Ávöxtunarkrafa neikvæð í Bretlandi Sæunn Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Lausafjárstaða Bretlands er sögð áhættusöm. vísir/afp Ávöxtunarkrafa á breskum ríkisskuldabréfum lækkaði í gær og varð neikvæð eftir að Englandsbanki náði ekki markmiðum sínum í kaupum á nýjum skuldabréfum. Bankinn var með áætlun um að kaupa ríkisskuldabréf sem hluta af peningalegri slökun (e. quantitative easing), stefnu til að örva hagvöxt. Bankinn fann ekki nógu marga seljendur til að ná markmiði sínu upp á 1,17 milljarða punda. Skuldabréf með gjalddaga 2019 og 2020 voru í kjölfarið með neikvæða kröfu, eða -0,1 prósent. Jonty Bloom, viðskiptablaðamaður hjá BBC, segir að breska hagkerfið standi frammi fyrir áhættusamri lausafjárstöðu. Englandsbanki óttist mjög áhrif af ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið og sé þess vegna að lækka stýrivexti og reyna að auka fjármagn í hagkerfinu með kaupum á skuldabréfunum. Hins vegar sé það þannig að því meira sem Englandsbanki reyni að setja aukið fé inn í hagkerfið því meira vilji fjárfestar setja peningana sína í öruggar fjárfestingar sem komi ekki af stað hreyfingu í hagkerfinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ávöxtunarkrafa á breskum ríkisskuldabréfum lækkaði í gær og varð neikvæð eftir að Englandsbanki náði ekki markmiðum sínum í kaupum á nýjum skuldabréfum. Bankinn var með áætlun um að kaupa ríkisskuldabréf sem hluta af peningalegri slökun (e. quantitative easing), stefnu til að örva hagvöxt. Bankinn fann ekki nógu marga seljendur til að ná markmiði sínu upp á 1,17 milljarða punda. Skuldabréf með gjalddaga 2019 og 2020 voru í kjölfarið með neikvæða kröfu, eða -0,1 prósent. Jonty Bloom, viðskiptablaðamaður hjá BBC, segir að breska hagkerfið standi frammi fyrir áhættusamri lausafjárstöðu. Englandsbanki óttist mjög áhrif af ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið og sé þess vegna að lækka stýrivexti og reyna að auka fjármagn í hagkerfinu með kaupum á skuldabréfunum. Hins vegar sé það þannig að því meira sem Englandsbanki reyni að setja aukið fé inn í hagkerfið því meira vilji fjárfestar setja peningana sína í öruggar fjárfestingar sem komi ekki af stað hreyfingu í hagkerfinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira