Formaður VG: Fjarri því að vera boðað afnám verðtryggingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2016 14:26 Katrín segir að svo líti út fyrir að boðaðar aðgerðir ríkistjórnarinnar þýði að fólk með háar tekjur fái mestan skattaafslátt. Vísir/GVA „Við fyrstu sýn er þetta fjarri því að vera afnám verðtryggingar sem búið var að boða að yrði kynnt,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna um væntanlegt frumvarp um takmörkun á svokölluðum Íslandslánum. Hún segir jafnframt að svo líti út fyrir að boðað frumvarp um stuðning við kaup á fyrstu fasteign nýtist þeim best sem hæstar hafi tekjur. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu nýtt frumvarp til laga um stuðning við kaup á fyrstu fasteign í Hörpu fyrir stundu. Þá var einnig boðuð takmörkun fjörutíu ára verðtryggðra jafngreiðslulána, svonefndra Íslandslána. Almennt verður ekki heimilt að taka slíkt lán til lengri tíma en 25 ára. Um tillögurnar sem kynntar voru vegna stuðnings við fyrstu kaup á fasteign segir Katrín að þær séu í takt við það sem þegar hefur verið gert varðandi nýtingu séreignasparnaðar inn á húsnæðislán eða til fasteignakaupa.Úr kynningarefni frá fundinum í dag.Vísir„Eins og þetta er kynnt virðist það vera þannig að fólk með háar tekjur fái mestan skattaafslátt,“ segir Katrín en í kynningunni á frumvarpinu voru tekin dæmi um hjón með samanlagðar tekjur upp á átta hundruð þúsund krónur á mánuði og einstakling með tekjur upp á fimm hundruð þúsund krónur á mánuði. Kallar Katrín eftir nánari greiningu á frumvarpinu og segir hún að þingflokkur VG muni leggja áherslu á það að kalla eftir slíkum upplýsingum á þingi sem kemur aftur saman í dag. „Ég myndi segja að þarna hafi vantað alla greiningu, bæði hvað varðar áhrifin á ólíka tekjuhópa og og hvað varða greiningu á áhrifum á lífeyriskerfið,“ segir Katrín. „Við munum kalla eftir þessum upplýsingum en það hefur komið á daginn með fyrri Hörpu-kynningar að það hefur reynst mjög erfitt að fá slík gögn,“ segir Katrín að lokum og vísar þar til skýrslu um það hvernig Leiðréttingin dreifðist á ólíka tekjuhópa sem hún kallaði eftir í nóvember á síðasta ári en hefur enn ekki komið út. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni. Alþingi Tengdar fréttir Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. 15. ágúst 2016 14:25 Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Við fyrstu sýn er þetta fjarri því að vera afnám verðtryggingar sem búið var að boða að yrði kynnt,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna um væntanlegt frumvarp um takmörkun á svokölluðum Íslandslánum. Hún segir jafnframt að svo líti út fyrir að boðað frumvarp um stuðning við kaup á fyrstu fasteign nýtist þeim best sem hæstar hafi tekjur. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu nýtt frumvarp til laga um stuðning við kaup á fyrstu fasteign í Hörpu fyrir stundu. Þá var einnig boðuð takmörkun fjörutíu ára verðtryggðra jafngreiðslulána, svonefndra Íslandslána. Almennt verður ekki heimilt að taka slíkt lán til lengri tíma en 25 ára. Um tillögurnar sem kynntar voru vegna stuðnings við fyrstu kaup á fasteign segir Katrín að þær séu í takt við það sem þegar hefur verið gert varðandi nýtingu séreignasparnaðar inn á húsnæðislán eða til fasteignakaupa.Úr kynningarefni frá fundinum í dag.Vísir„Eins og þetta er kynnt virðist það vera þannig að fólk með háar tekjur fái mestan skattaafslátt,“ segir Katrín en í kynningunni á frumvarpinu voru tekin dæmi um hjón með samanlagðar tekjur upp á átta hundruð þúsund krónur á mánuði og einstakling með tekjur upp á fimm hundruð þúsund krónur á mánuði. Kallar Katrín eftir nánari greiningu á frumvarpinu og segir hún að þingflokkur VG muni leggja áherslu á það að kalla eftir slíkum upplýsingum á þingi sem kemur aftur saman í dag. „Ég myndi segja að þarna hafi vantað alla greiningu, bæði hvað varðar áhrifin á ólíka tekjuhópa og og hvað varða greiningu á áhrifum á lífeyriskerfið,“ segir Katrín. „Við munum kalla eftir þessum upplýsingum en það hefur komið á daginn með fyrri Hörpu-kynningar að það hefur reynst mjög erfitt að fá slík gögn,“ segir Katrín að lokum og vísar þar til skýrslu um það hvernig Leiðréttingin dreifðist á ólíka tekjuhópa sem hún kallaði eftir í nóvember á síðasta ári en hefur enn ekki komið út. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.
Alþingi Tengdar fréttir Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. 15. ágúst 2016 14:25 Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. 15. ágúst 2016 14:25
Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent