Lögreglustjóri um bandarísku sundkappana: „Afsökunarbeiðni væri vel þegin“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 21:07 Ryan Lochte Vísir/EPA Bandarísku sundkapparnir sem héldu því fram að þeir hefðu verið rændir af vopnuðum manni voru ekki fórnarlömb glæps. Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir lögreglustjóra Rio de Janairo í Brasilíu. Sá heitir Fernandi Veloso en hann greindi frá því á fundi með blaðamönnum rétt í þessu að sundkapparnir hefðu gerst sekir um skemmdarverk á bensínstöð og boðist í kjölfarið til að bæta fyrir það. Þeir borguðu bætur og ætluðu að láta sig hverfa en voru stöðvaðir af vopnuðum öryggisvörðum. Einn af öryggisvörðum dró fram skotvopn þegar einn af sundköppunum hóf að láta ófriðlega. Þrír sundkappanna eru enn í Brasilíu og hafa verið yfirheyrðir af lögreglu. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri til Bandaríkjanna á mánudag. Gunnar Bentz og Jack Conger voru sóttir af brasilískum yfirvöldum í flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro, en þeir voru þá á leið til Bandaríkjanna. Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð í Rio nú síðdegis. James Feigen var enn í Brasilíu eftir að dómari hafði úrskurðað fjórmenningana í farbann. Heimildarmaður innan lögreglunnar í Rio hafði sagt fréttastofu BBC að sundakapparnir hefðu skáldað sögu um ránið til að reyna að leyna þessari uppákomu á bensínstöðinni. Sundkapparnir, sem hafa ítrekað breytt frásögn sinni, gætu átt yfir höfði sér ákærur fyrir falskan framburð og skemmdarverk. „Við eigum hér við áhrifamikla einstaklinga sem eiga að vita hvernig á að hegða sér,“ sagði Fernando Veloso við blaðamenn. Hann sagði íbúa í Rio hafa sárnað að sjá orðspor borgarinnar dregið í svaðið af sundköppunum. „Afsökunarbeiðni væri vel þegin.“ Lögreglan í Rio segir að síðastliðinn sunnudagsmorgun hefi mennirnir fjórir mætt á bensínstöðina Barra da Tijuca, sem er um sextán kílómetrum frá Ólympíuþorpinu í Rio. Einn þeirra braut hurð á salerni bensínstöðvarinnar að sögn lögreglu og voru þeir beðnir um að bæta fyrir þær skemmdir. Upphófst þá rifrildi og öryggisverðir kallaðir til, ásamt lögreglu. Á meðan lögregla og öryggisverðir voru á leið á vettvang tóku aðrir viðskiptavinir bensínstöðvarinnar að sér hlutverk túlka til að reyna að miðla málum á milli sundakappanna og starfsfólksins. Náðist þá samkomulag um greiðslu vegna skemmdanna. Þegar lögregla kom á vettvang voru sundakapparnir farnir. Myndband úr eftirlitsmyndavél virðist sýna hvernig vopnuðu öryggisverðirnir stöðvuðu för sundakappanna og skipuðu þeim að setjast á götuna. NEW: Surveillance video shows U.S. swimmers at gas station where alleged incident took place https://t.co/i3Jx7ab4DMhttps://t.co/0b05JVhpMy— ABC News (@ABC) August 18, 2016 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Verða yfirheyrðir í Rio. 18. ágúst 2016 18:04 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bandarísku sundkapparnir sem héldu því fram að þeir hefðu verið rændir af vopnuðum manni voru ekki fórnarlömb glæps. Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir lögreglustjóra Rio de Janairo í Brasilíu. Sá heitir Fernandi Veloso en hann greindi frá því á fundi með blaðamönnum rétt í þessu að sundkapparnir hefðu gerst sekir um skemmdarverk á bensínstöð og boðist í kjölfarið til að bæta fyrir það. Þeir borguðu bætur og ætluðu að láta sig hverfa en voru stöðvaðir af vopnuðum öryggisvörðum. Einn af öryggisvörðum dró fram skotvopn þegar einn af sundköppunum hóf að láta ófriðlega. Þrír sundkappanna eru enn í Brasilíu og hafa verið yfirheyrðir af lögreglu. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri til Bandaríkjanna á mánudag. Gunnar Bentz og Jack Conger voru sóttir af brasilískum yfirvöldum í flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro, en þeir voru þá á leið til Bandaríkjanna. Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð í Rio nú síðdegis. James Feigen var enn í Brasilíu eftir að dómari hafði úrskurðað fjórmenningana í farbann. Heimildarmaður innan lögreglunnar í Rio hafði sagt fréttastofu BBC að sundakapparnir hefðu skáldað sögu um ránið til að reyna að leyna þessari uppákomu á bensínstöðinni. Sundkapparnir, sem hafa ítrekað breytt frásögn sinni, gætu átt yfir höfði sér ákærur fyrir falskan framburð og skemmdarverk. „Við eigum hér við áhrifamikla einstaklinga sem eiga að vita hvernig á að hegða sér,“ sagði Fernando Veloso við blaðamenn. Hann sagði íbúa í Rio hafa sárnað að sjá orðspor borgarinnar dregið í svaðið af sundköppunum. „Afsökunarbeiðni væri vel þegin.“ Lögreglan í Rio segir að síðastliðinn sunnudagsmorgun hefi mennirnir fjórir mætt á bensínstöðina Barra da Tijuca, sem er um sextán kílómetrum frá Ólympíuþorpinu í Rio. Einn þeirra braut hurð á salerni bensínstöðvarinnar að sögn lögreglu og voru þeir beðnir um að bæta fyrir þær skemmdir. Upphófst þá rifrildi og öryggisverðir kallaðir til, ásamt lögreglu. Á meðan lögregla og öryggisverðir voru á leið á vettvang tóku aðrir viðskiptavinir bensínstöðvarinnar að sér hlutverk túlka til að reyna að miðla málum á milli sundakappanna og starfsfólksins. Náðist þá samkomulag um greiðslu vegna skemmdanna. Þegar lögregla kom á vettvang voru sundakapparnir farnir. Myndband úr eftirlitsmyndavél virðist sýna hvernig vopnuðu öryggisverðirnir stöðvuðu för sundakappanna og skipuðu þeim að setjast á götuna. NEW: Surveillance video shows U.S. swimmers at gas station where alleged incident took place https://t.co/i3Jx7ab4DMhttps://t.co/0b05JVhpMy— ABC News (@ABC) August 18, 2016
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Verða yfirheyrðir í Rio. 18. ágúst 2016 18:04 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00
Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Verða yfirheyrðir í Rio. 18. ágúst 2016 18:04
Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38