Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þingsályktunartillaga um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Reykjavíkurflugvallar verður lögð fram á næstu dögum. „Það er stefnt að því að gera það sem allra fyrst. Hún er í lokavinnslu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem býst fastlega við því að verða á meðal flutningsmanna tillögunnar. Hann efast þó um að hægt verði að kjósa um framtíð flugvallarins samhliða alþingiskosningum vegna laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Það væri æskilegt og það er eitt af því sem við erum að skoða núna en ég óttast um að tíminn sé orðinn of naumur, því miður,“ segir Þorsteinn. „Það breytir ekki því að þetta er þverpólitískur hópur sem vill að þjóðin fái tækifæri til að segja í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vilji að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram i Vatnsmýri,“ segir Þorsteinn. Þó segir hann engan úr röðum Pírata og Bjartrar framtíðar standa að fyrirhugaðri tillögu. Ekki liggur fyrir hverjir verða flutningsmenn tillögunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, verði fyrsti flutningsmaður. „Það er ekki ákveðið. Ég get þó alveg hugsað mér það,“ segir Þorsteinn. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýri, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þá vildi hann ekki svara því hvort samtal hafi átt sér stað milli Hjartans í Vatnsmýri og hópsins sem stendur að tillögunni. Félagið hefur undanfarin misseri barist fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri. Í júní kvað Hæstiréttur upp dóm um að loka bæri NA-SV flugbraut flugvallarins, svokallaðri neyðarbraut, innan sextán vikna. Reykjavíkurborg hafði þá höfðað mál á hendur innanríkisráðuneyti vegna ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma um að neita að loka brautinni. „Það er margt sem bendir til þess að þetta mál sem ríkið rak hafi ekki verið nógu vel reifað af hálfu ríkisins. En áður en lengra er haldið þykir okkur rétt að vita vilja landsmanna í þessu máli,“ segir Þorsteinn.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Þingsályktunartillaga um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Reykjavíkurflugvallar verður lögð fram á næstu dögum. „Það er stefnt að því að gera það sem allra fyrst. Hún er í lokavinnslu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem býst fastlega við því að verða á meðal flutningsmanna tillögunnar. Hann efast þó um að hægt verði að kjósa um framtíð flugvallarins samhliða alþingiskosningum vegna laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Það væri æskilegt og það er eitt af því sem við erum að skoða núna en ég óttast um að tíminn sé orðinn of naumur, því miður,“ segir Þorsteinn. „Það breytir ekki því að þetta er þverpólitískur hópur sem vill að þjóðin fái tækifæri til að segja í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vilji að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram i Vatnsmýri,“ segir Þorsteinn. Þó segir hann engan úr röðum Pírata og Bjartrar framtíðar standa að fyrirhugaðri tillögu. Ekki liggur fyrir hverjir verða flutningsmenn tillögunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, verði fyrsti flutningsmaður. „Það er ekki ákveðið. Ég get þó alveg hugsað mér það,“ segir Þorsteinn. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýri, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þá vildi hann ekki svara því hvort samtal hafi átt sér stað milli Hjartans í Vatnsmýri og hópsins sem stendur að tillögunni. Félagið hefur undanfarin misseri barist fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri. Í júní kvað Hæstiréttur upp dóm um að loka bæri NA-SV flugbraut flugvallarins, svokallaðri neyðarbraut, innan sextán vikna. Reykjavíkurborg hafði þá höfðað mál á hendur innanríkisráðuneyti vegna ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma um að neita að loka brautinni. „Það er margt sem bendir til þess að þetta mál sem ríkið rak hafi ekki verið nógu vel reifað af hálfu ríkisins. En áður en lengra er haldið þykir okkur rétt að vita vilja landsmanna í þessu máli,“ segir Þorsteinn.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira