Fáum við íslenskan úrslitaleik? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2016 07:00 vísir/anton Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson fóru saman á Ólympíuleikana í Aþenu fyrir tólf árum, Dagur sem fyrirliði íslenska liðsins og Guðmundur sem þjálfari. Þeir hafa því unnið saman á Ólympíuleikum en nú keppast þeir um að hjálpa „sinni“ þjóð að vinna Ólympíugullið. Undanúrslitin í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Ríó fara fram í dag þar sem Þjóðverjar mæta heims- og Ólympíumeisturum Frakka en Danir spila við Pólverja. Bæði lið Þýskalands og Danmerkur hafa spilað mjög vel á mótinu og unnu til dæmis sannfærandi sigra í átta liða úrslitunum. „Það er frábært að spila um verðlaun á öðru stórmótinu í röð og ég er virkilega stoltur af því hvernig sem að framhaldið verður,“ sagði Dagur Sigurðsson sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Frammistaða þýska liðsins hefur minnt menn á þá stemningu sem Degi tókst að búa til fyrir átta mánuðum. Danir hafa aldrei spilað í undanúrslitum á ÓL og höfðu dottið út úr átta liða úrslitunum á tvennum síðustu leikum. „Þetta er mjög stórt skref. Það hefur verið yfir ákveðinn vegg að fara fyrir þá en veggurinn sem bíður okkar er enn stærri. Það er rosalegur leikur sem er fram undan í fjögurra liða úrslitum,“ sagði Guðmundur. Hann er nú að komast í fyrsta sinn í leiki um verðlaun síðan hann tók við danska liðinu en Danir enduðu í 5. sæti á HM í Katar og í 6. sæti á EM Póllandi undir hans stjórn. „Ég er búinn að reyna að draga úr væntingum eins og ég get því það er alltaf verið að tala um medalíu fyrir fram. Það eru allir að setja svo rosalega pressu á liðið, mig og alla. Ég hef reynt eins og ég hef getað að draga aðeins úr því og taka einn leik í einu,“ sagði Guðmundur. Hann kom Íslandi alla leið í úrslitaleikinn fyrir átta árum en er þetta eitthvað líkt og þá? „Þar spiluðum við frábærlega á móti Pólverjum sem voru með mjög sterkt lið og búnir að standa sig vel. Núna vorum við að spila á móti mjög erfiðu liði líka og þetta var því ekkert ósvipað þannig. Þetta er góð tilfinning,“ sagði Guðmundur. Hann bjóst við að fá Króatíu í undanúrslitunum en fékk Pólland. Danir töpuðu á móti Króötum í riðlinum og því allt eins gott að sleppa við þá. „Við erum núna að fara í undanúrslit en lendum reyndar á móti Frökkum sem er eins og það er. Ég hefði heldur ekkert viljað spila á móti okkur því við erum með seiglulið þegar það er komið í svona leiki,“ segir Dagur. Frakkar hafa unnið gullið á síðustu tvennum leikum þar af unnu þeir Ísland í úrslitaleik í Peking 2008. „Núna höfum við fengið inn menn eins og Uwe Gensheimer, Patrick Wiencek, Paul Drux og Silvio Heinevetter inn í Evrópumeistaraliðið. Þeir eru til í þetta líka,“ sagði Dagur. Liðið er í góðu jafnvægi og hefur unnið alla leiki sína nema á móti heimamönnum í Brasilíu. Hér heima horfa margir á þann möguleika að fá „íslenskan“ úrslitaleik um Ólympíugullið. „Væri það ekki draumaúrslitaleikur?“ sagði Guðmundur og brosti. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Við skulum byrja á því að koma okkur í gegnum leikinn í undanúrslitum,“ sagði Guðmundur. Dagur Sigurðsson notaði líka tækifærið og setti smá pressu á sinn gamla þjálfara. „Ég held að Gummi fari pottþétt alla leið ef ekki bara alla, alla leið. Það verður ekki nema ef við náum að stoppa hann,“ sagði Dagur brosandi. Fbl_Megin: „Ætli hann sé ekki bara að reyna að stríða gamla þjálfaranum sínum,“ sagði Guðmundur hlæjandi að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Sjá meira
Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson fóru saman á Ólympíuleikana í Aþenu fyrir tólf árum, Dagur sem fyrirliði íslenska liðsins og Guðmundur sem þjálfari. Þeir hafa því unnið saman á Ólympíuleikum en nú keppast þeir um að hjálpa „sinni“ þjóð að vinna Ólympíugullið. Undanúrslitin í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Ríó fara fram í dag þar sem Þjóðverjar mæta heims- og Ólympíumeisturum Frakka en Danir spila við Pólverja. Bæði lið Þýskalands og Danmerkur hafa spilað mjög vel á mótinu og unnu til dæmis sannfærandi sigra í átta liða úrslitunum. „Það er frábært að spila um verðlaun á öðru stórmótinu í röð og ég er virkilega stoltur af því hvernig sem að framhaldið verður,“ sagði Dagur Sigurðsson sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Frammistaða þýska liðsins hefur minnt menn á þá stemningu sem Degi tókst að búa til fyrir átta mánuðum. Danir hafa aldrei spilað í undanúrslitum á ÓL og höfðu dottið út úr átta liða úrslitunum á tvennum síðustu leikum. „Þetta er mjög stórt skref. Það hefur verið yfir ákveðinn vegg að fara fyrir þá en veggurinn sem bíður okkar er enn stærri. Það er rosalegur leikur sem er fram undan í fjögurra liða úrslitum,“ sagði Guðmundur. Hann er nú að komast í fyrsta sinn í leiki um verðlaun síðan hann tók við danska liðinu en Danir enduðu í 5. sæti á HM í Katar og í 6. sæti á EM Póllandi undir hans stjórn. „Ég er búinn að reyna að draga úr væntingum eins og ég get því það er alltaf verið að tala um medalíu fyrir fram. Það eru allir að setja svo rosalega pressu á liðið, mig og alla. Ég hef reynt eins og ég hef getað að draga aðeins úr því og taka einn leik í einu,“ sagði Guðmundur. Hann kom Íslandi alla leið í úrslitaleikinn fyrir átta árum en er þetta eitthvað líkt og þá? „Þar spiluðum við frábærlega á móti Pólverjum sem voru með mjög sterkt lið og búnir að standa sig vel. Núna vorum við að spila á móti mjög erfiðu liði líka og þetta var því ekkert ósvipað þannig. Þetta er góð tilfinning,“ sagði Guðmundur. Hann bjóst við að fá Króatíu í undanúrslitunum en fékk Pólland. Danir töpuðu á móti Króötum í riðlinum og því allt eins gott að sleppa við þá. „Við erum núna að fara í undanúrslit en lendum reyndar á móti Frökkum sem er eins og það er. Ég hefði heldur ekkert viljað spila á móti okkur því við erum með seiglulið þegar það er komið í svona leiki,“ segir Dagur. Frakkar hafa unnið gullið á síðustu tvennum leikum þar af unnu þeir Ísland í úrslitaleik í Peking 2008. „Núna höfum við fengið inn menn eins og Uwe Gensheimer, Patrick Wiencek, Paul Drux og Silvio Heinevetter inn í Evrópumeistaraliðið. Þeir eru til í þetta líka,“ sagði Dagur. Liðið er í góðu jafnvægi og hefur unnið alla leiki sína nema á móti heimamönnum í Brasilíu. Hér heima horfa margir á þann möguleika að fá „íslenskan“ úrslitaleik um Ólympíugullið. „Væri það ekki draumaúrslitaleikur?“ sagði Guðmundur og brosti. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Við skulum byrja á því að koma okkur í gegnum leikinn í undanúrslitum,“ sagði Guðmundur. Dagur Sigurðsson notaði líka tækifærið og setti smá pressu á sinn gamla þjálfara. „Ég held að Gummi fari pottþétt alla leið ef ekki bara alla, alla leið. Það verður ekki nema ef við náum að stoppa hann,“ sagði Dagur brosandi. Fbl_Megin: „Ætli hann sé ekki bara að reyna að stríða gamla þjálfaranum sínum,“ sagði Guðmundur hlæjandi að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Sjá meira