Dagur: Hættulegt að taka fótinn af bensíngjöfinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Dagur Sigurðsson fer vel af stað með lið sitt í Ríó. vísir/anton Strákarnir hans Dags Sigurðssonar fylgdu á eftir þriggja marka sigri á Svíum, 32-29, í fyrsta leik handboltakeppni Ólympíuleikanna með því að vinna Pólverja með nákvæmlega sama mun í gær. Liðið lítur vel út og það er margt sem minnir á liðið sem varð Evrópumeistari í Kraków 31. janúar. „Báðir leikirnir hafa verið tiltölulega sannfærandi hjá okkur. Við vorum sterkari í báðum leikjunum en auðvitað hefði þetta getað á einhverjum tímapunkti hrokkið í hina áttina. Við sáum samt að Pólverjarnir voru svolítið vankaðir eftir tapið í fyrsta leik,“ sagði Dagur eftir leikinn sem þýska liðið vann 32-29. Pólverjar hafa nú tapað á móti Brasilíu og Þýskalandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Pólverjarnir komu inn mjög grimmir og þetta var líkamlega erfiður leikur. Við héldum vel sjó og við erum með líkamlega sterkt lið á þessum leikum. Ég er með þunga og stóra menn og þeir héldu gegn því. Við náðum svo að spila aðeins hraðari bolta og vorum aðeins beittari í okkar aðgerðum heldur en Pólverjarnir,“ sagði Dagur. Þýska liðið vann sjö síðustu leiki sína á Evrópumótinu í janúar og Dagur hefur náð að kalla fram sömu liðsheild og sömu stemningu nú á Ólympíuleikunum tæpum átta mánuðum síðar. Sigrarnir á stórmótum eru orðnir níu í röð eða allt frá því að liðið tapaði fyrir Spáni í fyrsta leik á HM í Póllandi í ársbyrjun. Spila hvað eftir annað 7 á móti 6Dagur á hliðarlínunni í gær.vísir/getty„Það er jákvætt að það sé svipuð holning á liðinu og á Evrópumótinu. Strákarnir eru líka að komast í stemninguna sem sýnir hversu jákvætt það er fyrir liðið að byrja mótið vel í stað þess að fá einhvern mótvind í byrjun. Það er gott,“ segir Dagur. Hann er farinn að taka markvörðinn sinn út við allar kringumstæður þegar hann telur þess þurfa. Í lok leiksins í gær spiluðu Þjóðverjar hvað eftir annað 7 á móti 6 í sókninni. Sundum gekk það fullkomlega upp en fórnarkostnaður var líka nokkur auðveld pólsk mörk í tómt markið. „Ég notaði aukamanninn síðustu fimmtán mínúturnar því mér fannst vera komið smá hökt í sóknarleikinn. Ég vildi aðeins breyta tempóinu,“ sagði Dagur en við hvaða kringumstæður notar hann þetta útspil? „Það er bara þegar maður hefur á tilfinningunni að liðið þurfi smá hjálp við það að breyta rytmanum. Við gerum þetta þegar við erum færri, þegar við erum fleiri og svo þegar við á,“ segir Dagur sem telur sig ekki vera lengra kominn með þessa leikaðferð en aðrir þjálfarar. „Alls ekki. Við erum á svipuðu róli og önnur lið. Það eru einhverjir þjálfarar sem hafa ekkert notað þetta en það er frekar undantekning frekar en hitt,“ sagði Dagur en kollegi hans í pólska liðinu, Talant Duyshebaev, notaði þetta til dæmis aldrei í leiknum.Bara eitthvað þjálfarastress Dagur virtist eiga mótspil við öllum útspilunum hjá Talant og sigurinn var sannfærandi. Það er líka mikil breidd í þýska liðinu og þrír leikmenn voru til dæmis markahæstir með fimm mörk í sigrinum á Póllandi. „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og við virkum betri heldur en ég átti von á miðað við síðustu vikurnar á æfingunum, þá var ég skeptískur. Ég talaði líka við Gumma Gumm og hann var líka skeptískur með sína menn. Ætli það sé bara ekki eitthvert þjálfarastress,“ sagði Dagur brosandi. „Það er gott að vera búinn að taka aðeins hrollinn úr mönnum. Það er voða hættulegt að taka fótinn af bensíngjöfinni og ég held að við ættum að halda sjó og slípa okkar leik áfram,“ sagði Dagur að lokum. Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fullt hús hjá lærisveinum Dags Þýska handboltalandsliðið landaði öðrum góðum sigri á Ólympíuleikunum í dag er það spilaði gegn Póllandi. 9. ágúst 2016 16:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Strákarnir hans Dags Sigurðssonar fylgdu á eftir þriggja marka sigri á Svíum, 32-29, í fyrsta leik handboltakeppni Ólympíuleikanna með því að vinna Pólverja með nákvæmlega sama mun í gær. Liðið lítur vel út og það er margt sem minnir á liðið sem varð Evrópumeistari í Kraków 31. janúar. „Báðir leikirnir hafa verið tiltölulega sannfærandi hjá okkur. Við vorum sterkari í báðum leikjunum en auðvitað hefði þetta getað á einhverjum tímapunkti hrokkið í hina áttina. Við sáum samt að Pólverjarnir voru svolítið vankaðir eftir tapið í fyrsta leik,“ sagði Dagur eftir leikinn sem þýska liðið vann 32-29. Pólverjar hafa nú tapað á móti Brasilíu og Þýskalandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Pólverjarnir komu inn mjög grimmir og þetta var líkamlega erfiður leikur. Við héldum vel sjó og við erum með líkamlega sterkt lið á þessum leikum. Ég er með þunga og stóra menn og þeir héldu gegn því. Við náðum svo að spila aðeins hraðari bolta og vorum aðeins beittari í okkar aðgerðum heldur en Pólverjarnir,“ sagði Dagur. Þýska liðið vann sjö síðustu leiki sína á Evrópumótinu í janúar og Dagur hefur náð að kalla fram sömu liðsheild og sömu stemningu nú á Ólympíuleikunum tæpum átta mánuðum síðar. Sigrarnir á stórmótum eru orðnir níu í röð eða allt frá því að liðið tapaði fyrir Spáni í fyrsta leik á HM í Póllandi í ársbyrjun. Spila hvað eftir annað 7 á móti 6Dagur á hliðarlínunni í gær.vísir/getty„Það er jákvætt að það sé svipuð holning á liðinu og á Evrópumótinu. Strákarnir eru líka að komast í stemninguna sem sýnir hversu jákvætt það er fyrir liðið að byrja mótið vel í stað þess að fá einhvern mótvind í byrjun. Það er gott,“ segir Dagur. Hann er farinn að taka markvörðinn sinn út við allar kringumstæður þegar hann telur þess þurfa. Í lok leiksins í gær spiluðu Þjóðverjar hvað eftir annað 7 á móti 6 í sókninni. Sundum gekk það fullkomlega upp en fórnarkostnaður var líka nokkur auðveld pólsk mörk í tómt markið. „Ég notaði aukamanninn síðustu fimmtán mínúturnar því mér fannst vera komið smá hökt í sóknarleikinn. Ég vildi aðeins breyta tempóinu,“ sagði Dagur en við hvaða kringumstæður notar hann þetta útspil? „Það er bara þegar maður hefur á tilfinningunni að liðið þurfi smá hjálp við það að breyta rytmanum. Við gerum þetta þegar við erum færri, þegar við erum fleiri og svo þegar við á,“ segir Dagur sem telur sig ekki vera lengra kominn með þessa leikaðferð en aðrir þjálfarar. „Alls ekki. Við erum á svipuðu róli og önnur lið. Það eru einhverjir þjálfarar sem hafa ekkert notað þetta en það er frekar undantekning frekar en hitt,“ sagði Dagur en kollegi hans í pólska liðinu, Talant Duyshebaev, notaði þetta til dæmis aldrei í leiknum.Bara eitthvað þjálfarastress Dagur virtist eiga mótspil við öllum útspilunum hjá Talant og sigurinn var sannfærandi. Það er líka mikil breidd í þýska liðinu og þrír leikmenn voru til dæmis markahæstir með fimm mörk í sigrinum á Póllandi. „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og við virkum betri heldur en ég átti von á miðað við síðustu vikurnar á æfingunum, þá var ég skeptískur. Ég talaði líka við Gumma Gumm og hann var líka skeptískur með sína menn. Ætli það sé bara ekki eitthvert þjálfarastress,“ sagði Dagur brosandi. „Það er gott að vera búinn að taka aðeins hrollinn úr mönnum. Það er voða hættulegt að taka fótinn af bensíngjöfinni og ég held að við ættum að halda sjó og slípa okkar leik áfram,“ sagði Dagur að lokum.
Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fullt hús hjá lærisveinum Dags Þýska handboltalandsliðið landaði öðrum góðum sigri á Ólympíuleikunum í dag er það spilaði gegn Póllandi. 9. ágúst 2016 16:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Fullt hús hjá lærisveinum Dags Þýska handboltalandsliðið landaði öðrum góðum sigri á Ólympíuleikunum í dag er það spilaði gegn Póllandi. 9. ágúst 2016 16:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti