Snörp orðaskipti á þingi um framlög ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 15:12 Oddný Harðardóttir þingmaður og formaður Samfylkingarinnar beindi fyrirspurn um uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins til Kristjáns Þórs Júlíusson heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn lagði út af undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem hann setti af stað síðastliðið vor. Hátt í 90 þúsund Íslendingar skrifuðu undir en krafan sem sett var fram var að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í heilbrigðiskerfið. „Stjórnmálamenn verða að svara því hvernig á að ná því markmiði og forgangsraða. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra þekkir það jafnvel og ég að mikil þörf er á uppbyggingu í heilbrigðisþjónustunni um allt land. Slæm staða til dæmis á Landspítalanum er með þeim hætti að ástæða er til að hafa áhgygjur af öryggi sjúklinga ef ekki verður bætt úr á næstu árum,“ sagði Oddný.„Almenningur hefur fengið nóg“ Hún setti síðan kröfu almennings í undirskriftasöfnunni í samhengi við nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára en sagði ekki tekið tillit til kröfu almennings í henni. „Almenningur hefur fengið nóg og krefst þess að neikvæðri þróun verði snúið við. Áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum til næstu fimm ára tekur ekki tillit til þessarar kröfu almennings. Því spyr ég hæstvirtan heilbrigðisráðherra: var tekin ákvörðun um það í ríkisstjórn að hlusta ekki á þessa kröfu fólksins?“Heilbrigðisráðherra sagði það mjög einkennilegt að hlusta á þingmanninn ræða um það að fjármálaáætlunin tæki ekki tillit til kröfu almennings um uppbyggingu í heilbrigðiskerfisins þegar höfð væri í huga sú áhersla sem lögð væri á málaflokkinn í áætluninni. „Við erum að horfa til þess, ef við horfum bara á sjúkrahúsþjónustuna, þar eru útgjöldin að vaxa frá árinu 2016 til 2021 úr tæpum 75 milljörðum upp í rúma 90 milljarða króna og menn tala um það að það sé ekki verið að mæta óskum um aukin framlög í sjúkrahúsþjónustu. Ég kalla þetta vöxt, það getur vel verið að háttvirtur þingmaður hafi annan skilning á þessu,“ sagði Kristján Þór og bætti við að áætlað sé að raunvöxtur á tímabilinu verði 12 prósent á tímabilinu. Þá væri ráðgert að byggja fleiri en fimm ný hjúkrunarheimili.Ekki sérstakur vilji hjá stjórnvöldum að hundsa kröfu almennings um bætt heilbrigðiskerfi „Ég kalla þetta að bæta þjónustuna. Ég skal vera fyrstur manna til að taka undir það með háttvirtum þingmanni að það má vel gera betur á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum en það er langur vegur að ætla það að það sé einhver sérstakur vilji hjá stjórnvöldum í þessu landi að hundsa þá miklu áherslu sem almenningur í landinu hefur á þennan málaflokk.“ Oddný minnti þá á að til þess að halda í horfinu þyrfti Landspítalinn 5,3 milljarða til viðbótar í rekstur sinn á næsta ári. Fjármálaáætlunin gerði hins vegar aðeins ráð fyrir 2,3 milljörðum króna til viðbótar í rekstur spítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Því væri ljóst að þjónustan á þessum tveimur spítölum myndi dragast saman. Þessu svaraði heilbrigðisráðherra fullum hálsi og sagði með ólíkindum að hlusta á þingmanninn. Kristján Þór sagði að fjármálaáætlunin væri ekki fjárlagafrumvarp næsta árs. „Það er alveg viðurkennt [...] að það er mikið svigrúm inni í fjármálaáætluninni til þess að mæta einstökum útgjöldum. Að ræða það í þessu samhengi að 5,3 milljarða vöntun inn í Landspítalann í 190 miljarða veltu í heilbrigðismálum ráði og skipti sköpum, það er bara ekki eðlilegt að ræða þetta út frá þeim samanburði. Ég fullyrði það að samkvæmt áætlunum stjórnvalda [...] er ekki gert ráð fyrir því að þjónusta Landspítalans eða Sjúkrahússins á Akureyri muni dragast saman. Það er rangt af háttvirtum þingmanni að gefa það til kynna og það er ekki sanngjarnt að ræða málefni heilbrigðiskerfisins með þeim hætti.“ Alþingi Tengdar fréttir Ríkið hyggst leggja meira fé til reksturs hjúkrunarheimila Ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við rekstraraðila um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna. 18. mars 2016 22:15 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Oddný Harðardóttir þingmaður og formaður Samfylkingarinnar beindi fyrirspurn um uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins til Kristjáns Þórs Júlíusson heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn lagði út af undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem hann setti af stað síðastliðið vor. Hátt í 90 þúsund Íslendingar skrifuðu undir en krafan sem sett var fram var að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í heilbrigðiskerfið. „Stjórnmálamenn verða að svara því hvernig á að ná því markmiði og forgangsraða. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra þekkir það jafnvel og ég að mikil þörf er á uppbyggingu í heilbrigðisþjónustunni um allt land. Slæm staða til dæmis á Landspítalanum er með þeim hætti að ástæða er til að hafa áhgygjur af öryggi sjúklinga ef ekki verður bætt úr á næstu árum,“ sagði Oddný.„Almenningur hefur fengið nóg“ Hún setti síðan kröfu almennings í undirskriftasöfnunni í samhengi við nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára en sagði ekki tekið tillit til kröfu almennings í henni. „Almenningur hefur fengið nóg og krefst þess að neikvæðri þróun verði snúið við. Áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum til næstu fimm ára tekur ekki tillit til þessarar kröfu almennings. Því spyr ég hæstvirtan heilbrigðisráðherra: var tekin ákvörðun um það í ríkisstjórn að hlusta ekki á þessa kröfu fólksins?“Heilbrigðisráðherra sagði það mjög einkennilegt að hlusta á þingmanninn ræða um það að fjármálaáætlunin tæki ekki tillit til kröfu almennings um uppbyggingu í heilbrigðiskerfisins þegar höfð væri í huga sú áhersla sem lögð væri á málaflokkinn í áætluninni. „Við erum að horfa til þess, ef við horfum bara á sjúkrahúsþjónustuna, þar eru útgjöldin að vaxa frá árinu 2016 til 2021 úr tæpum 75 milljörðum upp í rúma 90 milljarða króna og menn tala um það að það sé ekki verið að mæta óskum um aukin framlög í sjúkrahúsþjónustu. Ég kalla þetta vöxt, það getur vel verið að háttvirtur þingmaður hafi annan skilning á þessu,“ sagði Kristján Þór og bætti við að áætlað sé að raunvöxtur á tímabilinu verði 12 prósent á tímabilinu. Þá væri ráðgert að byggja fleiri en fimm ný hjúkrunarheimili.Ekki sérstakur vilji hjá stjórnvöldum að hundsa kröfu almennings um bætt heilbrigðiskerfi „Ég kalla þetta að bæta þjónustuna. Ég skal vera fyrstur manna til að taka undir það með háttvirtum þingmanni að það má vel gera betur á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum en það er langur vegur að ætla það að það sé einhver sérstakur vilji hjá stjórnvöldum í þessu landi að hundsa þá miklu áherslu sem almenningur í landinu hefur á þennan málaflokk.“ Oddný minnti þá á að til þess að halda í horfinu þyrfti Landspítalinn 5,3 milljarða til viðbótar í rekstur sinn á næsta ári. Fjármálaáætlunin gerði hins vegar aðeins ráð fyrir 2,3 milljörðum króna til viðbótar í rekstur spítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Því væri ljóst að þjónustan á þessum tveimur spítölum myndi dragast saman. Þessu svaraði heilbrigðisráðherra fullum hálsi og sagði með ólíkindum að hlusta á þingmanninn. Kristján Þór sagði að fjármálaáætlunin væri ekki fjárlagafrumvarp næsta árs. „Það er alveg viðurkennt [...] að það er mikið svigrúm inni í fjármálaáætluninni til þess að mæta einstökum útgjöldum. Að ræða það í þessu samhengi að 5,3 milljarða vöntun inn í Landspítalann í 190 miljarða veltu í heilbrigðismálum ráði og skipti sköpum, það er bara ekki eðlilegt að ræða þetta út frá þeim samanburði. Ég fullyrði það að samkvæmt áætlunum stjórnvalda [...] er ekki gert ráð fyrir því að þjónusta Landspítalans eða Sjúkrahússins á Akureyri muni dragast saman. Það er rangt af háttvirtum þingmanni að gefa það til kynna og það er ekki sanngjarnt að ræða málefni heilbrigðiskerfisins með þeim hætti.“
Alþingi Tengdar fréttir Ríkið hyggst leggja meira fé til reksturs hjúkrunarheimila Ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við rekstraraðila um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna. 18. mars 2016 22:15 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Ríkið hyggst leggja meira fé til reksturs hjúkrunarheimila Ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við rekstraraðila um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna. 18. mars 2016 22:15
Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent