Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 10:20 Gunnar Bragi Sveinsson telur ekki líklegt að slagur verði um formennsku Framsóknarflokksins. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það glapræði að nefna dagsetningu fyrir kosningar. Þá segir hann engan líklegan til að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til formennsku í Framsóknarflokknum. „Ég er sannfærður um að hann verði formaður, enda sé ég engan annan sem ætlar að taka við eða getur tekið við,“ sagði Gunnar Bragi í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Ég vil fá Sigmund Davíð af krafti inn í baráttuna á ný til að leiða flokkinn,“ sagði Gunnar Bragi, sem jafnframt sagði stöðu Sigmundar Davíðs innan flokksins mjög góða. „Málið er það að Sigmundur Davíð er formaður flokksins og það er enginn sem er líklegur til að bjóða sig fram gegn honum. Hann hefur verið mjög traustur og góður formaður og ég ber fullt traust til hans. Ég held að hann sé okkur mjög mikilvægur í komandi kosningum. Þannig að ég get ekki séð að það verði endilega farið í eitthvert formannskjör þó við höldum flokksþing,“ segir Gunnar Bragi. „En ef hann ákveður að stíga til hliðar er það annað mál og þá eru eflaust fleiri sem færu að hugsa sig um.“Kjördagur ekki ákveðinn til að koma í veg fyrir málþóf Aðspurður hvers vegna ekki sé búið að ákveða kjördag, segir hann það vera til að koma í veg fyrir málþóf og tafir í þinginu. „Um leið og dagsetning verður komin þá er stjórnarandstaðan komin með ákveðið vopn í hendurnar,“ sagði Gunnar Bragi. „Ef að stjórnarandstaðan er tilbúin að hleypa þeim málum í gegn sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á, og ég vil meina að það séu fá umdeild mál þar inni, þá er hægt að nefna þessa dagsetningu. Stjórnarandstaðan hefur ekki verið tilbúin að gera þetta með þessum hætti og þess vegna liggur ekki dagsetningin fyrir. Það er algjört glapræði upp á störf þingsins og fyrir ríkisstjórnina, sem ætlar að ná ákveðnum málum í gegn, að nefna dagsetningu.“ Ráðherrann segir ríkisstjórnina hafa um fimmtíu mál sem hún vilji koma í gegnum þingið áður en gengið verði til kosninga. „Það eru eftir sirka fimmtíu mál, ég man ekki þessa tölu, sem að æskilegt er að verði kláruð. Það er sá rammi sem að ég held að sé nauðsynlegur. Það er óásættanlegt fyrir okkur að taka mál þar út af,“ sagði Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. Tengdar fréttir Reyna að ákveða dagsetningu þingkosninga á fimmtudag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. 10. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það glapræði að nefna dagsetningu fyrir kosningar. Þá segir hann engan líklegan til að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til formennsku í Framsóknarflokknum. „Ég er sannfærður um að hann verði formaður, enda sé ég engan annan sem ætlar að taka við eða getur tekið við,“ sagði Gunnar Bragi í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Ég vil fá Sigmund Davíð af krafti inn í baráttuna á ný til að leiða flokkinn,“ sagði Gunnar Bragi, sem jafnframt sagði stöðu Sigmundar Davíðs innan flokksins mjög góða. „Málið er það að Sigmundur Davíð er formaður flokksins og það er enginn sem er líklegur til að bjóða sig fram gegn honum. Hann hefur verið mjög traustur og góður formaður og ég ber fullt traust til hans. Ég held að hann sé okkur mjög mikilvægur í komandi kosningum. Þannig að ég get ekki séð að það verði endilega farið í eitthvert formannskjör þó við höldum flokksþing,“ segir Gunnar Bragi. „En ef hann ákveður að stíga til hliðar er það annað mál og þá eru eflaust fleiri sem færu að hugsa sig um.“Kjördagur ekki ákveðinn til að koma í veg fyrir málþóf Aðspurður hvers vegna ekki sé búið að ákveða kjördag, segir hann það vera til að koma í veg fyrir málþóf og tafir í þinginu. „Um leið og dagsetning verður komin þá er stjórnarandstaðan komin með ákveðið vopn í hendurnar,“ sagði Gunnar Bragi. „Ef að stjórnarandstaðan er tilbúin að hleypa þeim málum í gegn sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á, og ég vil meina að það séu fá umdeild mál þar inni, þá er hægt að nefna þessa dagsetningu. Stjórnarandstaðan hefur ekki verið tilbúin að gera þetta með þessum hætti og þess vegna liggur ekki dagsetningin fyrir. Það er algjört glapræði upp á störf þingsins og fyrir ríkisstjórnina, sem ætlar að ná ákveðnum málum í gegn, að nefna dagsetningu.“ Ráðherrann segir ríkisstjórnina hafa um fimmtíu mál sem hún vilji koma í gegnum þingið áður en gengið verði til kosninga. „Það eru eftir sirka fimmtíu mál, ég man ekki þessa tölu, sem að æskilegt er að verði kláruð. Það er sá rammi sem að ég held að sé nauðsynlegur. Það er óásættanlegt fyrir okkur að taka mál þar út af,“ sagði Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram.
Tengdar fréttir Reyna að ákveða dagsetningu þingkosninga á fimmtudag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. 10. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Reyna að ákveða dagsetningu þingkosninga á fimmtudag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. 10. ágúst 2016 07:00