Bjarni segir ummæli Eyglóar ódýrt tal Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2016 19:00 Fjármálaráðherra segir ummæli félagsmálaráðherra um að meira fé vanti til velferðarmála vera ódýrt tal og varla boðlegt inn í umræðu um slík mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherrann eiga að segja af sér en fjármálaráðherra segir ráðherrann á ábyrgð Framsóknarflokksins. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Þá afstöðu rökstuddi hún með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið þessar ákvörðun ráðherrans afar illa. Þannig lýsti Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að henni fyndist Eygló eiga að segja af sér en Eygló segist ekki hafa íhugað afsögn.Ríkisfjármálaáætlun snýr að næsta kjörtímabiliHvernig getur þú setið í ríkisstjórn sem er ekki að sinna þessum hópum sem þú nefnir, barnafjölskyldur og lífeyrisþegar? „Það hefur náttúrulega legið lengi fyrir þessi afstaða mín varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Hún snýr að næsta kjörtímabili. Hún snýr að tímabili þar sem að væntanlega verður nýr stjórnarsáttmáli sem að mun liggja þá til forgrunns. Það hefur ekki verið samið um myndun neinnar nýrrar ríkisstjórnar þannig að ég starfa áfram á grundvelli núverandi stjórnarsáttmála,“ segir Eygló.Varla boðlegt Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir þessa ákvörðun hafa komið á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að á kjörtímabilinu hefði verið forgangsraðað meðal annars í þágu málaflokka sem Eygló ber ábyrgð á. Það sé einnig gert í fjármálaáætluninni. „Þetta er bara svo ódýrt tal. Þetta er bara svo ódýr framsetning á málinu. Það verður þá að gera grein fyrir því af hverju á að taka, eða hvernig eigi að stórauka tekjurnar eða að hvaða leyti eigi að ganga á afgang í ríkisfjármálum. En að segja bara svona út í loftið að mönnum þyki að það þyrfti að koma meira, það finnst mér bara ekki, mér finnst það varla boðlegt inn í umræðu um jafn stórt mál eins og þetta,“ segir Bjarni.Ekki gott fyrir samstarfiðÞú sem annar af forystumönnum þessarar ríkisstjórnar. Hvað afleiðingar hefur það fyrir ráðherra að standa ekki með svona málum? „Það svo sem er ekkert gott fyrir samstarf í samsteypustjórn. Viðkomandi ráðherra er ekki á mína ábyrgð. Hann er auðvitað á ábyrgð Framsóknarflokksins og það er alfarið mál Framsóknarflokksins hvort að þeir kjósa að bregðast við þessu og ég ætla ekkert að segja þeim fyrir í því efni,“ segir Bjarni. Hann segist ekki sjá fyrir sér langlífi nokkurrar ríkisstjórnar þar sem ráðherrar áskilja sér rétt til að sitja hjá í stórum málum. Hann efist þó um að þetta mál muni hafa miklar afleiðingar fyrir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Mér sýnist að þetta séu kannski fyrstu merki þess sem að mögulega við fáum að sjá á næstu vikum. Að menn vilja svona skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga, og það verður bara að koma í ljós hvernig það spilast frá viku til viku,“ segir Bjarni. Alþingi Tengdar fréttir Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Brynjar Níelsson gefur ekki mikið fyrir ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á þingi um stjórnarfrumbörp. 19. ágúst 2016 10:20 Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist "Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum." 19. ágúst 2016 12:16 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ummæli félagsmálaráðherra um að meira fé vanti til velferðarmála vera ódýrt tal og varla boðlegt inn í umræðu um slík mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherrann eiga að segja af sér en fjármálaráðherra segir ráðherrann á ábyrgð Framsóknarflokksins. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Þá afstöðu rökstuddi hún með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið þessar ákvörðun ráðherrans afar illa. Þannig lýsti Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að henni fyndist Eygló eiga að segja af sér en Eygló segist ekki hafa íhugað afsögn.Ríkisfjármálaáætlun snýr að næsta kjörtímabiliHvernig getur þú setið í ríkisstjórn sem er ekki að sinna þessum hópum sem þú nefnir, barnafjölskyldur og lífeyrisþegar? „Það hefur náttúrulega legið lengi fyrir þessi afstaða mín varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Hún snýr að næsta kjörtímabili. Hún snýr að tímabili þar sem að væntanlega verður nýr stjórnarsáttmáli sem að mun liggja þá til forgrunns. Það hefur ekki verið samið um myndun neinnar nýrrar ríkisstjórnar þannig að ég starfa áfram á grundvelli núverandi stjórnarsáttmála,“ segir Eygló.Varla boðlegt Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir þessa ákvörðun hafa komið á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að á kjörtímabilinu hefði verið forgangsraðað meðal annars í þágu málaflokka sem Eygló ber ábyrgð á. Það sé einnig gert í fjármálaáætluninni. „Þetta er bara svo ódýrt tal. Þetta er bara svo ódýr framsetning á málinu. Það verður þá að gera grein fyrir því af hverju á að taka, eða hvernig eigi að stórauka tekjurnar eða að hvaða leyti eigi að ganga á afgang í ríkisfjármálum. En að segja bara svona út í loftið að mönnum þyki að það þyrfti að koma meira, það finnst mér bara ekki, mér finnst það varla boðlegt inn í umræðu um jafn stórt mál eins og þetta,“ segir Bjarni.Ekki gott fyrir samstarfiðÞú sem annar af forystumönnum þessarar ríkisstjórnar. Hvað afleiðingar hefur það fyrir ráðherra að standa ekki með svona málum? „Það svo sem er ekkert gott fyrir samstarf í samsteypustjórn. Viðkomandi ráðherra er ekki á mína ábyrgð. Hann er auðvitað á ábyrgð Framsóknarflokksins og það er alfarið mál Framsóknarflokksins hvort að þeir kjósa að bregðast við þessu og ég ætla ekkert að segja þeim fyrir í því efni,“ segir Bjarni. Hann segist ekki sjá fyrir sér langlífi nokkurrar ríkisstjórnar þar sem ráðherrar áskilja sér rétt til að sitja hjá í stórum málum. Hann efist þó um að þetta mál muni hafa miklar afleiðingar fyrir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Mér sýnist að þetta séu kannski fyrstu merki þess sem að mögulega við fáum að sjá á næstu vikum. Að menn vilja svona skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga, og það verður bara að koma í ljós hvernig það spilast frá viku til viku,“ segir Bjarni.
Alþingi Tengdar fréttir Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Brynjar Níelsson gefur ekki mikið fyrir ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á þingi um stjórnarfrumbörp. 19. ágúst 2016 10:20 Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist "Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum." 19. ágúst 2016 12:16 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Brynjar Níelsson gefur ekki mikið fyrir ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á þingi um stjórnarfrumbörp. 19. ágúst 2016 10:20
Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist "Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum." 19. ágúst 2016 12:16