hlær glaðlega.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ævintýri um dauðann og saga af venjulegu fólki er ný skáldsaga eftir Unni Birnu Karlsdóttur. Þetta er önnur skáldsaga Unnar Birnu en fyrri bók hennar, Það kemur alltaf nýr dagur, kom út árið 2012 og naut umtalsverðra vinsælda. Í nýrri skáldsögu Unnar Birnu segir frá dauðsfalli ungs manns af slysförum og þeim missi og þeirri sorg sem eftirlifandi eiginkona og sonur takast á við í kjölfarið. Það sem er sérstakt við söguna er sjónarhornið en sögumaður er hinn látni fjölskyldufaðir og um það segir Unnur Birna: „Að segja söguna með þessum hætti er eitthvað sem bara kom í huga mér. Þetta er einfaldlega hin hliðin á lífinu. Þessi sem við vitum ekkert um, sem betur fer kannski, en er alltaf þarna hinumegin við hornið. En aðallega er þetta nú skáldsaga um lífið, mannleg samskipti og verðmæti lífsins, mikilvægi vináttunnar og afl ástarinnar og hvernig okkar nánustu, vinir og fjölskylda móta veruleikann sem við lifum í, og okkur sjálf sem einstaklinga, hugmyndir okkar og sjálfsmynd. Þetta er líka saga um hvað lífið er dýrmætt og hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fara vel með það því það getur tekið okkur aðeins eitt augnablik að missa það.Tölum lítið um dauðann En eins og kemur fram í titli skáldsögunnar þá er þetta ævintýri, ímyndaður heimur, og framsetningin er þannig að mér fannst rétt að leggja áherslu á þennan þátt, þ.e. að hér er ímyndunaraflið það eina sem við höfum við að styðjast þegar við reynum að sjá fyrir hvað tekur við eftir dauðann, ef þá eitthvað tekur yfirleitt við, sem er svo annað mál og mjög umdeilt eins og við þekkjum. En maðurinn vill samt margur hver sjá fyrir sér að það sé eins konar framhald eftir jarðlífið. Við höfum kennisetningar trúarbragðanna um líf og dauða en erum engu að síður litlu nær í rauninni og þess vegna er pæling skáldsögunnar að spyrja þeirrar spurningar hvort ímyndunaraflið sé ekki jafn réttmæt leið til að hugsa og tala um hvað við sjáum fyrir okkur varðandi dauðann og kennisetningarnar enda eins og þessi skáldsaga bendir á þá er venjulegt fólk ekkert með kennisetningar trúarinnar á hreinu og ekki endilega sammála þeim í öllu, eða þá efast í ýmsu, auk þess sem við erum svo upptekin af lífinu, og tökum því jafnvel sem svo sjálfsögðum hlut að við veltum svona hlutum lítið fyrir okkur dagsdaglega. Eðlilega, dauðanum fylgir sorg og hún særir djúpt þá sem eftir lifa. Og það sem ég hafði líka að leiðarljósi við ritun sögunnar er að reyndin er sú að við hugsum aldrei um dauðann og tölum mjög lítið um hann þannig að hugmyndir okkar eru svo óljósar og ómótaðar. Sjálf les ég alls konar bókmenntir, bæði fagurbókmenntir og ævintýri, og svo reyndar líka fræðirit þar sem ég er starfandi sem fræðimaður og allt hefur þetta eflaust áhrif á mann með einum eða öðrum hætti.“Ræturnar alltaf með okkur Unnur Birna er með doktorspróf í sagnfræði og starfar að rannsóknum á sögu hreindýra á Íslandi. Hún er búsett í Fellabæ á Fljótsdalshéraði og hún þvertekur nú ekki fyrir það að nálægðin við náttúruna og áhuginn á henni hafi talsverð áhrif á hana sem höfund. „Ég held að í þessari sögu sem um ræðir hafi náttúran haft mikil áhrif. Það er til að mynda ákveðin tenging persónanna við heimahagana og hvernig við tökum þá alltaf með okkur hvert sem við förum. Hvernig við tökum með okkur ræturnar og erum mótuð af landinu bæði meðvitað og ómeðvitað. Íslenskt landslag er svo mikið og magnað og með allri þeirri lífsbaráttu sem fylgir slíku landi þá er það auðvitað eitthvað sem mótar okkur alla ævi. En sagan gerist líka hérna í Reykjavík og það er borg þar sem fólk tekur með sér alls kyns svona. Við borgarbúar komum mörg hver víða að og það setur líka svip sinn á samfélagið.“Fæ að vera skaparinn Unnur Birna segir að það sé óneitanlega talsverður munur á því að fást við fræðistörfin og skáldskapinn. „Já, maður er bundinn af aðferðafræðinni í sagnfræðinni sem maður vinnur eftir en engu að síður er ég mikið að skrifa sem fræðimaður og með því venst maður að forma þá hugsun sem maður er að takast á við hverju sinni. En það er auðvitað miklu meira frelsi í skáldskapnum og þar er ég ekki bundin af heimildunum. Í skáldskapnum er ég að nota sköpunargáfuna, stýra og stjórna þeirri sögu sem ég er að skapa hverju sinni. Fæ að vera skaparinn mikli og ráða lífi og dauða sögupersónanna. Ég vildi að maður gæti tekið eitt og annað sem gerst hefur í mannkynssögunni og fengið að breyta því til betri vegar í stórum stíl. Fengið að vera með svona inngrip hér og þar. Það væri nú dásamlegt,“ segir Unnur Birna og hlær glaðlega.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira