Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 18:04 Lögreglan í Brasilíu segir bandarísku sundkappana hafa skáldað sögu um að þeir hafi verið rændir. Eru þeir sagðir hafa gert það til að dreifa athygli frá deilu vegna skemmdrar hurðar á bensínstöð.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir heimildarmönnum sínum innan brasilísku lögreglunnar. Er einn af sundköppunum sagður hafa brotið baðherbergishurð á bensínstöðinni sem skapaði hávaðarifrildi þegar umsjónarmenn bensínstöðvarinnar spurðu Bandaríkjamennina hvort þeir myndu ekki bæta skemmdirnar. Eftir að öryggisverðir voru kallaðir á svæðið eru Bandaríkjamennirnir sagðir hafa greitt fyrir skemmdirnar og yfirgefið svæðið. Dómari í Brasilíu setti þrjá úr bandaríska sundliðinu í farbann vegna málsins í gær. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri aftur til Bandaríkjanna á mánudag. Áður en upp komst að Lochte hefði yfirgefið Brasilíu, hafði dómarinn fyrirskipað að vegabréf fjórmenninganna yrðu gerð upptæk og að mennirnir yrðu yfirheyrðir af lögreglu, í ljósi fregna þess efnis að misræmi væri í frásögnum mannanna er varðar ránið.Tveir þeirra, Gunnar Bentz og Jack Conger, voru fjarlægðir úr flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro í gærkvöldi. Liðsfélagi þeirra, James Feigen hafði verið eftir í Brasilíu. Lochte viðurkenndi sjálfur í gær að hann hefði verið frekar ónákvæmur í frásögn sinni um að hafa verið rændur af vopnuðum manni síðastliðinn sunnudag, en neitaði því staðfastlega að sagan væri uppspuni. „Ég myndi aldrei skálda slíka frásögn og ekki félagar mínir. Í rauninni lætur hún okkur alla líta fremur illa út,“ sagði Lochte í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn NBC. Talið er að félagar hans verði yfirheyrðir af lögreglu í dag. Locthe er einn af sigursælustu sundköppum Bandaríkjanna. Hann hefur unnið til tólf verðlauna á Ólympíuleikum og státaði eitt sinn af eigin raunveruleikaþætti. Hann keppti í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í Rio og vann til að mynda til gullverðlauna í 4x200 metra boðsundi. James Feigen vann til gullverðlauna í 4x100 metra boðsundi. Bentz keppti í undanrásum í 4x200 metra boðsundi en ekki í úrslitum. Hann fékk engu að síður gullverðlaun fyrir þátttöku sína með bandaríska boðsundsliðinu. Frásagnir um hvað kom í raun og veru fyrir þessa sundkappa hafa verið afar misvísandi frá upphafi en svo virðist vera sem að þeir hafi ekki látið lögreglu í Brasilíu né stjórn Ólympíuleikanna vita af þessu máli strax. Fregnir bárust fyrst af málinu frá móður Lochte. Lochte sagði síðan sjálfur frá málinu í viðtali við NBC síðastliðinn sunnudag. Hann sagði sig og félaga sína hafa verið á leið heim í leigubíl eftir að hafa skoðað næturlíf Rio snemma á sunnudag þegar þeir voru stöðvaðir af mönnum sem skörtuðu einkennismerkjum lögreglumanna. Hann sagði mennina hafa dregið fram skammbyssu og skipað sundköppunum að leggjast niður. „Ég neitaði en þá beindu þeir byssunni að enninu mínu,“ sagði Lochte. Lochte hefur síðan þá breytt frásögn sinni, til að mynda á þá leið að leigubíllinn hefði ekki verið stöðvaður heldur að þeir hefðu verið rændir þegar bíllinn hafði verið stöðvaður á bensínstöð. Þá sagði hann að byssunni hefði ekki verið beint að enni sínu, Hann sagði þetta misræmi stafa af áfallastreitu vegna ránsins. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 15. ágúst 2016 17:15 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Lögreglan í Brasilíu segir bandarísku sundkappana hafa skáldað sögu um að þeir hafi verið rændir. Eru þeir sagðir hafa gert það til að dreifa athygli frá deilu vegna skemmdrar hurðar á bensínstöð.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir heimildarmönnum sínum innan brasilísku lögreglunnar. Er einn af sundköppunum sagður hafa brotið baðherbergishurð á bensínstöðinni sem skapaði hávaðarifrildi þegar umsjónarmenn bensínstöðvarinnar spurðu Bandaríkjamennina hvort þeir myndu ekki bæta skemmdirnar. Eftir að öryggisverðir voru kallaðir á svæðið eru Bandaríkjamennirnir sagðir hafa greitt fyrir skemmdirnar og yfirgefið svæðið. Dómari í Brasilíu setti þrjá úr bandaríska sundliðinu í farbann vegna málsins í gær. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri aftur til Bandaríkjanna á mánudag. Áður en upp komst að Lochte hefði yfirgefið Brasilíu, hafði dómarinn fyrirskipað að vegabréf fjórmenninganna yrðu gerð upptæk og að mennirnir yrðu yfirheyrðir af lögreglu, í ljósi fregna þess efnis að misræmi væri í frásögnum mannanna er varðar ránið.Tveir þeirra, Gunnar Bentz og Jack Conger, voru fjarlægðir úr flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro í gærkvöldi. Liðsfélagi þeirra, James Feigen hafði verið eftir í Brasilíu. Lochte viðurkenndi sjálfur í gær að hann hefði verið frekar ónákvæmur í frásögn sinni um að hafa verið rændur af vopnuðum manni síðastliðinn sunnudag, en neitaði því staðfastlega að sagan væri uppspuni. „Ég myndi aldrei skálda slíka frásögn og ekki félagar mínir. Í rauninni lætur hún okkur alla líta fremur illa út,“ sagði Lochte í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn NBC. Talið er að félagar hans verði yfirheyrðir af lögreglu í dag. Locthe er einn af sigursælustu sundköppum Bandaríkjanna. Hann hefur unnið til tólf verðlauna á Ólympíuleikum og státaði eitt sinn af eigin raunveruleikaþætti. Hann keppti í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í Rio og vann til að mynda til gullverðlauna í 4x200 metra boðsundi. James Feigen vann til gullverðlauna í 4x100 metra boðsundi. Bentz keppti í undanrásum í 4x200 metra boðsundi en ekki í úrslitum. Hann fékk engu að síður gullverðlaun fyrir þátttöku sína með bandaríska boðsundsliðinu. Frásagnir um hvað kom í raun og veru fyrir þessa sundkappa hafa verið afar misvísandi frá upphafi en svo virðist vera sem að þeir hafi ekki látið lögreglu í Brasilíu né stjórn Ólympíuleikanna vita af þessu máli strax. Fregnir bárust fyrst af málinu frá móður Lochte. Lochte sagði síðan sjálfur frá málinu í viðtali við NBC síðastliðinn sunnudag. Hann sagði sig og félaga sína hafa verið á leið heim í leigubíl eftir að hafa skoðað næturlíf Rio snemma á sunnudag þegar þeir voru stöðvaðir af mönnum sem skörtuðu einkennismerkjum lögreglumanna. Hann sagði mennina hafa dregið fram skammbyssu og skipað sundköppunum að leggjast niður. „Ég neitaði en þá beindu þeir byssunni að enninu mínu,“ sagði Lochte. Lochte hefur síðan þá breytt frásögn sinni, til að mynda á þá leið að leigubíllinn hefði ekki verið stöðvaður heldur að þeir hefðu verið rændir þegar bíllinn hafði verið stöðvaður á bensínstöð. Þá sagði hann að byssunni hefði ekki verið beint að enni sínu, Hann sagði þetta misræmi stafa af áfallastreitu vegna ránsins.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 15. ágúst 2016 17:15 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00
Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38
Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 15. ágúst 2016 17:15