Stranger Things er löðrandi í skírskotunum í þekktar kvikmyndir og hér er búið að setja þær allar saman Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2016 14:45 Goonies eða E.T.? Neibb, Stranger Things. Bandaríska þáttaröðin Stranger Things hefur verið afar umtöluð á samfélagsmiðlum eftir að hún var frumsýnd á efnisveitu Netflix um miðjan síðasta mánuð. Auk jákvæðra umsagna áhorfenda hafa þættirnir fengið mikið lof frá gagnrýnendum en þeir sem þegar eru búnir að horfa á alla átta þættina í seríunni gætu hafa tekið eftir þeim fjölda skírskotana í kvikmyndasöguna sem eru að finna í þeim.Í þessari grein verður farið yfir þær en þeir sem enn hafa ekki horft á þessa þætti ættu að láta staðar numið í lestri hennar því hér verður farið yfir atriði sem mögulega gæti spillt fyrir áhorfi.Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Sem sagt, allt löðrandi í 80´s-stemningu og skírskotunum í verk Steven Spielberg, John Carpenter, Rob Reiner og George Lucas, svo dæmi séu tekin, og ekki síst í verk rithöfundarins Stephen King. Ungur drengur hverfur á dularfullan hátt og stúlka með krafta til að stjórna umhverfi sínu með hugaorkunni einni saman birtist óvænt. Hún slæst í för með vinum unga drengsins og aðstoðar þá við leitina að vini þeirra og smám saman kemur ógnvænlegur veruleiki á yfirborðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem er búið að taka saman allar þessar kvikmyndaskírskotanir og setja þær við hlið atriða úr Stranger Things. References to 70-80's movies in Stranger Things from Ulysse Thevenon on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Bandaríska þáttaröðin Stranger Things hefur verið afar umtöluð á samfélagsmiðlum eftir að hún var frumsýnd á efnisveitu Netflix um miðjan síðasta mánuð. Auk jákvæðra umsagna áhorfenda hafa þættirnir fengið mikið lof frá gagnrýnendum en þeir sem þegar eru búnir að horfa á alla átta þættina í seríunni gætu hafa tekið eftir þeim fjölda skírskotana í kvikmyndasöguna sem eru að finna í þeim.Í þessari grein verður farið yfir þær en þeir sem enn hafa ekki horft á þessa þætti ættu að láta staðar numið í lestri hennar því hér verður farið yfir atriði sem mögulega gæti spillt fyrir áhorfi.Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Sem sagt, allt löðrandi í 80´s-stemningu og skírskotunum í verk Steven Spielberg, John Carpenter, Rob Reiner og George Lucas, svo dæmi séu tekin, og ekki síst í verk rithöfundarins Stephen King. Ungur drengur hverfur á dularfullan hátt og stúlka með krafta til að stjórna umhverfi sínu með hugaorkunni einni saman birtist óvænt. Hún slæst í för með vinum unga drengsins og aðstoðar þá við leitina að vini þeirra og smám saman kemur ógnvænlegur veruleiki á yfirborðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem er búið að taka saman allar þessar kvikmyndaskírskotanir og setja þær við hlið atriða úr Stranger Things. References to 70-80's movies in Stranger Things from Ulysse Thevenon on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira