Vandamál í veitingabransanum: Finnur enga íslenska uppvaskara eða vínþjóna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Fréttablaðið greindi frá því í gær að verulegur skortur væri á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Veitingastöðum á landinu gengur mörgum illa að ráða til sín starfsmenn með reynslu af þjónsstörfum eða matreiðslu. Fréttablaðið greindi frá því í gær að verulegur skortur væri á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfestu framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. Þeir segja þetta aðallega eiga við um þjónustu- og iðnaðarstörf og virðast ástæður vera margþættar. Fjölgun ferðamanna í landinu og uppsveifla í efnahagslífinu er meðal þess sem talið er hafa áhrif. „Þetta er auðvitað vandamál,“ segir Guðjón Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Bazaar, en erfitt reyndist að fá starfsfólk með reynslu í þjónustustörf þegar staðurinn var opnaður í maí. Brugðið var á það ráð að fá starfsfólk að utan í gegn um vinnumiðlun. „Við fengum ekki fólk með reynslu í störfin á Íslandi og þurftum því að leita út fyrir landsteinana. Það reyndar gekk svo ekki upp því að starfsfólkið sem kom var ekki með þá reynslu sem við vorum að leita eftir,“ segir Guðjón en í dag leitar Bazaar enn að starfsfólki. Hann segir að það gangi nokkuð betur að ráða á þessum tíma þar sem sumarið er að klárast en á sumrin fari margir þjónar og matreiðslumenn út á land að vinna. „Ég hef verið í þessum bransa í mörg ár og veit að þetta er vandamál í bænum. Það er hins vegar jafnvel meira mál úti á landi og þar er verið að bjóða starfsfólki hærri laun fyrir að koma og vinna,“ segir hann.Leita að fólki í útlöndum Guðjón segist neyðast til að fá starfsfólk að utan í vinnu. „Við þurfum til dæmis að fá uppvaskara í gegn um vinnumiðlun þar sem við fáum bara alls enga Íslendinga í þau störf. Við erum líka með mikið úrval af léttvíni á Bazaar en það finnast engir vínþjónar á Íslandi og erum við því að leita að faglærðum vínþjóni erlendis.“ Guðjón segir kostinn hins vegar vera þann að mikið sé að gera í þessum bransa enda uppsveifla í landinu og fleiri ferðamenn. Hrefna Sætran, eigandi Grillmarkaðarins og Fiskmarkaðarins, hefur tekið eftir því að aðsókn nema í matreiðslu minnkar. „Þjónanemar hafa lengi verið fáir en það er miklu minna um matreiðslunema en áður var,“ segir hún en bætir við að veitingastaðir sínir hafi þó verið heppnir með starfsfólk. „Við höfum marga faglærða og það er af því að þegar við byrjuðum fengum við góðan kjarna af fólki. Við höfum til dæmis ekki lent í því að þurfa að ráða þjóna sem tala ekki íslensku,“ segir Hrefna. Hún segir stöðuna í dag einfaldlega þannig að ekki séu til nægilega margir faglærðir þjónar og matreiðslumenn til að sinna eftirspurninni. „Það sem hefur líka verið að gerast í gegnum árin er að veitingastaðir úti á landi bjóða betur í kokkanema til að þeir komi og vinni fyrir þá. Neminn segir þá upp samningnum við staðinn sem hann er að læra á. Þegar neminn hefur hætt í námi er ólíklegt að hann byrji aftur,“ segir Hrefna en hún þekkir mörg slík dæmi.Hörð keppni um starfsfólk Hrefna Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins Roks, tekur undir með Guðjóni og Hrefnu Sætran og segir að það hafi reynst mjög erfitt að fá starfsfólk með reynslu. Rok sé nýr staður og þurfi því að keppa við rótgrónari aðila um starfsfólk. Auðveldara sé fyrir þá aðila að bjóða betur. „Það er búin að vera gríðarleg vinna að þjálfa fólk sem ekki er með reynslu og við ákváðum að fjárfesta í því að þjálfa mannskapinn vel og þannig vonast til að halda í hann,“ segir Hrefna en hún telur að það sé mikil hreyfing í þjónustustörfum á borð við þjónsstörf. „Það eru mjög fáir að horfa á þjónsstarfið sem framtíðarstarfið.“ Hrefna segist halda að fjölgun veitingahúsa og hótela hafi áhrif á framboð starfsmanna í geiranum. Eftirspurnin sé orðin svo mikil.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016 Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Veitingastöðum á landinu gengur mörgum illa að ráða til sín starfsmenn með reynslu af þjónsstörfum eða matreiðslu. Fréttablaðið greindi frá því í gær að verulegur skortur væri á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfestu framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. Þeir segja þetta aðallega eiga við um þjónustu- og iðnaðarstörf og virðast ástæður vera margþættar. Fjölgun ferðamanna í landinu og uppsveifla í efnahagslífinu er meðal þess sem talið er hafa áhrif. „Þetta er auðvitað vandamál,“ segir Guðjón Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Bazaar, en erfitt reyndist að fá starfsfólk með reynslu í þjónustustörf þegar staðurinn var opnaður í maí. Brugðið var á það ráð að fá starfsfólk að utan í gegn um vinnumiðlun. „Við fengum ekki fólk með reynslu í störfin á Íslandi og þurftum því að leita út fyrir landsteinana. Það reyndar gekk svo ekki upp því að starfsfólkið sem kom var ekki með þá reynslu sem við vorum að leita eftir,“ segir Guðjón en í dag leitar Bazaar enn að starfsfólki. Hann segir að það gangi nokkuð betur að ráða á þessum tíma þar sem sumarið er að klárast en á sumrin fari margir þjónar og matreiðslumenn út á land að vinna. „Ég hef verið í þessum bransa í mörg ár og veit að þetta er vandamál í bænum. Það er hins vegar jafnvel meira mál úti á landi og þar er verið að bjóða starfsfólki hærri laun fyrir að koma og vinna,“ segir hann.Leita að fólki í útlöndum Guðjón segist neyðast til að fá starfsfólk að utan í vinnu. „Við þurfum til dæmis að fá uppvaskara í gegn um vinnumiðlun þar sem við fáum bara alls enga Íslendinga í þau störf. Við erum líka með mikið úrval af léttvíni á Bazaar en það finnast engir vínþjónar á Íslandi og erum við því að leita að faglærðum vínþjóni erlendis.“ Guðjón segir kostinn hins vegar vera þann að mikið sé að gera í þessum bransa enda uppsveifla í landinu og fleiri ferðamenn. Hrefna Sætran, eigandi Grillmarkaðarins og Fiskmarkaðarins, hefur tekið eftir því að aðsókn nema í matreiðslu minnkar. „Þjónanemar hafa lengi verið fáir en það er miklu minna um matreiðslunema en áður var,“ segir hún en bætir við að veitingastaðir sínir hafi þó verið heppnir með starfsfólk. „Við höfum marga faglærða og það er af því að þegar við byrjuðum fengum við góðan kjarna af fólki. Við höfum til dæmis ekki lent í því að þurfa að ráða þjóna sem tala ekki íslensku,“ segir Hrefna. Hún segir stöðuna í dag einfaldlega þannig að ekki séu til nægilega margir faglærðir þjónar og matreiðslumenn til að sinna eftirspurninni. „Það sem hefur líka verið að gerast í gegnum árin er að veitingastaðir úti á landi bjóða betur í kokkanema til að þeir komi og vinni fyrir þá. Neminn segir þá upp samningnum við staðinn sem hann er að læra á. Þegar neminn hefur hætt í námi er ólíklegt að hann byrji aftur,“ segir Hrefna en hún þekkir mörg slík dæmi.Hörð keppni um starfsfólk Hrefna Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins Roks, tekur undir með Guðjóni og Hrefnu Sætran og segir að það hafi reynst mjög erfitt að fá starfsfólk með reynslu. Rok sé nýr staður og þurfi því að keppa við rótgrónari aðila um starfsfólk. Auðveldara sé fyrir þá aðila að bjóða betur. „Það er búin að vera gríðarleg vinna að þjálfa fólk sem ekki er með reynslu og við ákváðum að fjárfesta í því að þjálfa mannskapinn vel og þannig vonast til að halda í hann,“ segir Hrefna en hún telur að það sé mikil hreyfing í þjónustustörfum á borð við þjónsstörf. „Það eru mjög fáir að horfa á þjónsstarfið sem framtíðarstarfið.“ Hrefna segist halda að fjölgun veitingahúsa og hótela hafi áhrif á framboð starfsmanna í geiranum. Eftirspurnin sé orðin svo mikil.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00