Draumur Írisar Evu um Ólympíuleika rættist í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Íris Eva kann vel við sig á Ólympíuleikunum í Ríó. Fréttablaðið/anton brink Ísland á fulltrúa meðal þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem starfa á Ólympíuleikunum. Fréttablaðið hitti Írisi Evu Hauksdóttur á frjálsíþróttavellinum í Ríó þar sem hún fékk úthlutað sex vöktum á leikunum. „Þetta er mikið ævintýri og rosalega skemmtilegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á svæðinu og inni á vellinum. Að fá að upplifa þetta svona nálægt,“ sagði Akureyringurinn Íris Eva, rétt áður en hún fór á sína fimmtu vakt á frjálsíþróttavellinum í Ríó. Hún hefur æft bæði frjálsar og fimleika. „Hér er þvílíkur fjöldi af fólki og myndavélarnar úti um allt. Hávaðinn sem myndast eins og þegar Bolt var hérna um daginn, það var bara brjálæði,“ segir Íris.Usain Bolt fagnar hér á góðri stundu í Ríó.Vísir/Anton Brink„Það var sérstakt að vera svona nálægt þegar Usain Bolt vann 100 metra hlaupið. Ég held að það sé ekki hægt að komast nær honum. Fólk er alveg að elta hann á röndum. Sjálfboðaliðarnir mega ekki taka myndir og eiga vera á ákveðnum stöðum en svo kemur hann og þá hlaupa allir á eftir honum eins og ég veit ekki hvað.“ Íris er sjúkraþjálfari og er í Ríó með vinkonu sinni sem er læknir. Þær eru á ferðinni um Suður-Ameríku og ætla að ferðast meira eftir leikana. Þær sóttu um að fara á Ólympíuleikana í desember 2014. „Eftir það þurftum við að taka ýmis próf eins og tungumálapróf á netinu. Ég held að þeir hafi bara viljað vita hvort það væri í lagi með okkur því þetta var ekkert voða flókið,“ segir Íris í léttum tón. Það tók langan tíma að komast inn en hún fékk loks staðfestingu í apríl. Íris hefur skemmt sér konunglega í Ríó.Vísir/Anton Brink„Þetta hefur alltaf verið draumur að fara á Ólympíuleika. Afi sagði mér frá því þegar hann fór 22 ára á Ólympíuleikana 1948. Hann var í fótbolta í Þór og þeim var nokkrum boðið að fara á Ólympíuleikana. Hann var alltaf að segja mér frá þessu og ég ætlaði því líka að fá að kynnast því að fara á Ólympíuleika,“ segir Íris Eva. „Ég veit ekki af neinum öðrum Íslendingi og þeir hjá ÍSÍ vissu ekki um neinn. Ég held að ég sú eina. það eru hátt í hundrað þúsund sjálfboðaliðar hérna og hver veit nema það leynist einhver annar,“ segir Íris, sem er klædd í einkennisgalla sjálfboðaliðanna frá toppi til táar og þar er guli liturinn áberandi. „Ég veit ekki hvort þetta sé fallegasti búningur sem ég á en ég mun örugglega geyma einn bol,“ segir Íris. En hvað með næstu leika eftir fjögur ár? „Örugglega, ef ég hef möguleika á því. Ég hef ekki komið til Tókýó,“ segir Íris. Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Ísland á fulltrúa meðal þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem starfa á Ólympíuleikunum. Fréttablaðið hitti Írisi Evu Hauksdóttur á frjálsíþróttavellinum í Ríó þar sem hún fékk úthlutað sex vöktum á leikunum. „Þetta er mikið ævintýri og rosalega skemmtilegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á svæðinu og inni á vellinum. Að fá að upplifa þetta svona nálægt,“ sagði Akureyringurinn Íris Eva, rétt áður en hún fór á sína fimmtu vakt á frjálsíþróttavellinum í Ríó. Hún hefur æft bæði frjálsar og fimleika. „Hér er þvílíkur fjöldi af fólki og myndavélarnar úti um allt. Hávaðinn sem myndast eins og þegar Bolt var hérna um daginn, það var bara brjálæði,“ segir Íris.Usain Bolt fagnar hér á góðri stundu í Ríó.Vísir/Anton Brink„Það var sérstakt að vera svona nálægt þegar Usain Bolt vann 100 metra hlaupið. Ég held að það sé ekki hægt að komast nær honum. Fólk er alveg að elta hann á röndum. Sjálfboðaliðarnir mega ekki taka myndir og eiga vera á ákveðnum stöðum en svo kemur hann og þá hlaupa allir á eftir honum eins og ég veit ekki hvað.“ Íris er sjúkraþjálfari og er í Ríó með vinkonu sinni sem er læknir. Þær eru á ferðinni um Suður-Ameríku og ætla að ferðast meira eftir leikana. Þær sóttu um að fara á Ólympíuleikana í desember 2014. „Eftir það þurftum við að taka ýmis próf eins og tungumálapróf á netinu. Ég held að þeir hafi bara viljað vita hvort það væri í lagi með okkur því þetta var ekkert voða flókið,“ segir Íris í léttum tón. Það tók langan tíma að komast inn en hún fékk loks staðfestingu í apríl. Íris hefur skemmt sér konunglega í Ríó.Vísir/Anton Brink„Þetta hefur alltaf verið draumur að fara á Ólympíuleika. Afi sagði mér frá því þegar hann fór 22 ára á Ólympíuleikana 1948. Hann var í fótbolta í Þór og þeim var nokkrum boðið að fara á Ólympíuleikana. Hann var alltaf að segja mér frá þessu og ég ætlaði því líka að fá að kynnast því að fara á Ólympíuleika,“ segir Íris Eva. „Ég veit ekki af neinum öðrum Íslendingi og þeir hjá ÍSÍ vissu ekki um neinn. Ég held að ég sú eina. það eru hátt í hundrað þúsund sjálfboðaliðar hérna og hver veit nema það leynist einhver annar,“ segir Íris, sem er klædd í einkennisgalla sjálfboðaliðanna frá toppi til táar og þar er guli liturinn áberandi. „Ég veit ekki hvort þetta sé fallegasti búningur sem ég á en ég mun örugglega geyma einn bol,“ segir Íris. En hvað með næstu leika eftir fjögur ár? „Örugglega, ef ég hef möguleika á því. Ég hef ekki komið til Tókýó,“ segir Íris.
Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira