Verk eftir Atla Heimi, Grieg og Trónd Bogason Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 09:30 "Við Hallveig höfum hist nokkrum sinnum áður og mússíserað en þá með öðrum,“ segir Jóhannes. Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum, koma fram á tónleikum í Arctic Concerts röðinni í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30. Þar flytja þau blandaða efnisskrá norrænna sönglaga. „Ég kom til landsins í gær (fyrradag) til að spila með Hallveigu. Við höfum hist nokkrum sinnum og mússíserað en þá með öðrum, til dæmis í jólaóratóríunni Messíasi. Nú ákváðum við að vera bara tvö,“ segir Jóhannes Andreasen píanóleikari. Jóhannes er færeyskur en talar lýtalausa íslensku. „Ég bjó hér í nokkur ár og kenndi við tónlistarskóla, aðallega í Kópavogi. Það var fyrir tuttugu árum en ég hef reynt að halda tungumálinu við,“ útskýrir hann og fer svo nokkrum orðum um efnisskrá tónleikanna í kvöld. „Við völdum að flytja tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson og Grieg og svo spila ég líka eitt fjögurra mínútna píanóverk eftir Færeyinginn Trónd Bogason, manninn hennar Eivarar Pálsdóttur og nánasta samstarfsmann, svo þetta verður norrænt prógramm.“ Jóhannes fer lofsamlegum orðum um tónlist Atla Heimis, segir hana skemmtilega og vel skrifaða. „Ég hef oft áður spilað lög eftir Atla Heimi en ekki þau sem við flytjum núna.“ Jóhannes starfar bæði við kennslu og tónleikahald í Færeyjum. Kveðst þó ekki fastur í neinni hljómsveit þar, enda ekki sinfóníuhljómsveit þar sem starfar allt árið. „En ég spila yfirleitt með þegar settar eru saman sveitir, hvort sem það eru sinfóníu- eða kammersveitir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst 2016. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum, koma fram á tónleikum í Arctic Concerts röðinni í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30. Þar flytja þau blandaða efnisskrá norrænna sönglaga. „Ég kom til landsins í gær (fyrradag) til að spila með Hallveigu. Við höfum hist nokkrum sinnum og mússíserað en þá með öðrum, til dæmis í jólaóratóríunni Messíasi. Nú ákváðum við að vera bara tvö,“ segir Jóhannes Andreasen píanóleikari. Jóhannes er færeyskur en talar lýtalausa íslensku. „Ég bjó hér í nokkur ár og kenndi við tónlistarskóla, aðallega í Kópavogi. Það var fyrir tuttugu árum en ég hef reynt að halda tungumálinu við,“ útskýrir hann og fer svo nokkrum orðum um efnisskrá tónleikanna í kvöld. „Við völdum að flytja tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson og Grieg og svo spila ég líka eitt fjögurra mínútna píanóverk eftir Færeyinginn Trónd Bogason, manninn hennar Eivarar Pálsdóttur og nánasta samstarfsmann, svo þetta verður norrænt prógramm.“ Jóhannes fer lofsamlegum orðum um tónlist Atla Heimis, segir hana skemmtilega og vel skrifaða. „Ég hef oft áður spilað lög eftir Atla Heimi en ekki þau sem við flytjum núna.“ Jóhannes starfar bæði við kennslu og tónleikahald í Færeyjum. Kveðst þó ekki fastur í neinni hljómsveit þar, enda ekki sinfóníuhljómsveit þar sem starfar allt árið. „En ég spila yfirleitt með þegar settar eru saman sveitir, hvort sem það eru sinfóníu- eða kammersveitir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst 2016.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira