Bjórdæla verður við hvert bað í nýrri bjórheilsulind Kalda Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 11:02 Bruggsmiðjan Kaldi verður tíu ára í september. Vísir/Samsett Bruggsmiðjan Kaldi stefnir á að opna heilsulind snemma á næsta ári. Helsta einkennismerki heilsulindarinnar verður bjórbað, þar sem hægt er að baða sig í blöndu af bjór, vatni, humlum og geri. „Þú getur legið í þessu og kemur út alveg silkimjúkur eftirá,“ sagði Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggmeistari Kalda í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fyrir þá sem vilja þá er náttúrulega hægt að sötra með, það verður bjórdæla við hvert bað.“ Stefnt er á að heilsulindin opni í febrúar á næsta ári. „Staðan á því núna er að við erum búin að rýma fyrir á lóðinni sem við byggjum á og byrjum að steypa grunn vonandi í september. Stefnan er tekin á að opna fljótlega eftir áramót.“ Slíkar bjórheilsulindir eiga sér fordæmi úti í heimi. „Við höfum farið í nokkrar vettvangsferðir. Til dæmis úti í Tékklandi, þar er þetta töluvert algengt. Í fyrra fór ég í vikuferð í Tékklandi og fór í þrjú böð, ég hef bara sjaldan verið eins mjúkur og fínn,“ sagði Sigurður. Í heilsulind Kalda verða sjö ker sem öll verða gerð fyrir tvo, fólk geti því komið saman og farið í hjónaker, eða verið eitt og sér í hverju kari. Fjórtán manns geti verið í bjórbaði á hverjum tíma. „Þú liggur í hálftíma, það er ekki ráðlagt að liggja mikið lengur en það. Svo fylgir því slökun á eftir.“ Á dælunni við böðin verður svo yfirleitt dökkur og ljós kaldi.Margt spennandi á döfinni hjá Kalda Kaldi er svokallað mini brugghús, vegna þess hve mikið magn af bjór er framleitt þar ár hvert. Á síðasta ári voru um 700 þúsund lítrar af bjór framleiddir hjá Kalda. „Það er ekkert endilega stefnan okkar að stækka neitt ofboðslega mikið eða ofboðslega hratt, en það er ennþá mikil eftirspurn og við náum ekki að anna henni. Þannig að það stendur til að við þurfum að stækka eitthvað við okkur,“ segir Sigurður. „Lykilatriðið fyrir okkur er að stækka um bruggtæki því að bruggtækin okkar brugga ekki nema þúsund lítra í einu, sem þýðir að við þurfum að brugga 700 sinnum yfir árið og það er mjög mikið, þannig að tækin okkar eru orðin of lítil. Ef við færum í að kaupa ný tæki þá myndum við væntanlega bæta við kannski 2-3 tönkum í leiðinni.“ Kaldi verður tíu ára í september og er nú unnið að því að brugga afmælisbjór, Kaldi Imperial Pilsner. Auk þessa alls tekur bruggsmiðjan daglega við fólki í skoðunarferðir um bruggsmiðjuna. „Það er stöðugur straumur og það bætir alltaf í. Við fáum yfirleitt tugi manns á dag. Það voru 12 þúsund manns í fyrra og það verður bæting í ár,“ segir Sigurður Bragi.Viðtalið við Sigurð Braga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenskur bjór Tengdar fréttir Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44 Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Bruggsmiðjan Kaldi stefnir á að opna heilsulind snemma á næsta ári. Helsta einkennismerki heilsulindarinnar verður bjórbað, þar sem hægt er að baða sig í blöndu af bjór, vatni, humlum og geri. „Þú getur legið í þessu og kemur út alveg silkimjúkur eftirá,“ sagði Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggmeistari Kalda í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fyrir þá sem vilja þá er náttúrulega hægt að sötra með, það verður bjórdæla við hvert bað.“ Stefnt er á að heilsulindin opni í febrúar á næsta ári. „Staðan á því núna er að við erum búin að rýma fyrir á lóðinni sem við byggjum á og byrjum að steypa grunn vonandi í september. Stefnan er tekin á að opna fljótlega eftir áramót.“ Slíkar bjórheilsulindir eiga sér fordæmi úti í heimi. „Við höfum farið í nokkrar vettvangsferðir. Til dæmis úti í Tékklandi, þar er þetta töluvert algengt. Í fyrra fór ég í vikuferð í Tékklandi og fór í þrjú böð, ég hef bara sjaldan verið eins mjúkur og fínn,“ sagði Sigurður. Í heilsulind Kalda verða sjö ker sem öll verða gerð fyrir tvo, fólk geti því komið saman og farið í hjónaker, eða verið eitt og sér í hverju kari. Fjórtán manns geti verið í bjórbaði á hverjum tíma. „Þú liggur í hálftíma, það er ekki ráðlagt að liggja mikið lengur en það. Svo fylgir því slökun á eftir.“ Á dælunni við böðin verður svo yfirleitt dökkur og ljós kaldi.Margt spennandi á döfinni hjá Kalda Kaldi er svokallað mini brugghús, vegna þess hve mikið magn af bjór er framleitt þar ár hvert. Á síðasta ári voru um 700 þúsund lítrar af bjór framleiddir hjá Kalda. „Það er ekkert endilega stefnan okkar að stækka neitt ofboðslega mikið eða ofboðslega hratt, en það er ennþá mikil eftirspurn og við náum ekki að anna henni. Þannig að það stendur til að við þurfum að stækka eitthvað við okkur,“ segir Sigurður. „Lykilatriðið fyrir okkur er að stækka um bruggtæki því að bruggtækin okkar brugga ekki nema þúsund lítra í einu, sem þýðir að við þurfum að brugga 700 sinnum yfir árið og það er mjög mikið, þannig að tækin okkar eru orðin of lítil. Ef við færum í að kaupa ný tæki þá myndum við væntanlega bæta við kannski 2-3 tönkum í leiðinni.“ Kaldi verður tíu ára í september og er nú unnið að því að brugga afmælisbjór, Kaldi Imperial Pilsner. Auk þessa alls tekur bruggsmiðjan daglega við fólki í skoðunarferðir um bruggsmiðjuna. „Það er stöðugur straumur og það bætir alltaf í. Við fáum yfirleitt tugi manns á dag. Það voru 12 þúsund manns í fyrra og það verður bæting í ár,“ segir Sigurður Bragi.Viðtalið við Sigurð Braga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenskur bjór Tengdar fréttir Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44 Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44
Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00