BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 22:01 Fjöldi AirBnb íbúða í Reykjavík hefur margfaldast á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Fjallað er um húsnæðismál Reykjavíkurborgar á fréttavef BBC í tengslum við fréttaflutning af regluverki í kringum AirBnb-íbúðir. Blaðamaðurinn Lauren Comiteau skrifar um erlendan mann sem er búsettur á Íslandi og lenti í miklum húsnæðisvandræðum þegar honum var sagt upp leigusamningi vegna þess að leigusalinn hugðist eingöngu leigja íbúð sina út á AirBnb. Blaðamaðurinn Comiteau lýsir samskiptum milli borgaryfirvalda og vefsíðna sem bjóða upp á útleigu á heimilum sem stríði og valda því að leigutakar og gestgjafar lendi í miðjunni. „Í dag eru fleiri og fleiri borgir að grípa til róttækra aðgerða gegn þeim sem leigja heimili sín út til ferðamanna. Í mörgum vinsælum ferðamannaborgum hefur lítið framboð af leiguhúsnæði í mörg ár valdið hækkun á leiguverði. En nú upp á síðkastið hafa margir kennt vettvangi sem gerir fólki kleift að deila heimilum sínum um vöntun á leiguhúsnæði. Borgir eins og Reykjavík og Berlín eru að reyna allt frá reglusetningu til nánast banna. Þetta snýst ekki aðeins um AirBnb heldur eru samkeppnisaðilar,HomeAway, Tripping, OneFineStay og FlipKey, einnig að valda vandræðum,“ segir í greininni.Hana má lesa í heild sinni hér.Greinin spyr hvort AirBnb geri það ómögulegt fyrir hinn almenna leigutaka að finna sér húsnæði.Vísir/Skjáskot af vef BBCErlendi maðurinn sem Comiteau fjallar um heitir Nicholas Herring en hann fékk þrjá mánuði til þess að finna sér nýjan samastað eftir að leigusamningi hans var rift. „Jafnvel þó þrír mánuðir virðast nægur tími fyrir Texas-búa til að finna sér samastað þá reyndist það ómögulegt í Reykjavík að sumri til. Varla nokkrar íbúðir sem auglýstar voru opinberlega uppfylltu þarfir Herring og að lokum fann hann húsnæði í gegnum samstarfsfélaga sinn.“ Haft er eftir Herring í greininni að hann skilji vel hvers vegna svo margir sækja í að leigja íbúðir sínar út til ferðamanna. „Ef leigusalar þurfa pening þá breyta þeir leiguhúsnæðinu sínu í AirBnb. Þeir geta grætt á tveimur dögum þar sem ég borga í leigu á mánuði.“ Fjallað er um lagasetningu á útleigu á eigin húsnæði sem samþykkt var hér á landi í sumar auk þess sem talað er við Þorstein Finnbogason, 26 ára mann sem á tíu íbúðir ásamt fjölskyldu sinni í miðborg Reykjavíkur sem hann rekur sem AirBnb leiguhúsnæði. Comiteau segist sjálf hafa bókað AirBnb þegar hún heimsótti Reykjavík, áður en hún íhugaði einu sinni að bóka hótelherbergi. „Ég var ekkert að hugsa um að ég myndi valda íbúum Reykjavíkur húsnæðisvanda. Eða einu sinni hvort gestgjafi minn væri réttu megin við lögin. Við vildum vera saman, í heimili.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00 Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Fjallað er um húsnæðismál Reykjavíkurborgar á fréttavef BBC í tengslum við fréttaflutning af regluverki í kringum AirBnb-íbúðir. Blaðamaðurinn Lauren Comiteau skrifar um erlendan mann sem er búsettur á Íslandi og lenti í miklum húsnæðisvandræðum þegar honum var sagt upp leigusamningi vegna þess að leigusalinn hugðist eingöngu leigja íbúð sina út á AirBnb. Blaðamaðurinn Comiteau lýsir samskiptum milli borgaryfirvalda og vefsíðna sem bjóða upp á útleigu á heimilum sem stríði og valda því að leigutakar og gestgjafar lendi í miðjunni. „Í dag eru fleiri og fleiri borgir að grípa til róttækra aðgerða gegn þeim sem leigja heimili sín út til ferðamanna. Í mörgum vinsælum ferðamannaborgum hefur lítið framboð af leiguhúsnæði í mörg ár valdið hækkun á leiguverði. En nú upp á síðkastið hafa margir kennt vettvangi sem gerir fólki kleift að deila heimilum sínum um vöntun á leiguhúsnæði. Borgir eins og Reykjavík og Berlín eru að reyna allt frá reglusetningu til nánast banna. Þetta snýst ekki aðeins um AirBnb heldur eru samkeppnisaðilar,HomeAway, Tripping, OneFineStay og FlipKey, einnig að valda vandræðum,“ segir í greininni.Hana má lesa í heild sinni hér.Greinin spyr hvort AirBnb geri það ómögulegt fyrir hinn almenna leigutaka að finna sér húsnæði.Vísir/Skjáskot af vef BBCErlendi maðurinn sem Comiteau fjallar um heitir Nicholas Herring en hann fékk þrjá mánuði til þess að finna sér nýjan samastað eftir að leigusamningi hans var rift. „Jafnvel þó þrír mánuðir virðast nægur tími fyrir Texas-búa til að finna sér samastað þá reyndist það ómögulegt í Reykjavík að sumri til. Varla nokkrar íbúðir sem auglýstar voru opinberlega uppfylltu þarfir Herring og að lokum fann hann húsnæði í gegnum samstarfsfélaga sinn.“ Haft er eftir Herring í greininni að hann skilji vel hvers vegna svo margir sækja í að leigja íbúðir sínar út til ferðamanna. „Ef leigusalar þurfa pening þá breyta þeir leiguhúsnæðinu sínu í AirBnb. Þeir geta grætt á tveimur dögum þar sem ég borga í leigu á mánuði.“ Fjallað er um lagasetningu á útleigu á eigin húsnæði sem samþykkt var hér á landi í sumar auk þess sem talað er við Þorstein Finnbogason, 26 ára mann sem á tíu íbúðir ásamt fjölskyldu sinni í miðborg Reykjavíkur sem hann rekur sem AirBnb leiguhúsnæði. Comiteau segist sjálf hafa bókað AirBnb þegar hún heimsótti Reykjavík, áður en hún íhugaði einu sinni að bóka hótelherbergi. „Ég var ekkert að hugsa um að ég myndi valda íbúum Reykjavíkur húsnæðisvanda. Eða einu sinni hvort gestgjafi minn væri réttu megin við lögin. Við vildum vera saman, í heimili.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00 Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00
Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49