Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2016 15:15 Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðsverðir á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hafa bannað notkun á drónum á svæðinu nema í sérstökum tilfellum. Drónar hafa á undanförnum árum verið vinsæl tól í myndatökum. Þjóðgarðsvörður segir að með banninu sé fyrst og fremst verið að hugsa um að vernda náttúruna. „Af tillitsemi við aðra gesti og dýralíf er noktun flygilda óheimil,“ segir á skiltum sem sett hafa verið upp á svæðinu af þjóðgarðsvörðum á vinsælustu ferðamannastöðunum, þar á meðal við Dettifoss, í Ásbyrgi og víða við Jökulsárgljúfur. Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í sumar og ástæðan sé einföld, náttúruvernd.Þetta skilti er við Dettifoss.Mynd/Hörður Jónasson„Númer 1,2 og 3 er verið að vernda búsvæði fálkans, segir Guðmundur í samtali við Vísi en Jökulsárgljúfur eru mikilvægt búsvæði fálkans á Íslandi og mörg pör eiga þar óðul. Guðmundur segir að vitað sé að drónar geti haft neikvæð áhrif á varp förufálka erlendis og sterkar líkur séu á því að sama gildi um fálka hér á landi. „Náttúran vill stundum verða undir í umræðunni og við þurfum að passa upp á auðlindina. Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að bannið snúi að öryggi ferðamanna og að þeir eigi til dæmis ekki á hættu að fá dróna í hausinn. Drónar verða æ vinsælli og má sjá þá víða. Eru þeir oftar en ekki nýttir til þess að ná myndum af náttúrunni sem ella væri erfitt að ná líkt og mörg dæmi sanna. „Þetta er alltaf að aukast og við erum að grípa í taumana áður en þetta verður vandamál,“ segir Guðmundur og bætir því að flestir séu þakklátir fyrir bannið en sumir drónar eru nokkuð háværir. Hafa þjóðgarðsverðir tekið á móti kvörtunum vegna ónæðis vegna notkunar á drónum. Bannið er þó ekki algilt því hægt er að fá undanþágu sé sýnt fram á að notkunin sé vegna rannsóknarstarfa eða hún hafi ekki áhrif á náttúruna. Hafa vísindamenn og kvikmyndatökufólk fengið leyfi til að nota dróna í Jökulsárgljúfrum og við Dettifoss með sérstökum skilyrðum. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er með dróna. Í myndbandinu má meðal annars sjá Dettifoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00 Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30 Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Þjóðgarðsverðir á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hafa bannað notkun á drónum á svæðinu nema í sérstökum tilfellum. Drónar hafa á undanförnum árum verið vinsæl tól í myndatökum. Þjóðgarðsvörður segir að með banninu sé fyrst og fremst verið að hugsa um að vernda náttúruna. „Af tillitsemi við aðra gesti og dýralíf er noktun flygilda óheimil,“ segir á skiltum sem sett hafa verið upp á svæðinu af þjóðgarðsvörðum á vinsælustu ferðamannastöðunum, þar á meðal við Dettifoss, í Ásbyrgi og víða við Jökulsárgljúfur. Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í sumar og ástæðan sé einföld, náttúruvernd.Þetta skilti er við Dettifoss.Mynd/Hörður Jónasson„Númer 1,2 og 3 er verið að vernda búsvæði fálkans, segir Guðmundur í samtali við Vísi en Jökulsárgljúfur eru mikilvægt búsvæði fálkans á Íslandi og mörg pör eiga þar óðul. Guðmundur segir að vitað sé að drónar geti haft neikvæð áhrif á varp förufálka erlendis og sterkar líkur séu á því að sama gildi um fálka hér á landi. „Náttúran vill stundum verða undir í umræðunni og við þurfum að passa upp á auðlindina. Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að bannið snúi að öryggi ferðamanna og að þeir eigi til dæmis ekki á hættu að fá dróna í hausinn. Drónar verða æ vinsælli og má sjá þá víða. Eru þeir oftar en ekki nýttir til þess að ná myndum af náttúrunni sem ella væri erfitt að ná líkt og mörg dæmi sanna. „Þetta er alltaf að aukast og við erum að grípa í taumana áður en þetta verður vandamál,“ segir Guðmundur og bætir því að flestir séu þakklátir fyrir bannið en sumir drónar eru nokkuð háværir. Hafa þjóðgarðsverðir tekið á móti kvörtunum vegna ónæðis vegna notkunar á drónum. Bannið er þó ekki algilt því hægt er að fá undanþágu sé sýnt fram á að notkunin sé vegna rannsóknarstarfa eða hún hafi ekki áhrif á náttúruna. Hafa vísindamenn og kvikmyndatökufólk fengið leyfi til að nota dróna í Jökulsárgljúfrum og við Dettifoss með sérstökum skilyrðum. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er með dróna. Í myndbandinu má meðal annars sjá Dettifoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00 Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30 Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00
Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30
Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15