Mikel John Obi fór fyrir liði Nígeríu í 2-0 sigri á Danmörku í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í knattspyrnu í karlaflokki en Mikel skoraði annað og lagði upp hitt mark Nígeríu í leiknum.
Mikel sem ber fyrirliðabandið á mótinu kom Nígeríumönnum yfir snemma leiks þegar hann renndi boltanum í netið af stuttu færi.
Sjaldséð mark hjá Mikel sem hefur aðeins skorað eitt mark í 247 leikjum með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fimmta mark hans með nígerska landsliðinu.
Hann lagði upp annað mark Nígeríu á 59. mínútu þegar Aminu Umar skallaði hornspyrnu hans í netið.
Lauk leiknum með 2-0 sigri Nígeríu en með sigrinum er liðið komið í undanúrslit Ólympíuleikanna þar sem Nígería mætir Þjóðverjum en Danir eru á leiðinni heim.
Mikel John Obi hetja Nígeríu sem komst í undanúrslit
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn