Þingmaður telur lykilatriði að Sigmundur Davíð þvælist ekki fyrir þingstörfum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2016 11:05 Páll og Sigmundur eru ósammála um hvor þeirra gæti þvælst fyrir þingstörfum. vísir Það er lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að formaður Framsóknarflokksins þvælist ekki fyrir. Svo ritar Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Facebook-síðu sína. Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra í vor var tilkynnt í þinghúsinu að kjörtímabilið nú yrði stytt um eitt löggjafarþing. Síðan þá hefur verið vafi uppi um hvenær kosningar skyldu fara fram. Í síðustu viku var tilkynnt að kosningar myndu fara fram 29. október. Ákveðnir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, og formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, hafa talað um afleik stjórnarinnar í þessum efnum. Fastur kjördagur veiti stjórnarandstöðunni vopn og hún geti tafið þingstörf.Sjá einnig:Sigurður Ingi: Sameiginleg sýn að kjósa 29. október Í frétt á vef RÚV í gær kom fram að til stæði að kynna frumvörp sem draga úr vægi verðtryggingar. „Þetta er augljóslega eitt af stóru málunum þannig að ég geri ráð fyrir að stjórnarandstaðan, vilji hún kosningar á þessum degi, þvælist ekki mjög mikið fyrir,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali við RÚV af því tilfelli. „Sigmundur Davíð virðist vera kominn í leitirnar aftur en eins og allir vita þá kom hann óvænt heim í sumar. En svo hvarf hann aftur og gaf sér meira segja ekki tíma til þess að vera viðstaddur innsetningu nýs forseta lýðveldsins einn formanna stjórnmálaflokka,“ segir í áðurnefndri færslu Páls Vals en þar gerir hann umrædd ummæli Sigmundar að umræðuefni. „En nú er hann semsagt mættur, fjallbrattur sem fyrr og segir að það sé hugsanlega hægt að kjósa 29. okt ef stjórnarandstaðan verði ekki að flækjast fyrir. Ég tel það aftur á móti lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að hann sjálfur verði ekki að þvælast fyrir. Það er sá lærdómur sem má draga af þingstörfum síðasta vor.“ Alþingi Tengdar fréttir Þing kemur saman í dag: Forsætisráðherra flytur skýrslu um stöðu þjóðmála Formenn þingflokka Alþingis munu funda klukkan 11 í dag og verður þing sett klukkan 15. 15. ágúst 2016 07:33 Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. 3. júní 2016 13:45 Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Gunnar Bragi Sveinsson er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. 13. ágúst 2016 14:13 Telur að forsætisráðherra hefði átt að ræða dagsetningu kosninga við þingflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun fara yfir ákvörðun sína og fjármálaráðherra um fastsetningu kjördags hinn 29. október á þingflokksfundi Framsóknarmanna á morgun. 14. ágúst 2016 16:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Það er lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að formaður Framsóknarflokksins þvælist ekki fyrir. Svo ritar Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Facebook-síðu sína. Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra í vor var tilkynnt í þinghúsinu að kjörtímabilið nú yrði stytt um eitt löggjafarþing. Síðan þá hefur verið vafi uppi um hvenær kosningar skyldu fara fram. Í síðustu viku var tilkynnt að kosningar myndu fara fram 29. október. Ákveðnir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, og formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, hafa talað um afleik stjórnarinnar í þessum efnum. Fastur kjördagur veiti stjórnarandstöðunni vopn og hún geti tafið þingstörf.Sjá einnig:Sigurður Ingi: Sameiginleg sýn að kjósa 29. október Í frétt á vef RÚV í gær kom fram að til stæði að kynna frumvörp sem draga úr vægi verðtryggingar. „Þetta er augljóslega eitt af stóru málunum þannig að ég geri ráð fyrir að stjórnarandstaðan, vilji hún kosningar á þessum degi, þvælist ekki mjög mikið fyrir,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali við RÚV af því tilfelli. „Sigmundur Davíð virðist vera kominn í leitirnar aftur en eins og allir vita þá kom hann óvænt heim í sumar. En svo hvarf hann aftur og gaf sér meira segja ekki tíma til þess að vera viðstaddur innsetningu nýs forseta lýðveldsins einn formanna stjórnmálaflokka,“ segir í áðurnefndri færslu Páls Vals en þar gerir hann umrædd ummæli Sigmundar að umræðuefni. „En nú er hann semsagt mættur, fjallbrattur sem fyrr og segir að það sé hugsanlega hægt að kjósa 29. okt ef stjórnarandstaðan verði ekki að flækjast fyrir. Ég tel það aftur á móti lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að hann sjálfur verði ekki að þvælast fyrir. Það er sá lærdómur sem má draga af þingstörfum síðasta vor.“
Alþingi Tengdar fréttir Þing kemur saman í dag: Forsætisráðherra flytur skýrslu um stöðu þjóðmála Formenn þingflokka Alþingis munu funda klukkan 11 í dag og verður þing sett klukkan 15. 15. ágúst 2016 07:33 Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. 3. júní 2016 13:45 Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Gunnar Bragi Sveinsson er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. 13. ágúst 2016 14:13 Telur að forsætisráðherra hefði átt að ræða dagsetningu kosninga við þingflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun fara yfir ákvörðun sína og fjármálaráðherra um fastsetningu kjördags hinn 29. október á þingflokksfundi Framsóknarmanna á morgun. 14. ágúst 2016 16:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Þing kemur saman í dag: Forsætisráðherra flytur skýrslu um stöðu þjóðmála Formenn þingflokka Alþingis munu funda klukkan 11 í dag og verður þing sett klukkan 15. 15. ágúst 2016 07:33
Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. 3. júní 2016 13:45
Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Gunnar Bragi Sveinsson er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. 13. ágúst 2016 14:13
Telur að forsætisráðherra hefði átt að ræða dagsetningu kosninga við þingflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun fara yfir ákvörðun sína og fjármálaráðherra um fastsetningu kjördags hinn 29. október á þingflokksfundi Framsóknarmanna á morgun. 14. ágúst 2016 16:57