Danir töpuðu með þriggja marka mun, 33-30, fyrir Frökkum í síðasta leik þeirra í A-riðli handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í Ríó í dag.
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar luku því leik í riðlakeppninni með sex stig, eftir þrjá sigra og tvö töp. Danir enduðu í 3. sæti A-riðils og mæta Slóvenum í 8-liða úrslitunum.
Það var fátt um varnir í leik dagsins og bæði lið skoruðu nánast að vild.
Frakkar leiddu með einu marki í hálfleik, 17-16, en Danir byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og komust í 18-22 eftir 6-1 kafla.
Þá sögðu Ólympíumeistararnir stopp og sigu jafnt og þétt fram úr danska liðinu. Frakkar breyttu stöðunni úr 22-24 í 29-26 og unnu að lokum þriggja marka sigur, 33-30.
Kentin Mahe var markahæstur í liði Frakka með níu mörk en Daniel Narcisse kom næstur með átta. Þessi reyndi kappi var með 100% skotnýtingu í leiknum. Frakkland mætir Brasilíu í 8-liða úrslitunum.
Mikkel Hansen skoraði átta mörk fyrir Dani og Lasse Svan Hansen sex.
Danir töpuðu og misstu 2. sætið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn





