Kú hættir á mjólkurmarkaði um áramótin ef samkeppnisumhverfið breytist ekki Una Sighvatsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 20:00 Alþingi hefur nú til endurskoðunar frumvarp að lögum um búvörusamninga, sem hafa verið afar umdeildir allt frá því þeir voru undirritaðir í vetur. Ekki síst hvað varðari áframhaldandi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði, sem samningarnir eru sagðir festa í sessi. Forstjóri MS var boðaður á fund atvinnuveganefndar Alþingis í dag, þar sem búvörulögin eru til umræðu. Fyrr í vikunni greiddi MS 480 milljóna króna sekt vegna alvarlegra sameppnisbrota, því kröfu um að sektin yrði felldn niður á meðan áfrýjunin er til meðferðar var hafnað. Samkeppniseftirlitið telur frumvarpið til búvörulaga þarfnast gagngerrar endurskoðunar, til að tryggja almannahagsmuni. Björt Ólafsdóttir segir það vonbrigði að meirihluti atvinnuveganefndar vilji ekki gera nægilegar breytingar á búvörusamningum til að tryggja samkeppni á mjólkursölumarkaði.Breytingar ýmist sagðar „róttækar" eða „minniháttar" Formaður atvinnuveganefndar segir að róttækar breytingar verði boðaðar á lögunum. Efnislega fæst ekki uppgefið strax hverjar þær breytingar verði, en Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar í nefndinni segir það gefa auga leið að breytingarnar séu minniháttar, enda telji formaður Bændasamtakana þær ekki svo miklar að taka þurfi samninginn upp að nýju. „Það liggur fyrir að samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, selt sér mjólk á lægra verði en hinum, það liggur líka fyrir að MS játar þetta alveg en segir að þetta sé þeim heimilt samkvæmt núverandi búvörulögum og það liggur líka fyrir að meirihluti atvinnuveganefndar ætlar ekki að breyta neinu í þessum lögum," segir Björt.MS með kverkatak á samkeppninni Meðal þess sem er gagnrýnt er að vald yfir verðlagningu á mjólkurafurðum verði fært til MS og að MS geti hindrað frekari vöxt samkeppnisaðila. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú, segir nýju búvörusamningana verri en núgildandi samninga því þeir færi Mjólkursamsölunni aukið vald til að hafa keppinauta sína undir og gefi henni í raun kverkatak á litlu keppinautunum. „Ég er nú nýlega búinn að sjá meirihlutaálitið sem nú er kynnt frá atvinnuveganefnd og í raun er það bara kattaþvottur og engin efnisbreyting á þeim drögum sem liggja fyrir Alþingi. Ólafur vonast til að nýtt þing vindi ofan af samningunum. Mjólkurbúið hefur ákveðið að reyna til þrautar fram að áramótum, en ekki lengur. „Verði ekki breyting á rekstrarumhverfi á mjólkurmarkaði þá munum við hætta þessari starfsemi og draga okkur út af mjólkurvörumarkaði." Búvörusamningar Tengdar fréttir Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56 Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Alþingi hefur nú til endurskoðunar frumvarp að lögum um búvörusamninga, sem hafa verið afar umdeildir allt frá því þeir voru undirritaðir í vetur. Ekki síst hvað varðari áframhaldandi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði, sem samningarnir eru sagðir festa í sessi. Forstjóri MS var boðaður á fund atvinnuveganefndar Alþingis í dag, þar sem búvörulögin eru til umræðu. Fyrr í vikunni greiddi MS 480 milljóna króna sekt vegna alvarlegra sameppnisbrota, því kröfu um að sektin yrði felldn niður á meðan áfrýjunin er til meðferðar var hafnað. Samkeppniseftirlitið telur frumvarpið til búvörulaga þarfnast gagngerrar endurskoðunar, til að tryggja almannahagsmuni. Björt Ólafsdóttir segir það vonbrigði að meirihluti atvinnuveganefndar vilji ekki gera nægilegar breytingar á búvörusamningum til að tryggja samkeppni á mjólkursölumarkaði.Breytingar ýmist sagðar „róttækar" eða „minniháttar" Formaður atvinnuveganefndar segir að róttækar breytingar verði boðaðar á lögunum. Efnislega fæst ekki uppgefið strax hverjar þær breytingar verði, en Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar í nefndinni segir það gefa auga leið að breytingarnar séu minniháttar, enda telji formaður Bændasamtakana þær ekki svo miklar að taka þurfi samninginn upp að nýju. „Það liggur fyrir að samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, selt sér mjólk á lægra verði en hinum, það liggur líka fyrir að MS játar þetta alveg en segir að þetta sé þeim heimilt samkvæmt núverandi búvörulögum og það liggur líka fyrir að meirihluti atvinnuveganefndar ætlar ekki að breyta neinu í þessum lögum," segir Björt.MS með kverkatak á samkeppninni Meðal þess sem er gagnrýnt er að vald yfir verðlagningu á mjólkurafurðum verði fært til MS og að MS geti hindrað frekari vöxt samkeppnisaðila. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú, segir nýju búvörusamningana verri en núgildandi samninga því þeir færi Mjólkursamsölunni aukið vald til að hafa keppinauta sína undir og gefi henni í raun kverkatak á litlu keppinautunum. „Ég er nú nýlega búinn að sjá meirihlutaálitið sem nú er kynnt frá atvinnuveganefnd og í raun er það bara kattaþvottur og engin efnisbreyting á þeim drögum sem liggja fyrir Alþingi. Ólafur vonast til að nýtt þing vindi ofan af samningunum. Mjólkurbúið hefur ákveðið að reyna til þrautar fram að áramótum, en ekki lengur. „Verði ekki breyting á rekstrarumhverfi á mjólkurmarkaði þá munum við hætta þessari starfsemi og draga okkur út af mjólkurvörumarkaði."
Búvörusamningar Tengdar fréttir Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56 Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56
Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30
Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00