Nýju útlendingalögin: Tilefni til mótmæla eða stormur í vatnsglasi? Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 12:00 Mikil umræða hefur myndast síðustu daga um ný útlendingalög Vísir/Samsett Þann 2. júní síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi ný lög um útlendinga. Lögin eiga við um alla útlendinga, hvort sem þeir komi til landsins í frí, atvinnuleit, sem hælisleitendur eða flóttafólk. Í gær efndi Íslenska Þjóðfylkingin til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi þar sem þessum nýju útlendingalögum var mótmælt. Skilgreining laganna á útlendingi er einstaklingur sem hefur ekki íslenskan ríkisborgararétt. Lögin gilda því um alla útlendinga, ekki eingöngu þá sem sækja um pólitískt hæli eða hafa stöðu flóttamanns. Þau gilda einnig um ferðamenn og skiptinema, alla þá erlendu ríkisborgara sem koma til Íslands. Lögin eiga að taka gildi þann 1. janúar 2017.Á vef innanríkisráðuneytisins segir að markmið með endurskoðun langanna sé að koma til móts við þarfir samfélagsins og einstaklinga. Einnig að tryggja að mannúð, jöfnuður og skilvirkni ríki við meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. Nýmæli í frumvarpinu eru meðal annars meiri samræming milli laga um útlendinga og laga um atvinnumál útlendinga, dvalarleyfaflokknum var breytt, skilyrði dvalarleyfa voru einfölduð og kaflar um alþjóðlega vernd voru endurskoðaðir í samræmi við alþjóðlega, evrópska og norræna þróun. Áður hafði verið lagt fram frumvarp í janúar 2013 sem ekki hlaut afgreiðslu en var samið í kjölfar skýrslu nefndar sem þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, skipaði um málefni útlendinga.Frétt Stöðvar 2 um mótmælin í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Þverpólitísk samstaða Um lögin ríkti þverpólitísk samstaða og fulltrúar allra flokka komu að samningu þess. 42 þingmenn samþykktu frumvarpið, tveir sátu hjá og 15 voru fjarverandi. Þeir þingmenn sem sátu hjá í atkvæðagreiðslu voru Brynjar Níelsson og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Í samtali við Vísi í gær sagði Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, ritari Íslensku Þjóðfylkingarinnar, að þær greinar sem helst væru gallaðar væru 33. til 57. grein. Þær greinar laganna taka til umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og útgáfu dvalarleyfa. Mótmæli og samstöðufundur á Austurvelli í gær.Vísir/StefánÓttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, fór fyrir þverpólitískri þingnefnd sem samdi frumvarpið. Nefndin hóf störf vorið 2014 en frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í apríl síðastliðnum. Ný lög eru 125 greinar og fela í sér endurskoðun og grundvallarbreytingu á uppsetningu á lögum frá árinu 2002. Aðal breytingarnar sem gerðar voru á lögunum voru að þau voru uppfærð til að uppfylla mannréttindasáttmála og barnasáttmála. „Við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svokölluðu hælisleitendur,“ sagði Óttarr í viðtali við fréttastofu þegar frumvarpið var lagt fram. Þá voru reglur um dvalar- og atvinnuleyfi uppfærðar vegna sérfræðniga og annarra sem koma til landsins. Afgreiðsla annarra mála varðandi útlendinga verður einnig færð á einn stað til að stytta afgreiðslutíma mála án þess að fækka stofnunum. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður ræðir við mótmælendur.Margt megi betur fara Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismaður, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt frumvarpið. Hann sagði í viðtali við Harmageddon í lok júlí að til að tryggja öryggi Íslendinga þyrfti að beita lokunum á landamæri landsins. „Öfgaliðið, no border liðið, gengur lengra en allt velsæmi biður upp á,“ sagði Jón meðal annars í viðtalinu. Í sama viðtali sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að margt í frumvarpinu mætti betur fara en að nýju lögin taki til dæmis betur á málefnum barna. Þá gaf hann lítið fyrir gagnrýni að í lögunum væri ekki talað um öryggi ríkisins og benti á að heill kafli væri í lögunum sem heitir Öryggi ríkisins. Þar kom einnig fram að Helgi Hrafn hafi samþykkt lögin á þeim grunni að hægt væri að endurskoða þau síðar. Helgi Hrafn hefur vakið athygli fyrir að hafa stigið út af þingfundi í gær til að ræða við meðlimi Íslensku Þjóðfylkingarinnar um útlendingalögin. Þar sagði hann meðal annars að sú gagnrýni sem fengi mestan hljómgrunn væri ekki á rökum reist. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, blaðamaður á Kvennablaðinu, var á Austurvelli í gær og náði myndbandi af spjalli þingmannsins við mótmælendur.Bæði Helgi Hrafn og Óttarr Proppé hafa bent á að við samningu frumvarpsins var tekið mið af nágrannalöndum og útlendingalöggjöf þeirra.Hver er þín skoðun á málinu? Taktu þátt í könnun Vísis hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Þverpólitísk sátt um breytingar á útlendingalögum Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi um útlendinga sem samið var af fulltrúum alra flokka á Alþingi. Söguleg niðurstaða að mati formanns nefndarinnar. 20. apríl 2016 14:00 Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Samstöðufundur og mótmæli á sama tíma Nokkur hundruð manns komu sama á Austurvelli í gær. Íslenska þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum. Á sama tíma hélt fjölmennur hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki. Fólk rökræddi hátt. 16. ágúst 2016 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Þann 2. júní síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi ný lög um útlendinga. Lögin eiga við um alla útlendinga, hvort sem þeir komi til landsins í frí, atvinnuleit, sem hælisleitendur eða flóttafólk. Í gær efndi Íslenska Þjóðfylkingin til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi þar sem þessum nýju útlendingalögum var mótmælt. Skilgreining laganna á útlendingi er einstaklingur sem hefur ekki íslenskan ríkisborgararétt. Lögin gilda því um alla útlendinga, ekki eingöngu þá sem sækja um pólitískt hæli eða hafa stöðu flóttamanns. Þau gilda einnig um ferðamenn og skiptinema, alla þá erlendu ríkisborgara sem koma til Íslands. Lögin eiga að taka gildi þann 1. janúar 2017.Á vef innanríkisráðuneytisins segir að markmið með endurskoðun langanna sé að koma til móts við þarfir samfélagsins og einstaklinga. Einnig að tryggja að mannúð, jöfnuður og skilvirkni ríki við meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. Nýmæli í frumvarpinu eru meðal annars meiri samræming milli laga um útlendinga og laga um atvinnumál útlendinga, dvalarleyfaflokknum var breytt, skilyrði dvalarleyfa voru einfölduð og kaflar um alþjóðlega vernd voru endurskoðaðir í samræmi við alþjóðlega, evrópska og norræna þróun. Áður hafði verið lagt fram frumvarp í janúar 2013 sem ekki hlaut afgreiðslu en var samið í kjölfar skýrslu nefndar sem þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, skipaði um málefni útlendinga.Frétt Stöðvar 2 um mótmælin í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Þverpólitísk samstaða Um lögin ríkti þverpólitísk samstaða og fulltrúar allra flokka komu að samningu þess. 42 þingmenn samþykktu frumvarpið, tveir sátu hjá og 15 voru fjarverandi. Þeir þingmenn sem sátu hjá í atkvæðagreiðslu voru Brynjar Níelsson og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Í samtali við Vísi í gær sagði Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, ritari Íslensku Þjóðfylkingarinnar, að þær greinar sem helst væru gallaðar væru 33. til 57. grein. Þær greinar laganna taka til umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og útgáfu dvalarleyfa. Mótmæli og samstöðufundur á Austurvelli í gær.Vísir/StefánÓttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, fór fyrir þverpólitískri þingnefnd sem samdi frumvarpið. Nefndin hóf störf vorið 2014 en frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í apríl síðastliðnum. Ný lög eru 125 greinar og fela í sér endurskoðun og grundvallarbreytingu á uppsetningu á lögum frá árinu 2002. Aðal breytingarnar sem gerðar voru á lögunum voru að þau voru uppfærð til að uppfylla mannréttindasáttmála og barnasáttmála. „Við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svokölluðu hælisleitendur,“ sagði Óttarr í viðtali við fréttastofu þegar frumvarpið var lagt fram. Þá voru reglur um dvalar- og atvinnuleyfi uppfærðar vegna sérfræðniga og annarra sem koma til landsins. Afgreiðsla annarra mála varðandi útlendinga verður einnig færð á einn stað til að stytta afgreiðslutíma mála án þess að fækka stofnunum. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður ræðir við mótmælendur.Margt megi betur fara Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismaður, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt frumvarpið. Hann sagði í viðtali við Harmageddon í lok júlí að til að tryggja öryggi Íslendinga þyrfti að beita lokunum á landamæri landsins. „Öfgaliðið, no border liðið, gengur lengra en allt velsæmi biður upp á,“ sagði Jón meðal annars í viðtalinu. Í sama viðtali sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að margt í frumvarpinu mætti betur fara en að nýju lögin taki til dæmis betur á málefnum barna. Þá gaf hann lítið fyrir gagnrýni að í lögunum væri ekki talað um öryggi ríkisins og benti á að heill kafli væri í lögunum sem heitir Öryggi ríkisins. Þar kom einnig fram að Helgi Hrafn hafi samþykkt lögin á þeim grunni að hægt væri að endurskoða þau síðar. Helgi Hrafn hefur vakið athygli fyrir að hafa stigið út af þingfundi í gær til að ræða við meðlimi Íslensku Þjóðfylkingarinnar um útlendingalögin. Þar sagði hann meðal annars að sú gagnrýni sem fengi mestan hljómgrunn væri ekki á rökum reist. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, blaðamaður á Kvennablaðinu, var á Austurvelli í gær og náði myndbandi af spjalli þingmannsins við mótmælendur.Bæði Helgi Hrafn og Óttarr Proppé hafa bent á að við samningu frumvarpsins var tekið mið af nágrannalöndum og útlendingalöggjöf þeirra.Hver er þín skoðun á málinu? Taktu þátt í könnun Vísis hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Þverpólitísk sátt um breytingar á útlendingalögum Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi um útlendinga sem samið var af fulltrúum alra flokka á Alþingi. Söguleg niðurstaða að mati formanns nefndarinnar. 20. apríl 2016 14:00 Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Samstöðufundur og mótmæli á sama tíma Nokkur hundruð manns komu sama á Austurvelli í gær. Íslenska þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum. Á sama tíma hélt fjölmennur hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki. Fólk rökræddi hátt. 16. ágúst 2016 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Þverpólitísk sátt um breytingar á útlendingalögum Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi um útlendinga sem samið var af fulltrúum alra flokka á Alþingi. Söguleg niðurstaða að mati formanns nefndarinnar. 20. apríl 2016 14:00
Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14
Samstöðufundur og mótmæli á sama tíma Nokkur hundruð manns komu sama á Austurvelli í gær. Íslenska þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum. Á sama tíma hélt fjölmennur hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki. Fólk rökræddi hátt. 16. ágúst 2016 07:00