Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 22:56 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins. Vísir/AFP Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er þar með að koma landsliði í leiki um verðlaun á Ólympíuleikum í annað skiptið á síðustu þremur Ólympíuleikum en Ísland vann silfur undir hans stjórn á ÓL í Peking 2008. Danir voru með undirtökin frá byrjun og þriggja marka forystu í hálfleik, 16-13. Í seinni hálfleik tók þá Dani aðeins sjö mínútur að koma muninum upp í sjö mörk og eftir það var á brattann að sækja hjá slóvenska liðinu. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við settum þetta upp. Taktíkst vorum við mjög vel undirbúnir og vorum búnir að búa okkur undir þeirra sóknarleik. Mér fannst við leysa stærsta hluta leiksins mjög vel," sagði Guðmundur. „Við fengum ekki markvörslu í byrjun og ég skipti markverðinum út. Það var rétt ákvörðun því Jannick Green kom inn og þá fór þetta að smella," sagði Guðmundur. Niklas Landin varði ekki skot á upphafsmínútum leiksins en Jannick Green kom sterkur inn. „Þetta var mjög öflugur varnarleikur hjá okkur og þeir náðu varla að skora á okkur í mjög langan tíma. Þeir voru með fimmtán mörk ég veit ekki hvað lengi," sagði Guðmundur. „Ég er líka mjög ánægður með sóknarleikinn. Við vorum búnir að undirbúa það að við myndum spila þessa vörn sem og þeir byrjuðu með. Við æfðum sóknarleik á móti henni í gær. Svo vorum við líka búnir að fara yfir 6:0 vörnina þeirra. Við leysum það þegar þeir bökkuðu niður í fyrri hálfleik líka," sagði Guðmundur. „Við vorum búnir að búast við öllu eins og þeir taki tvo úr umferð. Við leystum það en ég þurfti aðeins að hreyfa liðið og taka út menn. Ég tók leikhlé þar og það leystist líka," sagði Guðmundur. „Það er margt sem þarf að gera og þetta er ekki búið fyrr en það er búið," sagði Guðmundur sem slakaði ekkert á allan leikinn þótt danska liðið væri langt yfir. „Þetta er langbesti leikurinn okkar á leikunum. Mér fannst við spila frábæran leik. Það eru margir sem eru að skora mörkin og við erum að skora á fjölbreytilegan hátt, úr hornum, af línu, fyrir utan," sagði Guðmundur. Danir mæta annaðhvort Króatíu eða Pólland í undanúrslitunum á föstudaginn en síðasti leikur átta liða úrslitanna stendur nú yfir. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er þar með að koma landsliði í leiki um verðlaun á Ólympíuleikum í annað skiptið á síðustu þremur Ólympíuleikum en Ísland vann silfur undir hans stjórn á ÓL í Peking 2008. Danir voru með undirtökin frá byrjun og þriggja marka forystu í hálfleik, 16-13. Í seinni hálfleik tók þá Dani aðeins sjö mínútur að koma muninum upp í sjö mörk og eftir það var á brattann að sækja hjá slóvenska liðinu. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við settum þetta upp. Taktíkst vorum við mjög vel undirbúnir og vorum búnir að búa okkur undir þeirra sóknarleik. Mér fannst við leysa stærsta hluta leiksins mjög vel," sagði Guðmundur. „Við fengum ekki markvörslu í byrjun og ég skipti markverðinum út. Það var rétt ákvörðun því Jannick Green kom inn og þá fór þetta að smella," sagði Guðmundur. Niklas Landin varði ekki skot á upphafsmínútum leiksins en Jannick Green kom sterkur inn. „Þetta var mjög öflugur varnarleikur hjá okkur og þeir náðu varla að skora á okkur í mjög langan tíma. Þeir voru með fimmtán mörk ég veit ekki hvað lengi," sagði Guðmundur. „Ég er líka mjög ánægður með sóknarleikinn. Við vorum búnir að undirbúa það að við myndum spila þessa vörn sem og þeir byrjuðu með. Við æfðum sóknarleik á móti henni í gær. Svo vorum við líka búnir að fara yfir 6:0 vörnina þeirra. Við leysum það þegar þeir bökkuðu niður í fyrri hálfleik líka," sagði Guðmundur. „Við vorum búnir að búast við öllu eins og þeir taki tvo úr umferð. Við leystum það en ég þurfti aðeins að hreyfa liðið og taka út menn. Ég tók leikhlé þar og það leystist líka," sagði Guðmundur. „Það er margt sem þarf að gera og þetta er ekki búið fyrr en það er búið," sagði Guðmundur sem slakaði ekkert á allan leikinn þótt danska liðið væri langt yfir. „Þetta er langbesti leikurinn okkar á leikunum. Mér fannst við spila frábæran leik. Það eru margir sem eru að skora mörkin og við erum að skora á fjölbreytilegan hátt, úr hornum, af línu, fyrir utan," sagði Guðmundur. Danir mæta annaðhvort Króatíu eða Pólland í undanúrslitunum á föstudaginn en síðasti leikur átta liða úrslitanna stendur nú yfir.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira