Ekki sátt um afnám verðtryggingar Snærós Sindradóttir skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson kynntu frumvörpin á blaðamannafundi í Hörpu í gær. vísir/gva „Þetta er eins langt og hægt er að komast í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Stundum verður maður að miðla málum,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um nýtt frumvarp um verðtryggingu sem kynnt var í gær. Samhliða var kynnt frumvarp um nýtingu séreignalífeyrissparnaðar við kaup á fyrstu íbúð, verkefni sem ber heitið Fyrsta fasteign. Verðtryggingarfrumvarpið miðar að því að banna verðtryggð lán, lengri en 25 ár, nema í undantekningartilfellum. Undanþágur verða veittar ungu fólki, tekjulágum og einstaklingum sem taka lán með lágu veðsetningarhlutfalli. Í kosningabæklingi Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að Framsóknarflokkurinn vilji „afnema verðtryggingu á neytendalánum.“ Ljóst er að frumvarpið sem kynnt var í gær nær ekki því markmiði. „Ég hef skrifað um kosti þess og galla að banna verðtryggingu á nýjum lánum. Það hefði verið það sem ég hefði kosið. En þetta er málamiðlun tveggja flokka þar sem annar flokkurinn er ekki sammála mér,“ segir Frosti. Þingið mun taka við málinu og Frosti væntir þess að fá frumvarpið inn í sína nefnd. Þar verði kallað eftir umsögnum um það og nefndin taki sér góðan tíma til að fara yfir málið.Sigríður Ingibjörg IngadóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, lagði fram frumvarp um afnám verðtryggingar í janúar á þessu ári. Í frumvarpinu var lagt upp með að banna nýjar verðtryggðar lánveitingar. „Framsóknarflokkurinn er núna búinn að lúffa. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins sem hefur orðið ofan á. Það sem liggur fyrir er að það er ekki verið að efna kosningaloforð um afnám verðtryggingar en það er verið að reyna að lina vaxtaokrið sem fylgir íslensku krónunni.“Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir frumvarpið áfangasigur og lítur svo á að það sé fyrsta skrefið af mörgum í afnámi verðtryggingar. „Það er hins vegar þannig að það er búið að flýta kosningum. En við leggjum mikla áherslu að klára þessi mál.“Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að samkvæmt frumvarpinu geti nokkuð stórir hópar enn tekið verðtryggð lán. „Það er frekar millitekjuhópurinn og upp úr sem hefur skert aðgengi að slíkum lánum. Samspil þess og aftur möguleikarnir til að nýta séreignarsparnað til að greiða óverðtryggð lán getur hvatt til frekari töku óverðtryggðra lána sem er af hinu góða.“ „En auðvitað er grunnvandinn alltaf hátt vaxtastig okkar en ekki verðtryggingin sem slík,“ segir Þorsteinn. Hann leggur áherslu á að nægur tími verði tekinn til að ráðast í það sem hann kallar umfangsmiklar kerfisbreytingar. Mat verði lagt á áhrif frumvarpanna og ekki verði of mikill flýtir hafður á afgreiðslu þeirra. Hvaða þýðingu hafa frumvörpin? Húsnæðisfrumvarpið framlengir rétt fólks til að nýta séreignarlífeyrissparnaðinn til fyrstu húsnæðiskaupa um tíu ár. Að hámarki má nýta 500 þúsund krónur á ári í úrræðið svo í besta falli getur einstaklingur safnað fimm milljón krónum á tímabilinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þrjár leiðir standi fólki til boða. 1) Skattfrjáls séreignarsparnaður safnist upp á tíu árum sem hluti í útborgun 2) Skattfrjáls séreignarsparnaður greiðist inn á höfuðstól um hver mánaðamót í tíu ár. 3) Blönduð leið þar sem skattfrjáls séreignarsparnaður greiðir niður höfuðstól óverðtryggðs láns og lækkar greiðslubyrði. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segist ekki hafa áhyggjur af því að fullnýting úrræðisins muni hafa áhrif á fjárhagslega stöðu þegar á lífeyrisaldur er komið. „Í eðli sínu ættir þú að vera betur settur og færð verulegt skattahagræði. Þú ert með minni séreign en væntanlega með meiri eign í fasteign. Það má ekki gleyma því að húsnæðiseign landsmanna hefur ekki síður verið uppspretta lífeyris á efri árum.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
„Þetta er eins langt og hægt er að komast í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Stundum verður maður að miðla málum,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um nýtt frumvarp um verðtryggingu sem kynnt var í gær. Samhliða var kynnt frumvarp um nýtingu séreignalífeyrissparnaðar við kaup á fyrstu íbúð, verkefni sem ber heitið Fyrsta fasteign. Verðtryggingarfrumvarpið miðar að því að banna verðtryggð lán, lengri en 25 ár, nema í undantekningartilfellum. Undanþágur verða veittar ungu fólki, tekjulágum og einstaklingum sem taka lán með lágu veðsetningarhlutfalli. Í kosningabæklingi Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að Framsóknarflokkurinn vilji „afnema verðtryggingu á neytendalánum.“ Ljóst er að frumvarpið sem kynnt var í gær nær ekki því markmiði. „Ég hef skrifað um kosti þess og galla að banna verðtryggingu á nýjum lánum. Það hefði verið það sem ég hefði kosið. En þetta er málamiðlun tveggja flokka þar sem annar flokkurinn er ekki sammála mér,“ segir Frosti. Þingið mun taka við málinu og Frosti væntir þess að fá frumvarpið inn í sína nefnd. Þar verði kallað eftir umsögnum um það og nefndin taki sér góðan tíma til að fara yfir málið.Sigríður Ingibjörg IngadóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, lagði fram frumvarp um afnám verðtryggingar í janúar á þessu ári. Í frumvarpinu var lagt upp með að banna nýjar verðtryggðar lánveitingar. „Framsóknarflokkurinn er núna búinn að lúffa. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins sem hefur orðið ofan á. Það sem liggur fyrir er að það er ekki verið að efna kosningaloforð um afnám verðtryggingar en það er verið að reyna að lina vaxtaokrið sem fylgir íslensku krónunni.“Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir frumvarpið áfangasigur og lítur svo á að það sé fyrsta skrefið af mörgum í afnámi verðtryggingar. „Það er hins vegar þannig að það er búið að flýta kosningum. En við leggjum mikla áherslu að klára þessi mál.“Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að samkvæmt frumvarpinu geti nokkuð stórir hópar enn tekið verðtryggð lán. „Það er frekar millitekjuhópurinn og upp úr sem hefur skert aðgengi að slíkum lánum. Samspil þess og aftur möguleikarnir til að nýta séreignarsparnað til að greiða óverðtryggð lán getur hvatt til frekari töku óverðtryggðra lána sem er af hinu góða.“ „En auðvitað er grunnvandinn alltaf hátt vaxtastig okkar en ekki verðtryggingin sem slík,“ segir Þorsteinn. Hann leggur áherslu á að nægur tími verði tekinn til að ráðast í það sem hann kallar umfangsmiklar kerfisbreytingar. Mat verði lagt á áhrif frumvarpanna og ekki verði of mikill flýtir hafður á afgreiðslu þeirra. Hvaða þýðingu hafa frumvörpin? Húsnæðisfrumvarpið framlengir rétt fólks til að nýta séreignarlífeyrissparnaðinn til fyrstu húsnæðiskaupa um tíu ár. Að hámarki má nýta 500 þúsund krónur á ári í úrræðið svo í besta falli getur einstaklingur safnað fimm milljón krónum á tímabilinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þrjár leiðir standi fólki til boða. 1) Skattfrjáls séreignarsparnaður safnist upp á tíu árum sem hluti í útborgun 2) Skattfrjáls séreignarsparnaður greiðist inn á höfuðstól um hver mánaðamót í tíu ár. 3) Blönduð leið þar sem skattfrjáls séreignarsparnaður greiðir niður höfuðstól óverðtryggðs láns og lækkar greiðslubyrði. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segist ekki hafa áhyggjur af því að fullnýting úrræðisins muni hafa áhrif á fjárhagslega stöðu þegar á lífeyrisaldur er komið. „Í eðli sínu ættir þú að vera betur settur og færð verulegt skattahagræði. Þú ert með minni séreign en væntanlega með meiri eign í fasteign. Það má ekki gleyma því að húsnæðiseign landsmanna hefur ekki síður verið uppspretta lífeyris á efri árum.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira