Útflutningur frá Kína dregst saman á ný Sæunn Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Xi Jinping, forseti Kína, hefur ástæðu til að vera áhyggjufullur yfir efnahagsástandinu í landinu, en útflutningur frá Kína dregst enn saman. Nordicphotos/AFP Útflutningur frá Kína dróst saman um 4,4 prósent í júlímánuði, samanborið við árið áður. Útflutningur hefur dregist saman á tólf af síðustu þrettán mánuðum. Samdrátturinn var minni en í júní þegar hann mældist 4,8 prósent, en var samt sem áður meiri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Innflutningur til Kína var einnig minni en búist var við og dróst saman um 12,5 prósent milli ára. Þessar tölur valda greiningaraðilum áhyggjum í ljósi þess að Kína er einn stærsti viðskiptamarkaður heims. Talið er að óvissa sem ríki um allan heim, vegna lágs hrávöruverðs, skuldakreppunnar í Evrópu og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi lamandi áhrif á alþjóðahagkerfi. Sérfræðingar búast við daufum viðskiptum næstkomandi mánuði, nýjustu tölur gefa í skyn að aðgerðir í Peking til að ýta undir vöxt í hagkerfinu hafi ekki skilað sér. Verg landsframleiðsla í Kína jókst um einungis 6,7 prósent á öðrum ársfjórðungi 2016, sem er minna en áður hefur tíðkast í landinu. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Útflutningur frá Kína dróst saman um 4,4 prósent í júlímánuði, samanborið við árið áður. Útflutningur hefur dregist saman á tólf af síðustu þrettán mánuðum. Samdrátturinn var minni en í júní þegar hann mældist 4,8 prósent, en var samt sem áður meiri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Innflutningur til Kína var einnig minni en búist var við og dróst saman um 12,5 prósent milli ára. Þessar tölur valda greiningaraðilum áhyggjum í ljósi þess að Kína er einn stærsti viðskiptamarkaður heims. Talið er að óvissa sem ríki um allan heim, vegna lágs hrávöruverðs, skuldakreppunnar í Evrópu og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi lamandi áhrif á alþjóðahagkerfi. Sérfræðingar búast við daufum viðskiptum næstkomandi mánuði, nýjustu tölur gefa í skyn að aðgerðir í Peking til að ýta undir vöxt í hagkerfinu hafi ekki skilað sér. Verg landsframleiðsla í Kína jókst um einungis 6,7 prósent á öðrum ársfjórðungi 2016, sem er minna en áður hefur tíðkast í landinu. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira