Volkswagen og Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ræða nú um að semja vegna útblásturssvindls Volkswagen. Ráðuneytið hefur úrskurðað að fyrirtækið hafi brotið gegn lögum. Sektir fyrirtækisins í Bandaríkjunum gætu verið meira en 1,2 milljarðar dala eða rúmir 140 milljarðar króna. Heildarkostnaður fyrirtækisins gæti þó verið mun meiri en það.
Fyrirtækið hefur viðurkennt að hafa svindlað á prófunum varðandi útblástur bíla og hefur samþykkt að kaupa kaupa umrædda bíla til baka.
Um er að ræða tæplega hálfa milljón bíla í Bandaríkjunum.
Samkvæmt heimildum Reuters felur mögulegt samkomulag í sér að VW muni einnig verja tveimur milljörðum dala á næstu tíu árum til stuðnings við notendur rafbíla og annarra umhverfisvænna ökutækja. Þá mun fyrirtækið einnig hjálpa yfirvöldum að kaupa nýjar rútur.
Ræða samning vegna útblásturssvindlsins

Tengdar fréttir

Verksmiðjufólk VW fær bónusa þrátt fyrir dísilvélasvindlið
Bónusar lækka um 260.000 kr. en nema samt 540.000 kr.

Flestir dísilbílar með margfalda uppgefna mengun
Rannsókn á vegum þýskra yfirvalda leiddi í ljós sjöfalda mengun að meðaltali.

Hagnaðaraukning Renault 41% en 12% niður hjá Volkswagen
Porsche jók hagnað sinn um 7,7%, Skoda um 31% og Seat um 132%.

Dísilvélasvindl Volkswagen kostar 1.875 milljarða í Bandaríkjunum
Hver bíleigandi vestnahafs fær 640.000 til 1.250.000 krónur í skaðabætur.

Söluminnkun hjá Volkswagen í júlí
Audi, Skoda og Seat með aukningu en minnkun hjá Porsche.

Volkswagen toppar Toyota í sölu
VW seldi 5,12 milljón bíla en Toyota 4,99 á fyrri helmingi ársins.