Tekist á strax á fyrsta degi Alþingis Snærós Sindradóttir skrifar 16. ágúst 2016 06:00 Alþingi kom saman í dag á þingfund fyrir það sem verður eitt stysta þing í sögunni. vísir/anton brink Það var tekist á um ræðu forsætisráðherra þegar þing kom aftur saman í gær eftir sumarfrí. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra að engin trygging væri fyrir góðum horfum í efnahagsmálum. Þar skipti helst máli hver væri við stjórnvölinn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði forsætisráðherra sleppa því að minnast á hátt vaxtastig Seðlabankans sem nú eru 5,75 prósent og sagði hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa einkennst af því að passa upp á hina efnameiri og nefndi lækkun veiðigjalda á stórútgerðina í því samhengi. Þessu svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og var mikið niðri fyrir. „Menn nefna veiðigjöldin. Staðreyndin er sú að þessi ríkisstjórn hefur tekið á annan tug milljarða í veiðigjöld umfram það sem ríkisstjórn vinstri flokkanna gerði í fjögur ár.“ Þá var hart tekist á í óundirbúnum fyrirspurnatíma ráðherra en þar beindi Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, þeirri fyrirspurn til forsætisráðherra hvort hann gerði sér grein fyrir því að þeir tekjuhærri og þeir sem skulda mest hafi komið betur út úr skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi sagði sögunni snúið á haus, að aðgerðin hafi tekist afburðavel og benti á að eignir fólks í eigin húsnæði hafi vaxið um 45 prósentustig á starfstíma ríkisstjórnarinnar. „Hver vildi ekki frekar vera í þeim sporum að eiga stærri hlut í sínu eigin húsnæði og borga minna til bankanna en að þurfa að treysta á að ríkið komi með vaxtabætur til að viðhalda þeirri snöru sem bankakerfið og kerfið sem slíkt býr við hefur búið til?“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Það var tekist á um ræðu forsætisráðherra þegar þing kom aftur saman í gær eftir sumarfrí. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra að engin trygging væri fyrir góðum horfum í efnahagsmálum. Þar skipti helst máli hver væri við stjórnvölinn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði forsætisráðherra sleppa því að minnast á hátt vaxtastig Seðlabankans sem nú eru 5,75 prósent og sagði hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa einkennst af því að passa upp á hina efnameiri og nefndi lækkun veiðigjalda á stórútgerðina í því samhengi. Þessu svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og var mikið niðri fyrir. „Menn nefna veiðigjöldin. Staðreyndin er sú að þessi ríkisstjórn hefur tekið á annan tug milljarða í veiðigjöld umfram það sem ríkisstjórn vinstri flokkanna gerði í fjögur ár.“ Þá var hart tekist á í óundirbúnum fyrirspurnatíma ráðherra en þar beindi Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, þeirri fyrirspurn til forsætisráðherra hvort hann gerði sér grein fyrir því að þeir tekjuhærri og þeir sem skulda mest hafi komið betur út úr skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi sagði sögunni snúið á haus, að aðgerðin hafi tekist afburðavel og benti á að eignir fólks í eigin húsnæði hafi vaxið um 45 prósentustig á starfstíma ríkisstjórnarinnar. „Hver vildi ekki frekar vera í þeim sporum að eiga stærri hlut í sínu eigin húsnæði og borga minna til bankanna en að þurfa að treysta á að ríkið komi með vaxtabætur til að viðhalda þeirri snöru sem bankakerfið og kerfið sem slíkt býr við hefur búið til?“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira