Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 10:20 Gunnar Bragi Sveinsson telur ekki líklegt að slagur verði um formennsku Framsóknarflokksins. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það glapræði að nefna dagsetningu fyrir kosningar. Þá segir hann engan líklegan til að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til formennsku í Framsóknarflokknum. „Ég er sannfærður um að hann verði formaður, enda sé ég engan annan sem ætlar að taka við eða getur tekið við,“ sagði Gunnar Bragi í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Ég vil fá Sigmund Davíð af krafti inn í baráttuna á ný til að leiða flokkinn,“ sagði Gunnar Bragi, sem jafnframt sagði stöðu Sigmundar Davíðs innan flokksins mjög góða. „Málið er það að Sigmundur Davíð er formaður flokksins og það er enginn sem er líklegur til að bjóða sig fram gegn honum. Hann hefur verið mjög traustur og góður formaður og ég ber fullt traust til hans. Ég held að hann sé okkur mjög mikilvægur í komandi kosningum. Þannig að ég get ekki séð að það verði endilega farið í eitthvert formannskjör þó við höldum flokksþing,“ segir Gunnar Bragi. „En ef hann ákveður að stíga til hliðar er það annað mál og þá eru eflaust fleiri sem færu að hugsa sig um.“Kjördagur ekki ákveðinn til að koma í veg fyrir málþóf Aðspurður hvers vegna ekki sé búið að ákveða kjördag, segir hann það vera til að koma í veg fyrir málþóf og tafir í þinginu. „Um leið og dagsetning verður komin þá er stjórnarandstaðan komin með ákveðið vopn í hendurnar,“ sagði Gunnar Bragi. „Ef að stjórnarandstaðan er tilbúin að hleypa þeim málum í gegn sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á, og ég vil meina að það séu fá umdeild mál þar inni, þá er hægt að nefna þessa dagsetningu. Stjórnarandstaðan hefur ekki verið tilbúin að gera þetta með þessum hætti og þess vegna liggur ekki dagsetningin fyrir. Það er algjört glapræði upp á störf þingsins og fyrir ríkisstjórnina, sem ætlar að ná ákveðnum málum í gegn, að nefna dagsetningu.“ Ráðherrann segir ríkisstjórnina hafa um fimmtíu mál sem hún vilji koma í gegnum þingið áður en gengið verði til kosninga. „Það eru eftir sirka fimmtíu mál, ég man ekki þessa tölu, sem að æskilegt er að verði kláruð. Það er sá rammi sem að ég held að sé nauðsynlegur. Það er óásættanlegt fyrir okkur að taka mál þar út af,“ sagði Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. Tengdar fréttir Reyna að ákveða dagsetningu þingkosninga á fimmtudag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. 10. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það glapræði að nefna dagsetningu fyrir kosningar. Þá segir hann engan líklegan til að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til formennsku í Framsóknarflokknum. „Ég er sannfærður um að hann verði formaður, enda sé ég engan annan sem ætlar að taka við eða getur tekið við,“ sagði Gunnar Bragi í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Ég vil fá Sigmund Davíð af krafti inn í baráttuna á ný til að leiða flokkinn,“ sagði Gunnar Bragi, sem jafnframt sagði stöðu Sigmundar Davíðs innan flokksins mjög góða. „Málið er það að Sigmundur Davíð er formaður flokksins og það er enginn sem er líklegur til að bjóða sig fram gegn honum. Hann hefur verið mjög traustur og góður formaður og ég ber fullt traust til hans. Ég held að hann sé okkur mjög mikilvægur í komandi kosningum. Þannig að ég get ekki séð að það verði endilega farið í eitthvert formannskjör þó við höldum flokksþing,“ segir Gunnar Bragi. „En ef hann ákveður að stíga til hliðar er það annað mál og þá eru eflaust fleiri sem færu að hugsa sig um.“Kjördagur ekki ákveðinn til að koma í veg fyrir málþóf Aðspurður hvers vegna ekki sé búið að ákveða kjördag, segir hann það vera til að koma í veg fyrir málþóf og tafir í þinginu. „Um leið og dagsetning verður komin þá er stjórnarandstaðan komin með ákveðið vopn í hendurnar,“ sagði Gunnar Bragi. „Ef að stjórnarandstaðan er tilbúin að hleypa þeim málum í gegn sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á, og ég vil meina að það séu fá umdeild mál þar inni, þá er hægt að nefna þessa dagsetningu. Stjórnarandstaðan hefur ekki verið tilbúin að gera þetta með þessum hætti og þess vegna liggur ekki dagsetningin fyrir. Það er algjört glapræði upp á störf þingsins og fyrir ríkisstjórnina, sem ætlar að ná ákveðnum málum í gegn, að nefna dagsetningu.“ Ráðherrann segir ríkisstjórnina hafa um fimmtíu mál sem hún vilji koma í gegnum þingið áður en gengið verði til kosninga. „Það eru eftir sirka fimmtíu mál, ég man ekki þessa tölu, sem að æskilegt er að verði kláruð. Það er sá rammi sem að ég held að sé nauðsynlegur. Það er óásættanlegt fyrir okkur að taka mál þar út af,“ sagði Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram.
Tengdar fréttir Reyna að ákveða dagsetningu þingkosninga á fimmtudag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. 10. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Reyna að ákveða dagsetningu þingkosninga á fimmtudag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. 10. ágúst 2016 07:00